Róum okkar aðeins í auðlindagræðginni Mummi Týr Þórarinsson skrifar 27. nóvember 2024 08:50 Síðustu árin hefur ásókn í auðlindir landsins vaxið geigvænlega. Nú er svo komið að það er varla sá fjörður til fyrir vestan eða austan sem ekki er nýttur eða eru áform um að nýta fyrir sjókvíaeldi, vindorkuvirkjanir eru fyrirhugaðar á öllum mögulegum stöðum um allt land, ásókn í áður ósnortin landsvæði til uppbyggingar nýrra mannvirkja í ferðaþjónustu vex með degi hverjum, mylja á niður heilu fjöllin sunnanlands, selflytja hluta Mýrdalssands til útflutnings og hver bújörðin á fætur annarri er tekin úr matvælaframleiðslu en lögð undir til að mynda plantekru skógrækt, ferðafólk eða frístundabyggð. „Við viljum fransbrauð“ góluðu þeir Karíus og Baktus um árið. „Við viljum meiri græna orku og meira ferskvatn“ glymur núna landshluta á milli, úr börkum innlendra og erlendra fjárfesta sem sjá „viðskiptatækifæri“ í hverjum hver, hverjum huldukletti, hverjum berjamó og hverri lindá landsins. Ekkert heildaryfirlit er til staðar af hálfu stjórnvalda yfir auðlindir landsins né samþætt framtíðarskipulag nýtingar þeirra. Ekkert pláss fyrir villta náttúru nema í frímerkja formi á milli mannvirkja? Við í Pírötum finnst löngu komin tími til að spyrna við fæti og hægja á þessu offorsi áður en fleiri óafturkræf mistök verða gerð. Við höfum rammaáætlun fyrir virkjanaáform en við þurfum líka að skipuleggja alla auðlindanýtingu á láglendi í samhengi þar sem allt er upp á borðum. Framtíð villtrar náttúru og sameiginlegra auðlinda landsins er undir. Þó Ísland sé 103.000 km2 að stærð þá eru nefnilega ekki nema um 43.000 km2 (42%) þess á láglendi (neðan 400 metra hæðar yfir sjó), svæði á stærð við Danmörku. Þar fer meira eða minna öll okkar landnýting fram (utan afréttabeitar, útivistar, vatnsaflsvirkjana og einhverrar efnistöku). Því til viðbótar sýnir gróf greining á fyrirliggjandi gögnum að yfir 85% af kortlagðri landnýtingu á Íslandi (þéttbýli og vegir, uppistöðulón, tún og akrar, framræst votlendi, frístundabyggð, skógrækt) fer fram neðan 200 metra hæðalínunnar; á svæði sem er á landsvísu tæplega 25.000 km2 (24%) af heildarstærð landsins. Það er ríflega 5000 km2 minna landsvæði en Belgía! Höfundur er oddviti Pírata í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Píratar Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Sjá meira
Síðustu árin hefur ásókn í auðlindir landsins vaxið geigvænlega. Nú er svo komið að það er varla sá fjörður til fyrir vestan eða austan sem ekki er nýttur eða eru áform um að nýta fyrir sjókvíaeldi, vindorkuvirkjanir eru fyrirhugaðar á öllum mögulegum stöðum um allt land, ásókn í áður ósnortin landsvæði til uppbyggingar nýrra mannvirkja í ferðaþjónustu vex með degi hverjum, mylja á niður heilu fjöllin sunnanlands, selflytja hluta Mýrdalssands til útflutnings og hver bújörðin á fætur annarri er tekin úr matvælaframleiðslu en lögð undir til að mynda plantekru skógrækt, ferðafólk eða frístundabyggð. „Við viljum fransbrauð“ góluðu þeir Karíus og Baktus um árið. „Við viljum meiri græna orku og meira ferskvatn“ glymur núna landshluta á milli, úr börkum innlendra og erlendra fjárfesta sem sjá „viðskiptatækifæri“ í hverjum hver, hverjum huldukletti, hverjum berjamó og hverri lindá landsins. Ekkert heildaryfirlit er til staðar af hálfu stjórnvalda yfir auðlindir landsins né samþætt framtíðarskipulag nýtingar þeirra. Ekkert pláss fyrir villta náttúru nema í frímerkja formi á milli mannvirkja? Við í Pírötum finnst löngu komin tími til að spyrna við fæti og hægja á þessu offorsi áður en fleiri óafturkræf mistök verða gerð. Við höfum rammaáætlun fyrir virkjanaáform en við þurfum líka að skipuleggja alla auðlindanýtingu á láglendi í samhengi þar sem allt er upp á borðum. Framtíð villtrar náttúru og sameiginlegra auðlinda landsins er undir. Þó Ísland sé 103.000 km2 að stærð þá eru nefnilega ekki nema um 43.000 km2 (42%) þess á láglendi (neðan 400 metra hæðar yfir sjó), svæði á stærð við Danmörku. Þar fer meira eða minna öll okkar landnýting fram (utan afréttabeitar, útivistar, vatnsaflsvirkjana og einhverrar efnistöku). Því til viðbótar sýnir gróf greining á fyrirliggjandi gögnum að yfir 85% af kortlagðri landnýtingu á Íslandi (þéttbýli og vegir, uppistöðulón, tún og akrar, framræst votlendi, frístundabyggð, skógrækt) fer fram neðan 200 metra hæðalínunnar; á svæði sem er á landsvísu tæplega 25.000 km2 (24%) af heildarstærð landsins. Það er ríflega 5000 km2 minna landsvæði en Belgía! Höfundur er oddviti Pírata í Suðurkjördæmi.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun