Hefur Sjálfstæðisflokkurinn hækkað eða lækkað skatta? Kristófer Már Maronsson skrifar 27. nóvember 2024 11:31 Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið í ríkisstjórn frá árinu 2013 og lagt áherslu á að lækka skatta og styrkja velferðarkerfið. Þó eru til stjórnmálamenn sem reyna að halda öðru fram. Á árunum 2013-2023 tókst Sjálfstæðisflokknum að ná fram breytingum sem skiluðu 310 milljörðum króna í nettó skattalækkun á tímabilinu. Þessar lækkanir hafa nýst bæði heimilum og fyrirtækjum. Samkvæmt svari Fjármálaráðuneytisins við fyrirspurn Óla Björns Kárasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, eru þetta 63 skattalækkanir á móti 28 skattahækkunum. Allt tal pólitískra andstæðinga um að Sjálfstæðisflokkurinn hafi eingöngu hækkað skatta á ekki við rök að styðjast. Þau skilaboð virðast því miður ekki hafa náð eyrum allra. Best er að skoða þetta svart á hvítu. Á www.xd.is/skattar er hægt að reikna dæmið, þ.e.a.s. hversu mikið þú færð af þínum launum í vasann vegna þeirra breytinga sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur leitt, samanborið við það sem hefði verið. Það er, ef ekkert hefði breyst í skattkerfinu frá því vinstri stjórnin 2009-2013 var við völd. Hvað þýða skattalækkanir fyrir vísitölufjölskyldu? Tökum dæmi um fjögurra manna fjölskyldu þar sem báðar fyrirvinnur hafa 800 þús kr. á mánuði í laun og börnin eru 4 og 8 ára gömul. Þessi fjölskylda hefur um 900 þús. kr. meira á milli handanna á ári heldur en hún hefði haft án breytinga Sjálfstæðisflokksins. Það munar um minna eins og sjá má í reiknivélinni: Ekki þarf að hækka skatta til að auka tekjur ríkisins Þrátt fyrir þessar skattalækkanir mátti greina aukningu í tekjum ríkissjóðs á þessum árum. Hagkerfið er vissulega flóknara en svo að tekjuaukinn verði að fullu skrifaður á lækkun skatta, en augljóst er að lægri skattar og þar með hærri ráðstöfunartekjur heimila hafa áhrif. Rétt er að benda á það sem fram kemur í svari ráðuneytisins í þessum efnum. Þar kemur fram að skattar hafi bein áhrif á efnahagslegar ákvarðanir heimila og fyrirtækja, sem á endanum móta lykilhagstærðir, þar á meðal sjálfa skattstofnana. Þessa hlið málsins vantar oft í umræðunni. Hlutann sem útskýrir að einhverju leyti hvernig tekjur ríkissjóðs geta aukist þrátt fyrir lægra skattahlutfall, þar sem efnahagsleg virkni eykst og tekjustofnar breikka. Sagan sannar það að Kristrún Mjöll Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, hefur rangt fyrir sér þegar hún segist þurfa að hækka skatta til að auka tekjur ríkisins. Kjósum út frá staðreyndum Sjálfstæðisflokkurinn hefur með stefnu sinni lagt grunn að aukinni hagsæld fyrir íslensk heimili og fyrirtæki undanfarin 11 ár og raunar alla 20. öldina. Skattalækkanir, ásamt öðrum aðgerðum, hafa hjálpað til við að bæta lífskjör landsmanna. Aðgerðir flokksins hafa þó ekki bara snúist um lækkun skatta, heldur einnig um að tryggja sterkt og sjálfbært velferðarkerfi. Árangurinn er augljós. Kaupmáttur hefur aukist 11 ár í röð. Hugsum um staðreyndir á leiðinni í kjörklefann, leyfum ekki frambjóðendum annarra flokka að endurskrifa söguna með bullyrðingum. Sjálfstæðisflokkurinn þarf sterkt umboð til að gera minni málamiðlanir og halda áfram að sameina stofnanir, einfalda regluverk og lækka skatta á næsta kjörtímabili. Kjósum ábyrgð í ríkisfjármálum og frelsi fólks til að fóta sig. Kjósum Sjálfstæðisflokkinn. Höfundur skipar 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristófer Már Maronsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið í ríkisstjórn frá árinu 2013 og lagt áherslu á að lækka skatta og styrkja velferðarkerfið. Þó eru til stjórnmálamenn sem reyna að halda öðru fram. Á árunum 2013-2023 tókst Sjálfstæðisflokknum að ná fram breytingum sem skiluðu 310 milljörðum króna í nettó skattalækkun á tímabilinu. Þessar lækkanir hafa nýst bæði heimilum og fyrirtækjum. Samkvæmt svari Fjármálaráðuneytisins við fyrirspurn Óla Björns Kárasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, eru þetta 63 skattalækkanir á móti 28 skattahækkunum. Allt tal pólitískra andstæðinga um að Sjálfstæðisflokkurinn hafi eingöngu hækkað skatta á ekki við rök að styðjast. Þau skilaboð virðast því miður ekki hafa náð eyrum allra. Best er að skoða þetta svart á hvítu. Á www.xd.is/skattar er hægt að reikna dæmið, þ.e.a.s. hversu mikið þú færð af þínum launum í vasann vegna þeirra breytinga sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur leitt, samanborið við það sem hefði verið. Það er, ef ekkert hefði breyst í skattkerfinu frá því vinstri stjórnin 2009-2013 var við völd. Hvað þýða skattalækkanir fyrir vísitölufjölskyldu? Tökum dæmi um fjögurra manna fjölskyldu þar sem báðar fyrirvinnur hafa 800 þús kr. á mánuði í laun og börnin eru 4 og 8 ára gömul. Þessi fjölskylda hefur um 900 þús. kr. meira á milli handanna á ári heldur en hún hefði haft án breytinga Sjálfstæðisflokksins. Það munar um minna eins og sjá má í reiknivélinni: Ekki þarf að hækka skatta til að auka tekjur ríkisins Þrátt fyrir þessar skattalækkanir mátti greina aukningu í tekjum ríkissjóðs á þessum árum. Hagkerfið er vissulega flóknara en svo að tekjuaukinn verði að fullu skrifaður á lækkun skatta, en augljóst er að lægri skattar og þar með hærri ráðstöfunartekjur heimila hafa áhrif. Rétt er að benda á það sem fram kemur í svari ráðuneytisins í þessum efnum. Þar kemur fram að skattar hafi bein áhrif á efnahagslegar ákvarðanir heimila og fyrirtækja, sem á endanum móta lykilhagstærðir, þar á meðal sjálfa skattstofnana. Þessa hlið málsins vantar oft í umræðunni. Hlutann sem útskýrir að einhverju leyti hvernig tekjur ríkissjóðs geta aukist þrátt fyrir lægra skattahlutfall, þar sem efnahagsleg virkni eykst og tekjustofnar breikka. Sagan sannar það að Kristrún Mjöll Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, hefur rangt fyrir sér þegar hún segist þurfa að hækka skatta til að auka tekjur ríkisins. Kjósum út frá staðreyndum Sjálfstæðisflokkurinn hefur með stefnu sinni lagt grunn að aukinni hagsæld fyrir íslensk heimili og fyrirtæki undanfarin 11 ár og raunar alla 20. öldina. Skattalækkanir, ásamt öðrum aðgerðum, hafa hjálpað til við að bæta lífskjör landsmanna. Aðgerðir flokksins hafa þó ekki bara snúist um lækkun skatta, heldur einnig um að tryggja sterkt og sjálfbært velferðarkerfi. Árangurinn er augljós. Kaupmáttur hefur aukist 11 ár í röð. Hugsum um staðreyndir á leiðinni í kjörklefann, leyfum ekki frambjóðendum annarra flokka að endurskrifa söguna með bullyrðingum. Sjálfstæðisflokkurinn þarf sterkt umboð til að gera minni málamiðlanir og halda áfram að sameina stofnanir, einfalda regluverk og lækka skatta á næsta kjörtímabili. Kjósum ábyrgð í ríkisfjármálum og frelsi fólks til að fóta sig. Kjósum Sjálfstæðisflokkinn. Höfundur skipar 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun