Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Samúel Karl Ólason skrifar 27. nóvember 2024 15:44 Harrison Li með mynd af föður sínum, Kai Li, hefur verið sleppt úr fangelsi í Kína. AP/Jeff Chiu Þremur Bandaríkjamönnum sem hafa setið um árabil í kínverskum fangelsum hefur verið sleppt. Það var gert í skiptum fyrir ótilgreinda kínverska ríkisborgara í haldi Bandaríkjamanna. Um er að ræða þá Mark Swidan, Kai Li og John Leung. Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa sagt þá alla hafa verið ranglega fangelsaða. Li, sem er sjötugur, var handtekinn árið 2016 og dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir njósnir. Swidan var handtekinn árið 2012 og dæmdur til dauða fyrir fíkniefnalagabrot sem rannsakendur Sameinuðu þjóðanna hafa sagt að eigi ekki við rök að styðjast. Fjölskylda hans hefur einnig sagt að hann hafi ítrekaði verið pyntaður í fangelsi. Leung var handtekinn árið 2021 og dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir njósnir. Samkvæmt CNN hefur hann lengi leitt nokkur samtök í Bandaríkjunum sem þykja hliðholl yfirvöldum í Peking og hefur ítrekað fundað með og hitt háttsetta embættismenn í Kína. Kínverjar slepptu fjórða manninum, David Lin, presti, úr haldi fyrir tveimur mánuðum en hann hafði setið í fangelsi í Kína í tuttugu ár eftir að hann var dæmdur fyrir svik. AP fréttaveitan segir að ríkisstjórn Joes Biden hafi átt í löngum viðræðum við ráðamenn í Kína á undanförnum árum um að fá mennina heim. Það að viðræðurnar hafi gengið eftir þykir til marks um að ráðamenn í Kína hafi ekki viljað bíða eftir að Donald Trump taki við embætti í janúar en hann hefur boðað harða stefnu í garð Kína. Samband Kína og Bandaríkjanna hefur beðið mikla hnekki á undanförnum árum. Fyrir því eru fjölmargar ástæður eins og málefni Taívan og Suður-Kínahafs, stuðnings Kínverja við Rússa, mannréttindamála og hafa Bandaríkjamenn lengi verið reiðir í garð Kínverja vegna sölu þeirra á efnum sem notuð eru til að framleiða Fentanyl til glæpasamtaka. Bandaríkin Joe Biden Kína Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Fleiri fréttir Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Sjá meira
Um er að ræða þá Mark Swidan, Kai Li og John Leung. Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa sagt þá alla hafa verið ranglega fangelsaða. Li, sem er sjötugur, var handtekinn árið 2016 og dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir njósnir. Swidan var handtekinn árið 2012 og dæmdur til dauða fyrir fíkniefnalagabrot sem rannsakendur Sameinuðu þjóðanna hafa sagt að eigi ekki við rök að styðjast. Fjölskylda hans hefur einnig sagt að hann hafi ítrekaði verið pyntaður í fangelsi. Leung var handtekinn árið 2021 og dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir njósnir. Samkvæmt CNN hefur hann lengi leitt nokkur samtök í Bandaríkjunum sem þykja hliðholl yfirvöldum í Peking og hefur ítrekað fundað með og hitt háttsetta embættismenn í Kína. Kínverjar slepptu fjórða manninum, David Lin, presti, úr haldi fyrir tveimur mánuðum en hann hafði setið í fangelsi í Kína í tuttugu ár eftir að hann var dæmdur fyrir svik. AP fréttaveitan segir að ríkisstjórn Joes Biden hafi átt í löngum viðræðum við ráðamenn í Kína á undanförnum árum um að fá mennina heim. Það að viðræðurnar hafi gengið eftir þykir til marks um að ráðamenn í Kína hafi ekki viljað bíða eftir að Donald Trump taki við embætti í janúar en hann hefur boðað harða stefnu í garð Kína. Samband Kína og Bandaríkjanna hefur beðið mikla hnekki á undanförnum árum. Fyrir því eru fjölmargar ástæður eins og málefni Taívan og Suður-Kínahafs, stuðnings Kínverja við Rússa, mannréttindamála og hafa Bandaríkjamenn lengi verið reiðir í garð Kínverja vegna sölu þeirra á efnum sem notuð eru til að framleiða Fentanyl til glæpasamtaka.
Bandaríkin Joe Biden Kína Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Fleiri fréttir Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Sjá meira