Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 11. desember 2024 20:00 Þorbjörg og Gyrðir kynntust sumarið 2022. „Ég var hérinn í byrjun þegar við vorum að kynnast þar sem ég vildi að við myndum strax byrja saman. Gyrðir var eins og skjaldbaka sem hélt mér á jörðinni og leyfði hlutunum að gerast á sínum hraða,“segir Þorbjörg Kristinsdóttir, áhrifavaldur og kennaranemi, í samtali við Makamál, um samband hennar og Gyrðis Hrafns Guðbrandssonar knattspyrnumanns og fyrirtækjaeiganda. Þorbjörg og Gyrðir kynntust sumarið 2022 eftir að Tobba, eins og hún er kölluð, mætti á leik Leiknis gegn Fram í Bestu deildinni. Hún tók fljótlega eftir leikmanni númer 17 í liði leiknis og var staðráðin í því að komast að því hver þessi fjallmyndarlegi maður væri. „Ég var mætt til að horfa á uppeldisfélagið mitt Fram spila en fylgdist lítið með leiknum þar öll athyglin fór í að horfa á leikmann númer 17. Eftir leikinn skoðaði leikskýrsluna til að sjá nafnið á honum og sá þetta merkilega nafn Gyrðir. Ég followaði hann svo á Insta,“ segir Þorbjörg. Þorbjörg situr fyrir svörum í liðnum Ást er þessa vikuna. Hvort ykkar tók fyrsta skrefið? Ég tók klárlega fyrsta skrefið. Fyrsti kossinn okkar: Líklegast heima hjá mér, en ég man það bara ekki. Fyrsta stefnumótið? Fyrsta alvöru stefnumótið okkar var á Pool-stofunni. Það var mjög fyndið deit þar sem ég var að prófa pool af alvöru í fyrsta skiptið. Hvernig myndirðu lýsa sambandinu ykkar: Einlægt, fyndið og skemmtilegt. Við erum mjög góð saman. Við getum hlegið alveg endalaust og gerum mikið grín að okkur sjálfum og hvort öðru. Við vinnum einnig mjög vel saman sem teymi og hjálpumst að við að kljást við okkar eigin verkefni og lyftum hvoru öðru upp. Lýstu kærastanum þínum í þremur orðum: Traustur, jákvæður og góður, eitt bónus orð= fallegastur. Eruði rómantísk? Já mér finnst við vera það. Annars held ég að við séum rómantísk á mjög ólíkan hátt. Eigið þið sameiginleg áhugamál? Fótboltinn er svolítið okkar sameiginlega áhugamál og allar íþróttir yfir höfuð. Við elskum föt og höfum mikinn áhuga á tísku og oftar en ekki hjálpumst við að stíla og klæða hvort annað upp. Við höfum líka mjög gaman af því að skoða hús og innanhússarkitektúr og erum t.d. að fylgja tveimur gæjum á Youtube þar sem fara þeir yfir og sýna nokkur af stærstu og dýrustu húsum heims. Fyrsta gjöfin sem ég gaf kærastanum mínum: Bubba plata og keðjuarmband. Fyrsta gjöfin sem kærastinn minn gaf mér: Miða á Bubba tónleika á Þorláksmessu 2022 og Diesel bol. Rómantískasti staður á landinu: Snæfellsnesið, ég er ættuð frá Ólafsvík og Rifi á Snæfellsnesi og mér finnst sá staður svo einstakur og rómantískur. Við fórum einmitt saman í brúðkaup þar í sumar hjá frænda mínum og konunni hans og það var draumi líkast. Það er staður sem ég sé alveg fyrir mér að myndi gifta mig á. Fyndnasta minningin af ykkur saman? Ætli það sé ekki bara ferðalagið okkar til Mílanó í fyrra. Daginn sem við áttum að fara út var öllum flugferðum aflýst. Þrátt fyrir það ætluðum við ekki að láta það skemma ferðina fyrir okkur. Icelandair breytti miðanum fyrir okkur þannig að við tókum þrjú flug til að komast á áfangastað. Við þurftum að byrja á því að fljúga til Berlínar, svo upp til Finnlands og þaðan niður til Mílanó. Þetta endaði í nánast sólarhrings ferðalagi. Við höfum sjaldan hlegið jafn mikið af þessari vitleysu og þrjósku í okkur. Hver væri titillinn á ævisögu ykkar? Hérinn og skjaldbakan. Ég var hérinn í byrjun þegar við vorum að kynnast þar semég vildi að við myndum strax byrja saman. Gyrðir var eins og skjaldbaka sem hélt mér á jörðinni og leyfði hlutunum að gerast á sínum hraða. Ég er mjög þakklát fyrir það í dag og held að það hafi verið nauðsynlegt til að byggja sambandið upp og gera það að því sem það er. Hvað gerið þið til að gera ykkur dagamun? Við förum nánast í hverri viku í sund. Það er svo notalegt að gleyma sér í góðu spjalli í pottinum án stöðugs áreitis frá símanum. Mér finnst rómantískt stefnumót vera: Að fara eitthvert saman út á land, prófa nýja veitingastaði, slaka á, spila og njóta saman án þess að hugsa um það sem við erum alltaf að gera í daglegu rútínunni okkar. Uppáhalds rómantíska kvikmyndin mín er: Ég er yfirleitt meira fyrir spennumyndir en ég verð að segja jólamyndin Love actually því það eru að koma jól. Lagið okkar: Eða - með GusGus og Birni. Hvort ykkar eldar meira? Gyrðir grillar alltaf en ég hef kannski eldað oftar. Frá því að við byrjuðum saman hefur Gyrðir útbúið hafragraut fyrir okkur á hverjum morgni, nánast upp á dag. Það er besti tími dagsins. Eftirlætis maturinn ykkar? Við erum mjög ólík þegar það kemur að mat, en ég hef alltaf verið mjög matvönd manneskja. Gyrðir getur hins vegar borðað allt. Eitt er samt víst að honum hefur tekist að láta mig byrja að borða allskonar mat síðan við kynntumst. Haldið þið upp á sambandsafmælið ykkar? Já við höfum gert það Gyrðir klárar yfirleitt alltaf fótboltatímabilið sitt í október og þá reynum við að fagna því með því að fara saman til útlanda. Í fyrra fórum við til Mílanó og í ár fórum við til Parísar. Við erum búin að ákveða að á næsta ári ætlum við til aðeins heitara lands. Hvar sérðu ykkur eftir tíu ár? Ég sé fyrir mér að við séum búin að festa undir okkur rótum, vinna í þeim markmiðum sem okkur langar til að ná eins og kaupa okkur íbúð. Hvernig viðhaldið þið neistanum? Við reynum að fara reglulega á ný stefnumót sem eru frábrugðin því sem við erum vön. Við erum líka miklir aðdáendur að 2f1 tilboðinu hjá Nova og förum reglulega út að borða saman. Ást er … ekki fullkomin. Þú þarft að leggja vinnu í hana til þess að viðhalda henni. Ástin er einnig besti vinur þinn og heimilið þitt, þar sem þér á að líða vel. Ástin og lífið Tímamót KR Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Þorbjörg og Gyrðir kynntust sumarið 2022 eftir að Tobba, eins og hún er kölluð, mætti á leik Leiknis gegn Fram í Bestu deildinni. Hún tók fljótlega eftir leikmanni númer 17 í liði leiknis og var staðráðin í því að komast að því hver þessi fjallmyndarlegi maður væri. „Ég var mætt til að horfa á uppeldisfélagið mitt Fram spila en fylgdist lítið með leiknum þar öll athyglin fór í að horfa á leikmann númer 17. Eftir leikinn skoðaði leikskýrsluna til að sjá nafnið á honum og sá þetta merkilega nafn Gyrðir. Ég followaði hann svo á Insta,“ segir Þorbjörg. Þorbjörg situr fyrir svörum í liðnum Ást er þessa vikuna. Hvort ykkar tók fyrsta skrefið? Ég tók klárlega fyrsta skrefið. Fyrsti kossinn okkar: Líklegast heima hjá mér, en ég man það bara ekki. Fyrsta stefnumótið? Fyrsta alvöru stefnumótið okkar var á Pool-stofunni. Það var mjög fyndið deit þar sem ég var að prófa pool af alvöru í fyrsta skiptið. Hvernig myndirðu lýsa sambandinu ykkar: Einlægt, fyndið og skemmtilegt. Við erum mjög góð saman. Við getum hlegið alveg endalaust og gerum mikið grín að okkur sjálfum og hvort öðru. Við vinnum einnig mjög vel saman sem teymi og hjálpumst að við að kljást við okkar eigin verkefni og lyftum hvoru öðru upp. Lýstu kærastanum þínum í þremur orðum: Traustur, jákvæður og góður, eitt bónus orð= fallegastur. Eruði rómantísk? Já mér finnst við vera það. Annars held ég að við séum rómantísk á mjög ólíkan hátt. Eigið þið sameiginleg áhugamál? Fótboltinn er svolítið okkar sameiginlega áhugamál og allar íþróttir yfir höfuð. Við elskum föt og höfum mikinn áhuga á tísku og oftar en ekki hjálpumst við að stíla og klæða hvort annað upp. Við höfum líka mjög gaman af því að skoða hús og innanhússarkitektúr og erum t.d. að fylgja tveimur gæjum á Youtube þar sem fara þeir yfir og sýna nokkur af stærstu og dýrustu húsum heims. Fyrsta gjöfin sem ég gaf kærastanum mínum: Bubba plata og keðjuarmband. Fyrsta gjöfin sem kærastinn minn gaf mér: Miða á Bubba tónleika á Þorláksmessu 2022 og Diesel bol. Rómantískasti staður á landinu: Snæfellsnesið, ég er ættuð frá Ólafsvík og Rifi á Snæfellsnesi og mér finnst sá staður svo einstakur og rómantískur. Við fórum einmitt saman í brúðkaup þar í sumar hjá frænda mínum og konunni hans og það var draumi líkast. Það er staður sem ég sé alveg fyrir mér að myndi gifta mig á. Fyndnasta minningin af ykkur saman? Ætli það sé ekki bara ferðalagið okkar til Mílanó í fyrra. Daginn sem við áttum að fara út var öllum flugferðum aflýst. Þrátt fyrir það ætluðum við ekki að láta það skemma ferðina fyrir okkur. Icelandair breytti miðanum fyrir okkur þannig að við tókum þrjú flug til að komast á áfangastað. Við þurftum að byrja á því að fljúga til Berlínar, svo upp til Finnlands og þaðan niður til Mílanó. Þetta endaði í nánast sólarhrings ferðalagi. Við höfum sjaldan hlegið jafn mikið af þessari vitleysu og þrjósku í okkur. Hver væri titillinn á ævisögu ykkar? Hérinn og skjaldbakan. Ég var hérinn í byrjun þegar við vorum að kynnast þar semég vildi að við myndum strax byrja saman. Gyrðir var eins og skjaldbaka sem hélt mér á jörðinni og leyfði hlutunum að gerast á sínum hraða. Ég er mjög þakklát fyrir það í dag og held að það hafi verið nauðsynlegt til að byggja sambandið upp og gera það að því sem það er. Hvað gerið þið til að gera ykkur dagamun? Við förum nánast í hverri viku í sund. Það er svo notalegt að gleyma sér í góðu spjalli í pottinum án stöðugs áreitis frá símanum. Mér finnst rómantískt stefnumót vera: Að fara eitthvert saman út á land, prófa nýja veitingastaði, slaka á, spila og njóta saman án þess að hugsa um það sem við erum alltaf að gera í daglegu rútínunni okkar. Uppáhalds rómantíska kvikmyndin mín er: Ég er yfirleitt meira fyrir spennumyndir en ég verð að segja jólamyndin Love actually því það eru að koma jól. Lagið okkar: Eða - með GusGus og Birni. Hvort ykkar eldar meira? Gyrðir grillar alltaf en ég hef kannski eldað oftar. Frá því að við byrjuðum saman hefur Gyrðir útbúið hafragraut fyrir okkur á hverjum morgni, nánast upp á dag. Það er besti tími dagsins. Eftirlætis maturinn ykkar? Við erum mjög ólík þegar það kemur að mat, en ég hef alltaf verið mjög matvönd manneskja. Gyrðir getur hins vegar borðað allt. Eitt er samt víst að honum hefur tekist að láta mig byrja að borða allskonar mat síðan við kynntumst. Haldið þið upp á sambandsafmælið ykkar? Já við höfum gert það Gyrðir klárar yfirleitt alltaf fótboltatímabilið sitt í október og þá reynum við að fagna því með því að fara saman til útlanda. Í fyrra fórum við til Mílanó og í ár fórum við til Parísar. Við erum búin að ákveða að á næsta ári ætlum við til aðeins heitara lands. Hvar sérðu ykkur eftir tíu ár? Ég sé fyrir mér að við séum búin að festa undir okkur rótum, vinna í þeim markmiðum sem okkur langar til að ná eins og kaupa okkur íbúð. Hvernig viðhaldið þið neistanum? Við reynum að fara reglulega á ný stefnumót sem eru frábrugðin því sem við erum vön. Við erum líka miklir aðdáendur að 2f1 tilboðinu hjá Nova og förum reglulega út að borða saman. Ást er … ekki fullkomin. Þú þarft að leggja vinnu í hana til þess að viðhalda henni. Ástin er einnig besti vinur þinn og heimilið þitt, þar sem þér á að líða vel.
Ástin og lífið Tímamót KR Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira