Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar 28. nóvember 2024 17:00 Stjórnmálin standa á krossgötum á Íslandi og það eru viðbrögðin við stöðunni sem ráða framtíðinni. Komandi kosningar snúast um það hvert Ísland vilji stefna. Á öllum helstu mælikvörðum standa lífskjör hér á landi mjög framalega. Hér hefur verið viðvarandi hagvaxtaskeið undanfarin ár og útflutningsgreinar okkar styrkst, sérstaklega hugverkagreinar og ferðaþjónusta. Þessi lífskjör ber okkur að verja en þau eru alls ekki sjálfgefin. Förum með forræðið á auðlindum Við þurfum að standa vörð um fullveldi landsins, íslenska tungu og menningu. Skilja samhengið milli velferðar og öflugs atvinnulífs. Í auðlindahagkerfi eru það auðlindirnar sem ráða til um lífskjör framtíðar. Skynsamleg stjórnun þeirra ræður árangrinum. Forsenda þess er að við Íslendingar förum sjálf með forræði okkar auðlinda. Það þarf að tryggja að arðsemi auðlinda renni ekki úr landi heldur skapi hagsæld á Íslandi. Þau eru vel þekkt dæmin um lönd sem misst hafa þetta forræði með tilheyrandi hruni á lífskjörum. Ásókn ýmissa aðila að auðlindum landsins er staðreynd, hvort sem það er í formi uppkaupa á landi, verkefni til útflutnings á vatni eða í formi vindorkugarða en tæplega 40 slík verkefni, öll af stærri gerðinni eru til skoðunar hjá yfirvöldum. Nær öll þessi verkefni eru á forræði erlendra aðila. Ég hef ekkert á móti erlendum aðilum en ólíkt öðrum auðlindahagkerfum hefur sofanda hátturinn hér verið algjör og heimavinnan engin. Löggjöf okkar gagnvart þessari þróun er hriplek og stefnan nær engin. Innleitt regluverk Evrópusambandsins tryggir nú þegar lagalegan grundvöll til rafstrengs milli Íslands og annarra landa og færa má að því gild rök að breytingin sem ESA krefst nú á bókun 35 með EES samningnum staðfesti þessa vegferð endanlega. Ekkert af þessu er að fara fram á forsendum almannahagsmuna eða í þágu þjóðarinnar. Það er ótrúlegt að segja það en þessi þróun er að fara fram að frumkvæði og á vakt þess flokks sem kennir sig við sjálfstæði þjóðarinnar. Auðlindanýting í þágu þjóðarinnar Við megum ekki missa sjónar á uppbyggingu fyrri kynslóða. Samfélagsáttmálin um Landsvirkjun hvílir til að mynda á því að þjóðin eigi Landsvirkjun sem nýtir alla bestu orkukostina í þágu þjóðarinnar. Raforkuauðlindin skilar þjóðinni nú þegar miklum arði í þágu velferðar og mun gera það til langrar framtíðar ef rétt er á haldið. Það þarf að grípa þau miklu tækifæri sem framundan eru í orkunýtingu í þágu þjóðarinnar. Ekki í þágu ótímabundins erlends eignarhalds á auðlindum eða á forsendum sem ekki gæta að almannahag. Ábyrg og sjálfbær nýting auðlinda er loforð okkar gagnvart framtíðar kynslóðum. Forsenda þess loforðs er að auðlindir okkar séu nýttar í þágu þjóðarinnar með einum eða öðru hætti, hvort sem er með beinu eignarhaldi eða með auðlindagjöldum. Ef við ráðum okkar málum sjálf eru engin takmörk fyrir því hvaða árangri við getum náð. Þessi staða kallar á mig með sama hætti og þegar ég barðist gegn samningum um Icesave þegar stjórnvöld Samfylkingar og VG gættu ekki að almannahag og vildu leggja ótrúlegar byrðar á landsmenn. Við sem þjóð þurfum að sameinast um það að stilla áttavitan rétt. Næsta kjörtímabil mun ráða því hvort okkur takist sem þjóð að leggja þessa miklu hagsmuni rétt niður. Framtíð okkar og lífskjör hvíla á því hvernig okkur tekst til. Sýn Miðflokksins Í okkar samfélagi er það kjósendur sem hafa það vald að ákveða framtíðarsýnina. Auðlindir okkar eru grundvöllur verðmætasköpunar. Til að vélin skapi velferð má ekki rjúfa samband hennar við þjóðina. Það er einlæg von mín að kjósendur sjái þetta samhengi og þær krossgötur sem við stöndum á núna. Framtíðarsýn Miðflokksins lýtur að þessu heildarsamhengi og því að gæta að almannahagsmunum í þeirri vegferð. Ég vona að þið kjósendur veiti mér og Miðflokknum umboð til þessara verkefna. Við höfum gert þetta áður og náð árangri. Við viljum standa vörð um hagsmuni þjóðarinnar. Höfundur er frambjóðandi Miðflokksins í 3. sæti í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Miðflokkurinn Suðvesturkjördæmi Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Skoðun Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Stjórnmálin standa á krossgötum á Íslandi og það eru viðbrögðin við stöðunni sem ráða framtíðinni. Komandi kosningar snúast um það hvert Ísland vilji stefna. Á öllum helstu mælikvörðum standa lífskjör hér á landi mjög framalega. Hér hefur verið viðvarandi hagvaxtaskeið undanfarin ár og útflutningsgreinar okkar styrkst, sérstaklega hugverkagreinar og ferðaþjónusta. Þessi lífskjör ber okkur að verja en þau eru alls ekki sjálfgefin. Förum með forræðið á auðlindum Við þurfum að standa vörð um fullveldi landsins, íslenska tungu og menningu. Skilja samhengið milli velferðar og öflugs atvinnulífs. Í auðlindahagkerfi eru það auðlindirnar sem ráða til um lífskjör framtíðar. Skynsamleg stjórnun þeirra ræður árangrinum. Forsenda þess er að við Íslendingar förum sjálf með forræði okkar auðlinda. Það þarf að tryggja að arðsemi auðlinda renni ekki úr landi heldur skapi hagsæld á Íslandi. Þau eru vel þekkt dæmin um lönd sem misst hafa þetta forræði með tilheyrandi hruni á lífskjörum. Ásókn ýmissa aðila að auðlindum landsins er staðreynd, hvort sem það er í formi uppkaupa á landi, verkefni til útflutnings á vatni eða í formi vindorkugarða en tæplega 40 slík verkefni, öll af stærri gerðinni eru til skoðunar hjá yfirvöldum. Nær öll þessi verkefni eru á forræði erlendra aðila. Ég hef ekkert á móti erlendum aðilum en ólíkt öðrum auðlindahagkerfum hefur sofanda hátturinn hér verið algjör og heimavinnan engin. Löggjöf okkar gagnvart þessari þróun er hriplek og stefnan nær engin. Innleitt regluverk Evrópusambandsins tryggir nú þegar lagalegan grundvöll til rafstrengs milli Íslands og annarra landa og færa má að því gild rök að breytingin sem ESA krefst nú á bókun 35 með EES samningnum staðfesti þessa vegferð endanlega. Ekkert af þessu er að fara fram á forsendum almannahagsmuna eða í þágu þjóðarinnar. Það er ótrúlegt að segja það en þessi þróun er að fara fram að frumkvæði og á vakt þess flokks sem kennir sig við sjálfstæði þjóðarinnar. Auðlindanýting í þágu þjóðarinnar Við megum ekki missa sjónar á uppbyggingu fyrri kynslóða. Samfélagsáttmálin um Landsvirkjun hvílir til að mynda á því að þjóðin eigi Landsvirkjun sem nýtir alla bestu orkukostina í þágu þjóðarinnar. Raforkuauðlindin skilar þjóðinni nú þegar miklum arði í þágu velferðar og mun gera það til langrar framtíðar ef rétt er á haldið. Það þarf að grípa þau miklu tækifæri sem framundan eru í orkunýtingu í þágu þjóðarinnar. Ekki í þágu ótímabundins erlends eignarhalds á auðlindum eða á forsendum sem ekki gæta að almannahag. Ábyrg og sjálfbær nýting auðlinda er loforð okkar gagnvart framtíðar kynslóðum. Forsenda þess loforðs er að auðlindir okkar séu nýttar í þágu þjóðarinnar með einum eða öðru hætti, hvort sem er með beinu eignarhaldi eða með auðlindagjöldum. Ef við ráðum okkar málum sjálf eru engin takmörk fyrir því hvaða árangri við getum náð. Þessi staða kallar á mig með sama hætti og þegar ég barðist gegn samningum um Icesave þegar stjórnvöld Samfylkingar og VG gættu ekki að almannahag og vildu leggja ótrúlegar byrðar á landsmenn. Við sem þjóð þurfum að sameinast um það að stilla áttavitan rétt. Næsta kjörtímabil mun ráða því hvort okkur takist sem þjóð að leggja þessa miklu hagsmuni rétt niður. Framtíð okkar og lífskjör hvíla á því hvernig okkur tekst til. Sýn Miðflokksins Í okkar samfélagi er það kjósendur sem hafa það vald að ákveða framtíðarsýnina. Auðlindir okkar eru grundvöllur verðmætasköpunar. Til að vélin skapi velferð má ekki rjúfa samband hennar við þjóðina. Það er einlæg von mín að kjósendur sjái þetta samhengi og þær krossgötur sem við stöndum á núna. Framtíðarsýn Miðflokksins lýtur að þessu heildarsamhengi og því að gæta að almannahagsmunum í þeirri vegferð. Ég vona að þið kjósendur veiti mér og Miðflokknum umboð til þessara verkefna. Við höfum gert þetta áður og náð árangri. Við viljum standa vörð um hagsmuni þjóðarinnar. Höfundur er frambjóðandi Miðflokksins í 3. sæti í Suðvesturkjördæmi.
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun