Innlent

Glæ­ný könnun Maskínu: Fylgi Fram­sóknar og Flokks fólksins á upp­leið

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Eintóm sæla hjá Ingu Sæland og Sigurður Ingi helst mögulega bara inni á þingi.
Eintóm sæla hjá Ingu Sæland og Sigurður Ingi helst mögulega bara inni á þingi. vísir/vilhelm

Flokkur fólksins og Framsóknarflokkur bæta við fylgi sitt um tvö prósent. Þetta sýnir glæný könnun Maskínu á fylgi stjórnmálaflokkanna. Samfylking og Viðreisn dala um sirka tvö prósentustig á milli Maskínukannanna og Píratar mælast inni á þingi.

Nú þegar aðeins tveir dagar eru til kosninga eru línur farnar að skýrast. Glæný könnun sem fór fram dagana 22. nóvember til dagsins í dag sýnir að Samfylkingin mælist áfram stærst en fylgið dregst saman um rúm tvö prósentustig milli kannana og mælist nú 20,4%. Viðreisn mælist með 19,2% og dalar um 1,7% frá síðustu könnun. Fylgi við Sjálfstæðisflokkinn stendur því sem næst í stað og mælist 14,5%. 

Miðflokkur missir prósentustig á milli kannana og mælist nú með 11,6 prósent, Flokkur fólksins mælist 10,8% og bætir við sig tveimur prósentustigum frá síðustu könnun og það sama gildir um Framsóknarflokkinn sem nú mælist með 7,8%. Þá hífist fylgi við Pírata upp á við um rúmlega eitt prósent og rýfur þar með fimm prósenta múrinn en fylgið mælist nú 5,4%. Fylgi við Sósíalistaflokkinn stendur í stað en það mælist fimm prósent. Vinstri græn auka lítillega við sig og mælast nú 3,7%. Fylgi við Lýðræðisflokkinn dalar lítillega og mælist nú 1,1% og Ábyrg framtíð 0,5%. Fjöldi svarenda í könnun Maskínu var 2.617.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×