Júlían var um árabil einn sterkasti kraftlyftingamaður heims og setti meðal annars heimsmet í réttstöðulyftu.
„Það er ótrúlega gott að eiga heima í þessu húsi - við fluttum inn tvö en flytjum út fjögur. Íbúðin er góð, garðurinn er snilld, grannarnir dásamlegir og það er stutt í allar áttir. Mig grunaði ekki hversu mikil lífsgæði fylgdu því að búa svona rétt við Skeifuna fyrr en ég flutti á Sogaveg - Ævintýri líkast,“ skrifaði Ellen og deildi fasteigninni á Facebook.
Umrædd íbúð er 100 fermetrar að stærð í húsi sem var byggt árið 1952. Eignin hefur verið mikið endurnýjuð síðastliðin ár á smekklegan máta. Stofa, borðstofa og eldhús flæða saman í eitt rúmgóðu og björtu rými með glugga á þrjá vegu. Þaðan er útgengt í skjólsælan og afgirtan suðvesturgarð. Í eldhúsi er stílhrein og nýleg innrétting með viðarplötu á borðum.
Samtals eru þrjú svefnherbergi og eitt baðherbergi.
Nánari uppplýsingar á fasteignavef Vísis.



