Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar 28. nóvember 2024 10:43 Ríkisstjórnin hefur gert lítið sem ekkert til að auka framboð á húsnæði til að mæta hinni gríðarlegu eftirspurn á tímum fordæmalausrar íbúafjölgunar. Okkur hefur fjölgað um 15% frá 2017. Um 1.200 íbúðir i Grindavík hurfu vegna eldsumbrotanna á Reykjanesi. Til að ná niður verðbólgu og vöxtum er gríðarlega mikilvægt að tryggja nægt framboð á húsnæði um allt land fyrir lág- og millitekjufólk og fyrstu kaupendur. Heimili og fyrirtæki geta ekki búið við vaxtabyrði sem byggir á 8,5 % stýrivöxtum. Skuldsett heimili bera byrðar verðbólgunnar með stórkostlegum hækkunum afborgana húsnæðislána. Þá hafa bankar tekið upp á því að hækka vexti verðtryggðra lána, eftir því sem stýrivextir lækka, og halda þannig uppi okrinu gagnvart fólki sem flúði óverðtryggðu lánin þegar vextir losnuðu og tóku sér verðtryggð lán. Byrðum af baráttunni við verðbólguna er misskipt og stórkostleg eignatilfærsla á sér stað með gríðarlega háa vaxtastigi. Lág- og millitekjufólk, ungt fólk og skuldsett heimili, bera þar byrðar verðbólgunnar en ekki skuldlaust eignafólk og fjármagnseigendur. Byggjum meira húsnæði Fara þarf í stórátak í byggingu húsnæðis í landinu til að mæta hinni gríðarlegur eftirspurn vegna hinnar miklu fólksfjölgunar og húsnæðismissis í Grindavík. Einungis með stórauknu framboði á húsnæði næst jafnvægi á húsnæðismarkaðnum. Svipað átak þarf og þegar stjórnvöld, verkalýðshreyfing og atvinnurekendur tóku höndum saman með Júnísamkomulagsinu 1964 og uppbygging Breiðholts hófst. Þá fyrst náðist að útrýma braggahverfum í Reykjavík og tryggja tekjulágu fólki öruggt húsnæði, tuttugu árum eftir stríðslok. Fráfarandi ríkisstjórn mistókst að glíma við rót verðbólgunnar sem er framboðsskortur á húsnæði fyrir venjulegt fólk. Húsnæðismál eru eitt helsta forgangsmál Flokks fólksins. Undir yfirskriftinni Húsnæði fyrir alla viljum við að byggt verði uppnýtt húsnæðislánakerfi þar sem lögð er áhersla á fasta óverðtryggða vexti á langtímalánum og tryggjum þannig fyrirsjáanleika. Brjótum nýtt land til uppbyggingar húsnæðis í Úlfarsárdal, Keldnaholti og Blikastaðalandi til að binda enda á húsnæðisskort. Sama verði gert á landsbyggðinni eftir þörfum. Flokkur fólksins mun gera húsnæðismál að forgangsmáli eftir kosningar. Kjósum húsnæði fyrir alla. Fólkið fyrst – og svo allt hitt! Höfundur er oddviti Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyjólfur Ármannsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Mest lesið Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur gert lítið sem ekkert til að auka framboð á húsnæði til að mæta hinni gríðarlegu eftirspurn á tímum fordæmalausrar íbúafjölgunar. Okkur hefur fjölgað um 15% frá 2017. Um 1.200 íbúðir i Grindavík hurfu vegna eldsumbrotanna á Reykjanesi. Til að ná niður verðbólgu og vöxtum er gríðarlega mikilvægt að tryggja nægt framboð á húsnæði um allt land fyrir lág- og millitekjufólk og fyrstu kaupendur. Heimili og fyrirtæki geta ekki búið við vaxtabyrði sem byggir á 8,5 % stýrivöxtum. Skuldsett heimili bera byrðar verðbólgunnar með stórkostlegum hækkunum afborgana húsnæðislána. Þá hafa bankar tekið upp á því að hækka vexti verðtryggðra lána, eftir því sem stýrivextir lækka, og halda þannig uppi okrinu gagnvart fólki sem flúði óverðtryggðu lánin þegar vextir losnuðu og tóku sér verðtryggð lán. Byrðum af baráttunni við verðbólguna er misskipt og stórkostleg eignatilfærsla á sér stað með gríðarlega háa vaxtastigi. Lág- og millitekjufólk, ungt fólk og skuldsett heimili, bera þar byrðar verðbólgunnar en ekki skuldlaust eignafólk og fjármagnseigendur. Byggjum meira húsnæði Fara þarf í stórátak í byggingu húsnæðis í landinu til að mæta hinni gríðarlegur eftirspurn vegna hinnar miklu fólksfjölgunar og húsnæðismissis í Grindavík. Einungis með stórauknu framboði á húsnæði næst jafnvægi á húsnæðismarkaðnum. Svipað átak þarf og þegar stjórnvöld, verkalýðshreyfing og atvinnurekendur tóku höndum saman með Júnísamkomulagsinu 1964 og uppbygging Breiðholts hófst. Þá fyrst náðist að útrýma braggahverfum í Reykjavík og tryggja tekjulágu fólki öruggt húsnæði, tuttugu árum eftir stríðslok. Fráfarandi ríkisstjórn mistókst að glíma við rót verðbólgunnar sem er framboðsskortur á húsnæði fyrir venjulegt fólk. Húsnæðismál eru eitt helsta forgangsmál Flokks fólksins. Undir yfirskriftinni Húsnæði fyrir alla viljum við að byggt verði uppnýtt húsnæðislánakerfi þar sem lögð er áhersla á fasta óverðtryggða vexti á langtímalánum og tryggjum þannig fyrirsjáanleika. Brjótum nýtt land til uppbyggingar húsnæðis í Úlfarsárdal, Keldnaholti og Blikastaðalandi til að binda enda á húsnæðisskort. Sama verði gert á landsbyggðinni eftir þörfum. Flokkur fólksins mun gera húsnæðismál að forgangsmáli eftir kosningar. Kjósum húsnæði fyrir alla. Fólkið fyrst – og svo allt hitt! Höfundur er oddviti Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun