Sækja óvænt og hratt að Aleppo Samúel Karl Ólason skrifar 28. nóvember 2024 14:00 Fylgst með átökum í Idlib-héraði í Sýrlandi í dag. AP/Ghaith Alsayed Uppreisnarmenn og vígahópar gerðu í gær umfangsmiklar árásir á hersveitir Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, og aðrar sveitir sem styðja hann vestur af borginni Aleppo í Idlib-héraði í gær. Útlit er fyrir að hóparnir hafi lagt undir sig stórt svæði við borgina og að sóknin hafi náð að jaðri borgarinnar. Þetta er í fyrsta sinn í nokkur ár sem hóparnir gera árás af þessari stærðargráðu og lítur yfir fyrir að hún hafi komið Assad-liðum í opna skjöldu. Árásin hélt svo áfram í morgun og er útlit fyrir að þeir hafi náð enn meiri árangri. Uppreisnarmennirnir eru sagðir hafa lagt hald á þó nokkra skrið- og bryndreka. #Syria: footage of rebel forces literally breaking through regime defenses to the southwest of the town of Saraqib in #Idlib. pic.twitter.com/xLxWuLetv5— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) November 28, 2024 Hóparnir sem koma að sókninni segjast hafa hernumið að minnsta kosti fimmtán þorp í jaðri Aleppo, eina herstöð og handsamað fjölda hermanna. Þá hafa fregnir borist af því að nokkrir háttsettir yfirmenn í sýrlenska hernum hafi verið felldir í árásinni og íranskur herforingi sömuleiðis en Byltingarvörður Írans hefur stutt dyggilega við bakið á Assad í gegnum árin, auk vígamanna Hezbollah og Rússa. Uppreisnar- og vígamenn notuðu fjölda sjálfsprengidróna við árásina í gær. لقطات جميلة من سلاح الرعب #كتائب_شاهين وهي تغير على آلة القتل والإجرام https://t.co/TDt0XdJo1E pic.twitter.com/eXeI9GiW7Z— Mohamad Waheed KHELLO (@Moha19993mmed) November 28, 2024 Sóknin er leidd af sveitum Hayat Tahrir al-Sham, eða HTS, sem er í einföldu máli sagt vígahópur sem tengdist á árum áður al-Qaeda og hét þá Nusra Front. Hópurinn er nú talinn sá stærsti af uppreisnarhópum í Sýrlandi. Áhugasamir geta lesið frekar um HTS á vef Center For Strategic & International Studies. Áhugasamir geta séð grófa mynd af stöðunni við Aleppo á korti, hér á vef Liveuamap. Árásum Assad-liða gegn uppreisnarhópum í norðvesturhluta Sýrlands hefur fjölgað nokkuð á undanförnum vikum. Á sama tíma hafa bandamenn Assad í Hezbollah haft öðrum hlutum að hneppa í Líbanon en vopnahlé var staðfest milli Ísarel og Líbanon í gær, sama dag og árásirnar í grennd Aleppo hófust. Sjá einnig: Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Talið er að margir vígamenn Hezbollah haldi til í tveimur bæjum nærri Aleppo, sem uppreisnarhóparnir eru nú mjög nærri, samkvæmt heimildarmönnum Reuters. Í gær birtu uppreisnarmenn myndir af líki manns sem á að vera rússneskur sérsveitarmaður og birtu þeir einnig myndir af vopnum sem þeir sögðust hafa tekið af rússneskum hermönnum. Rebels might not know it, but they've got 🇷🇺 SSO kit here, so either dead or got out in a hurry #Aleppo #Syria- Zenitco'd AK-74(M) w/ suppressor & ELCAN SpecterDR, etc- EURO-ish AR-15 w/ Perst-3, Optic, Mini Suppressor, etc.- Late Mod. MP-446 - Made "RG" Anti Drone Gun pic.twitter.com/D9Ra0W6oKx— Cᴀʟɪʙʀᴇ Oʙsᴄᴜʀᴀ (@CalibreObscura) November 27, 2024 More evidence of Russian losses from Syria today, an FPV drone squad was overrun and killed. pic.twitter.com/iy5slWvaO4— Kyle Glen (@KyleJGlen) November 28, 2024 Day 2 of the rebel offensive in #Syria.Today rebels opened a second front in #Idlib, trying to advance to their former stronghold of Saraqib. Drone footage shows regime soldiers abandoning their positions in the town of Dadikh under heavy fire. pic.twitter.com/xosQubkJkq— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) November 28, 2024 Sýrland Íran Hernaður Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Þetta er í fyrsta sinn í nokkur ár sem hóparnir gera árás af þessari stærðargráðu og lítur yfir fyrir að hún hafi komið Assad-liðum í opna skjöldu. Árásin hélt svo áfram í morgun og er útlit fyrir að þeir hafi náð enn meiri árangri. Uppreisnarmennirnir eru sagðir hafa lagt hald á þó nokkra skrið- og bryndreka. #Syria: footage of rebel forces literally breaking through regime defenses to the southwest of the town of Saraqib in #Idlib. pic.twitter.com/xLxWuLetv5— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) November 28, 2024 Hóparnir sem koma að sókninni segjast hafa hernumið að minnsta kosti fimmtán þorp í jaðri Aleppo, eina herstöð og handsamað fjölda hermanna. Þá hafa fregnir borist af því að nokkrir háttsettir yfirmenn í sýrlenska hernum hafi verið felldir í árásinni og íranskur herforingi sömuleiðis en Byltingarvörður Írans hefur stutt dyggilega við bakið á Assad í gegnum árin, auk vígamanna Hezbollah og Rússa. Uppreisnar- og vígamenn notuðu fjölda sjálfsprengidróna við árásina í gær. لقطات جميلة من سلاح الرعب #كتائب_شاهين وهي تغير على آلة القتل والإجرام https://t.co/TDt0XdJo1E pic.twitter.com/eXeI9GiW7Z— Mohamad Waheed KHELLO (@Moha19993mmed) November 28, 2024 Sóknin er leidd af sveitum Hayat Tahrir al-Sham, eða HTS, sem er í einföldu máli sagt vígahópur sem tengdist á árum áður al-Qaeda og hét þá Nusra Front. Hópurinn er nú talinn sá stærsti af uppreisnarhópum í Sýrlandi. Áhugasamir geta lesið frekar um HTS á vef Center For Strategic & International Studies. Áhugasamir geta séð grófa mynd af stöðunni við Aleppo á korti, hér á vef Liveuamap. Árásum Assad-liða gegn uppreisnarhópum í norðvesturhluta Sýrlands hefur fjölgað nokkuð á undanförnum vikum. Á sama tíma hafa bandamenn Assad í Hezbollah haft öðrum hlutum að hneppa í Líbanon en vopnahlé var staðfest milli Ísarel og Líbanon í gær, sama dag og árásirnar í grennd Aleppo hófust. Sjá einnig: Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Talið er að margir vígamenn Hezbollah haldi til í tveimur bæjum nærri Aleppo, sem uppreisnarhóparnir eru nú mjög nærri, samkvæmt heimildarmönnum Reuters. Í gær birtu uppreisnarmenn myndir af líki manns sem á að vera rússneskur sérsveitarmaður og birtu þeir einnig myndir af vopnum sem þeir sögðust hafa tekið af rússneskum hermönnum. Rebels might not know it, but they've got 🇷🇺 SSO kit here, so either dead or got out in a hurry #Aleppo #Syria- Zenitco'd AK-74(M) w/ suppressor & ELCAN SpecterDR, etc- EURO-ish AR-15 w/ Perst-3, Optic, Mini Suppressor, etc.- Late Mod. MP-446 - Made "RG" Anti Drone Gun pic.twitter.com/D9Ra0W6oKx— Cᴀʟɪʙʀᴇ Oʙsᴄᴜʀᴀ (@CalibreObscura) November 27, 2024 More evidence of Russian losses from Syria today, an FPV drone squad was overrun and killed. pic.twitter.com/iy5slWvaO4— Kyle Glen (@KyleJGlen) November 28, 2024 Day 2 of the rebel offensive in #Syria.Today rebels opened a second front in #Idlib, trying to advance to their former stronghold of Saraqib. Drone footage shows regime soldiers abandoning their positions in the town of Dadikh under heavy fire. pic.twitter.com/xosQubkJkq— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) November 28, 2024
Sýrland Íran Hernaður Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira