Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Samúel Karl Ólason skrifar 27. nóvember 2024 11:17 Claudia Sheinbaum, forseti Mexíkó, og Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna. AP Claudia Sheinbaum, forseti Mexíkó, sagði í gær að til greina kæmi að beita eigin tollum á vörur frá Bandaríkjunum. Er það eftir að Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, hótaði því að setja 25 prósenta toll á vörur frá Mexíkó, stöðvi yfirvöld þar ekki flæði fíkniefna og farand- og flóttafólks yfir landamæri ríkjanna. Bandaríkin eru stærsti innflytjandi heims og þau þrjú ríki sem flytja mest af vörum til landsins eru Mexíkó, Kanada og Kína. Trump hefur sagt að hann vilji beita umfangsmiklum tollum gegn öllum þremur ríkjum. Sjá einnig: Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Báðar kröfur Trumps til yfirvalda Mexíkó gætu reynst Mexíkóum erfiðar og þá sérstaklega það að koma einhverskonar böndum á öflug fíkniefnasamtök landsins. Sheinbaum sagðist í gær vera tilbúin til viðræðna við Bandaríkjamenn um vandamálin sem ríkin standa frammi fyrir en sagði að flæði fíkniefna frá Mexíkó til Bandaríkjanna væri að mestu vandamál Bandaríkjamanna, sem hefði komið verulega niður á Mexíkó í gegnum árin. Glæpasamtök í Mexíkó hafa í raun tekið yfir stjórn á hlutum landsins. Sjá einnig: Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Bróðurpartur þeirra fíkniefna sem framleidd eru í Mexíkó, hvort sem það er kókaín eða Fentanyl, sem framleitt er í miklu magni í Mexíkó úr efnum sem flutt eru frá Kína, er fluttur til Bandaríkjanna þar sem eftirspurn er mikil. Í hina áttina flæða svo peningar og gífurlegt magn skotvopna og skotfæra sem framleidd eru í Bandaríkjunum. Farand- og flóttafólk frá Kúbu og Venesúela í röð við landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna, þar sem þau biðu eftir því að sækja um hæli í Bandaríkjunum.AP/Gregory Bull Yfirvöld í Mexíkó hafa reynt að höfða mál gegn bandarískum skotvopnaframleiðendum til að reyna að sporna gegn þessu flæði vopna suður yfir landamærin en án árangurs. Árið 2021 töldu ráðamenn í Mexíkó að á undangengnum áratug hefðu um 2,5 milljónir skotvopna verið flutt til Mexíkó með ólöglegum hætti. Glæpamenn í Mexíkó eru því margir hverjir mjög vel vopnum búnir og hefur það gert yfirvöldum í Mexíkó erfitt að berjast gegn glæpasamtökum. Sheinbaum sagði þetta vandamál til komið vegna samfélagslegra vandamála í Bandaríkjunum, samkvæmt AP fréttaveitunni. „Við framleiðum ekki vopnin, við neytum ekki fíkniefnanna en því miður eru það við sem deyjum vegna glæpa sem eiga rætur í eftirspurn í þínu ríki.“ Þetta sagði Sheinbaum í gær, samkvæmt frétt Wall Street Journal, og var hún á að lesa upp úr bréfi sem verður afhent Trump í dag. Hún gagnrýndi einnig Bandaríkin vegna fjárútláta til varnarmála og sagði að ef Bandaríkin verðu parti af þeirri upphæð til þróunaraðstoðar gæti það dregið úr undirliggjandi ástæðum fólksflutninga til Bandaríkjanna. WSJ ræddi við Jorge Castañeda, fyrrverandi utanríkisráðherra Mexíkó, sem dregur í efa að viðbrögð Sheinbaum muni vekja lukku í Hvíta húsi Trumps og heilt yfir í Bandaríkjunum. „Þau eru klárlega ekki tilbúin fyrir þetta og eru bara að messa yfir Bandaríkjamönnum, sem flestir Bandaríkjamenn fyrirlíta,“ sagði Castañeda. Hefur hótað hernaðaraðgerðum í Mexíkó Í kosningabaráttunni hét Trump því að brjóta stór fíkniefnasamtök Mexíkó á bak aftur og hefur hann líkt þeim við Íslamska ríkið. Trump hefur einnig lagt til að beita hernum gegn samtökunum. Það gerði hann einnig þegar hann var forseti á árum áður og er hann sagður hafa lagt til eldflaugaárásir á verksmiðjur fíkniefnaframleiðanda í Mexíkó. Mark Esper, fyrrverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, lýsti því í bók sem hann skrifaði að Trump spurði hvort hægt væri að halda slíkum árásum leyndum. Sjá einnig: Stakk upp á að skjóta eldflaugum á Mexíkó Andrés Manuel López Obrador, fyrrverandi forseti Mexíkó, þvertók fyrir að gefa Trump grænt ljós til að senda hermenn til Mexíkó. Þá komust forsetarnir að samkomulagi um að Mexíkóar drægu úr flæði farand- og flóttafólks til Bandaríkjanna, sem Obrador gerði með því að senda þúsundir þjóðarðsliða að landamærunum, og í staðinn lét Trump af hótunum sínum og hætti við að beita tollum. Drengur að leik við landamæravegg milli Mexíkó og Bandaríkjanna.AP/Gregory Bull Eins og áður segir gæti reynst Mexíkóum erfitt að koma böndum á glæpasamtök landsins en nokkrir þingmenn Repúblikanaflokksins telja mögulegt að eiga í betra samstarfi við Sheinbaum en Obrador. Hún hafi þegar sýnt vilja til að ganga hart fram gegn glæpamönnum. Hún skipaði til að mynda nýjan öryggisráðherra sem starfaði með henni í Mexíkóborg þegar hún var borgarstjóri þar. Þá tókst Omar García Harfuch, áðurnefndum ráðherra, að draga verulega úr ofbeldisglæpum í borginni og vilja Sheinbaum og hann beita svipuðum aðferðum á landsvísu. Liður í því er að gera breytingar á lögum og stjórnarskrá Mexíkó til að auðvelda baráttuna gegn glæpasamtökum en liður í þeim breytingum er að opna á frekara samstarf með bandarískum löggæslustofnunum. Grípi Mexíkóar ekki til aðgerða, eða misheppnist aðgerðir þeirra, telja embættismenn beggja vegna landamærana að Bandaríkjamenn gætu gripið til einhliða aðgerða og þá mögulega hernaðaraðgerða í Mexíkó, samkvæmt frétt WSJ. Miðillinn hefur eftir fyrrverandi herforingja í Mexíkó og fyrrverandi aðstoðar varnarmálaráðherra, að Mexíkóar ættu að fara sjálfir í hart við glæpasamtök, því annars muni Trump gera það sjálfur. Bandaríkin Mexíkó Donald Trump Erlend sakamál Tengdar fréttir Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Einn af helstu ráðgjöfum Donalds Trump, nýkjörins forseta Bandaríkjanna, er grunaður um að hafa beðið fólk sem var til skoðunar fyrir nýja ríkisstjórn Trumps um peninga. Í staðinn myndi hann leggja inn gott orð um fólkið í eyru Trumps. 26. nóvember 2024 13:30 Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Ólöglegir og löglegir innflytjendur í Bandaríkjunum flykkjast nú á námskeið til að fá ráðleggingar um hvað þeir geta gert til að freista þess að verða ekki fluttir úr landinu. 25. nóvember 2024 12:02 Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Donald Trump, verðandi og fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur valið Elise Stefanik til að verða sendiherra hans gagnvart Sameinuðu þjóðunum. Stefanik situr í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og hefur lengi verið einn ötulasti stuðningsmaður Trumps þar og kom hún til greina sem varaforsetaefni hans. 11. nóvember 2024 15:24 Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Bílvelta á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira
Bandaríkin eru stærsti innflytjandi heims og þau þrjú ríki sem flytja mest af vörum til landsins eru Mexíkó, Kanada og Kína. Trump hefur sagt að hann vilji beita umfangsmiklum tollum gegn öllum þremur ríkjum. Sjá einnig: Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Báðar kröfur Trumps til yfirvalda Mexíkó gætu reynst Mexíkóum erfiðar og þá sérstaklega það að koma einhverskonar böndum á öflug fíkniefnasamtök landsins. Sheinbaum sagðist í gær vera tilbúin til viðræðna við Bandaríkjamenn um vandamálin sem ríkin standa frammi fyrir en sagði að flæði fíkniefna frá Mexíkó til Bandaríkjanna væri að mestu vandamál Bandaríkjamanna, sem hefði komið verulega niður á Mexíkó í gegnum árin. Glæpasamtök í Mexíkó hafa í raun tekið yfir stjórn á hlutum landsins. Sjá einnig: Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Bróðurpartur þeirra fíkniefna sem framleidd eru í Mexíkó, hvort sem það er kókaín eða Fentanyl, sem framleitt er í miklu magni í Mexíkó úr efnum sem flutt eru frá Kína, er fluttur til Bandaríkjanna þar sem eftirspurn er mikil. Í hina áttina flæða svo peningar og gífurlegt magn skotvopna og skotfæra sem framleidd eru í Bandaríkjunum. Farand- og flóttafólk frá Kúbu og Venesúela í röð við landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna, þar sem þau biðu eftir því að sækja um hæli í Bandaríkjunum.AP/Gregory Bull Yfirvöld í Mexíkó hafa reynt að höfða mál gegn bandarískum skotvopnaframleiðendum til að reyna að sporna gegn þessu flæði vopna suður yfir landamærin en án árangurs. Árið 2021 töldu ráðamenn í Mexíkó að á undangengnum áratug hefðu um 2,5 milljónir skotvopna verið flutt til Mexíkó með ólöglegum hætti. Glæpamenn í Mexíkó eru því margir hverjir mjög vel vopnum búnir og hefur það gert yfirvöldum í Mexíkó erfitt að berjast gegn glæpasamtökum. Sheinbaum sagði þetta vandamál til komið vegna samfélagslegra vandamála í Bandaríkjunum, samkvæmt AP fréttaveitunni. „Við framleiðum ekki vopnin, við neytum ekki fíkniefnanna en því miður eru það við sem deyjum vegna glæpa sem eiga rætur í eftirspurn í þínu ríki.“ Þetta sagði Sheinbaum í gær, samkvæmt frétt Wall Street Journal, og var hún á að lesa upp úr bréfi sem verður afhent Trump í dag. Hún gagnrýndi einnig Bandaríkin vegna fjárútláta til varnarmála og sagði að ef Bandaríkin verðu parti af þeirri upphæð til þróunaraðstoðar gæti það dregið úr undirliggjandi ástæðum fólksflutninga til Bandaríkjanna. WSJ ræddi við Jorge Castañeda, fyrrverandi utanríkisráðherra Mexíkó, sem dregur í efa að viðbrögð Sheinbaum muni vekja lukku í Hvíta húsi Trumps og heilt yfir í Bandaríkjunum. „Þau eru klárlega ekki tilbúin fyrir þetta og eru bara að messa yfir Bandaríkjamönnum, sem flestir Bandaríkjamenn fyrirlíta,“ sagði Castañeda. Hefur hótað hernaðaraðgerðum í Mexíkó Í kosningabaráttunni hét Trump því að brjóta stór fíkniefnasamtök Mexíkó á bak aftur og hefur hann líkt þeim við Íslamska ríkið. Trump hefur einnig lagt til að beita hernum gegn samtökunum. Það gerði hann einnig þegar hann var forseti á árum áður og er hann sagður hafa lagt til eldflaugaárásir á verksmiðjur fíkniefnaframleiðanda í Mexíkó. Mark Esper, fyrrverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, lýsti því í bók sem hann skrifaði að Trump spurði hvort hægt væri að halda slíkum árásum leyndum. Sjá einnig: Stakk upp á að skjóta eldflaugum á Mexíkó Andrés Manuel López Obrador, fyrrverandi forseti Mexíkó, þvertók fyrir að gefa Trump grænt ljós til að senda hermenn til Mexíkó. Þá komust forsetarnir að samkomulagi um að Mexíkóar drægu úr flæði farand- og flóttafólks til Bandaríkjanna, sem Obrador gerði með því að senda þúsundir þjóðarðsliða að landamærunum, og í staðinn lét Trump af hótunum sínum og hætti við að beita tollum. Drengur að leik við landamæravegg milli Mexíkó og Bandaríkjanna.AP/Gregory Bull Eins og áður segir gæti reynst Mexíkóum erfitt að koma böndum á glæpasamtök landsins en nokkrir þingmenn Repúblikanaflokksins telja mögulegt að eiga í betra samstarfi við Sheinbaum en Obrador. Hún hafi þegar sýnt vilja til að ganga hart fram gegn glæpamönnum. Hún skipaði til að mynda nýjan öryggisráðherra sem starfaði með henni í Mexíkóborg þegar hún var borgarstjóri þar. Þá tókst Omar García Harfuch, áðurnefndum ráðherra, að draga verulega úr ofbeldisglæpum í borginni og vilja Sheinbaum og hann beita svipuðum aðferðum á landsvísu. Liður í því er að gera breytingar á lögum og stjórnarskrá Mexíkó til að auðvelda baráttuna gegn glæpasamtökum en liður í þeim breytingum er að opna á frekara samstarf með bandarískum löggæslustofnunum. Grípi Mexíkóar ekki til aðgerða, eða misheppnist aðgerðir þeirra, telja embættismenn beggja vegna landamærana að Bandaríkjamenn gætu gripið til einhliða aðgerða og þá mögulega hernaðaraðgerða í Mexíkó, samkvæmt frétt WSJ. Miðillinn hefur eftir fyrrverandi herforingja í Mexíkó og fyrrverandi aðstoðar varnarmálaráðherra, að Mexíkóar ættu að fara sjálfir í hart við glæpasamtök, því annars muni Trump gera það sjálfur.
Bandaríkin Mexíkó Donald Trump Erlend sakamál Tengdar fréttir Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Einn af helstu ráðgjöfum Donalds Trump, nýkjörins forseta Bandaríkjanna, er grunaður um að hafa beðið fólk sem var til skoðunar fyrir nýja ríkisstjórn Trumps um peninga. Í staðinn myndi hann leggja inn gott orð um fólkið í eyru Trumps. 26. nóvember 2024 13:30 Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Ólöglegir og löglegir innflytjendur í Bandaríkjunum flykkjast nú á námskeið til að fá ráðleggingar um hvað þeir geta gert til að freista þess að verða ekki fluttir úr landinu. 25. nóvember 2024 12:02 Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Donald Trump, verðandi og fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur valið Elise Stefanik til að verða sendiherra hans gagnvart Sameinuðu þjóðunum. Stefanik situr í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og hefur lengi verið einn ötulasti stuðningsmaður Trumps þar og kom hún til greina sem varaforsetaefni hans. 11. nóvember 2024 15:24 Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Bílvelta á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira
Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Einn af helstu ráðgjöfum Donalds Trump, nýkjörins forseta Bandaríkjanna, er grunaður um að hafa beðið fólk sem var til skoðunar fyrir nýja ríkisstjórn Trumps um peninga. Í staðinn myndi hann leggja inn gott orð um fólkið í eyru Trumps. 26. nóvember 2024 13:30
Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Ólöglegir og löglegir innflytjendur í Bandaríkjunum flykkjast nú á námskeið til að fá ráðleggingar um hvað þeir geta gert til að freista þess að verða ekki fluttir úr landinu. 25. nóvember 2024 12:02
Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Donald Trump, verðandi og fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur valið Elise Stefanik til að verða sendiherra hans gagnvart Sameinuðu þjóðunum. Stefanik situr í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og hefur lengi verið einn ötulasti stuðningsmaður Trumps þar og kom hún til greina sem varaforsetaefni hans. 11. nóvember 2024 15:24
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent