Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Jón Þór Stefánsson skrifar 28. nóvember 2024 17:48 Landsréttur sneri við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Finnur Ingi Einarsson hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að nauðga samstarfskonu eiginkonu sinnar. Það er niðurstaða Landsréttar, en áður hafði Héraðsdómur Reykjavíkur sýknað hann. Málið varðar atburði sem áttu sér stað á árshátíð fyrirtækis í Reykjavík árið 2022, nánar tiltekið á salerni. Finni Inga var gefið að sök að stinga typpi sínu í munn konunnar, og notfært sér að hún gæti ekki spornað við verknaðinum vegna ölvunar. Konan sagði að um kvöldið hafi hún verið að dansa, verið töluvert ölvuð og farið á salernið. Hún hafi setið á bás þegar eiginmaður samstarfskonu hennar kom. Sá hafi dregið fram typpið og stungið því upp í munninn á henni. Hún hefði spurt hvað hann væri að gera, nefnt samstarfkonuna og spurt hvort hann væri ekki eiginmaður hennar. Þar á eftir hafi hún kúgast og svo kastað upp. Ælan hafi farið á sokkabuxur og skó sem hún var í. Síðan hafi hún reynt að þrífa upp æluna, ráfað fram á gang, hitt konu og svo hringt í lögreglu. Maðurinn var handtekinn seinna um nóttina. Misræmi í framburði Að mati Landsréttar var misræmi í framburði mannsins. Í fyrstu lögregluskýrslu sagðist hann ekki vita hver konan væri, en í seinni skýrslutöku sagði hann að hún hefði verið á salerni og sagst þurfa að kasta upp. Fyrir dómi sagði hann að hann hefði fyrst vitað að það væri umrædd kona sem sakaði hann um kynferðisbrot þegar lögregluþjónn sagði honum frá því. Landsréttur mat framburð hans ótrúverðugan. Í dómi Landsréttar segir að gloppur hafi verið í framburði konnunar, en hann þó verið stöðugur og skýr frá upphafi málsins. Hún var því metin trúverðug. Sýni úr konunni á typpi mannsins Á meðal ganga málsins voru niðurstöður DNA-rannsóknar um að lífsýni úr konunni hefðu fundist á typpi mannsins og innanverðum nærbuxum hans. Hann gaf þá skýringu að hann hefði snert höku konunnar og því ekki hægt að útiloka að snertismit hefði borist með þeim hætti að húðfrumur hafi færst á milli þegar hann pissaði og hélt um typpið skömmu seinna. Dómnum þótti þessar skýringar ósennilegar. Braut gegn kynfrelsi konunnar Landsréttur sló því föstu að maðurinn hefði gerst sekur um þá háttsemi sem hann var ákærður fyrir. Hann hefði brotið gróflega gegn kynfrelsi konunnar, og nýtt sér aðstöðu sína og varnarleysi konunnar. Líkt og áður segir hlaut Finnur Ingi tveggja og hálfs árs fangelsisdóm. Þá er honum gert að greiða konunni tvær milljónir króna í miskabætur. Einnig þarf hann að greiða áfrýjunar- og sakarkostnað málsins. Dómsmál Kynferðisofbeldi Reykjavík Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
Málið varðar atburði sem áttu sér stað á árshátíð fyrirtækis í Reykjavík árið 2022, nánar tiltekið á salerni. Finni Inga var gefið að sök að stinga typpi sínu í munn konunnar, og notfært sér að hún gæti ekki spornað við verknaðinum vegna ölvunar. Konan sagði að um kvöldið hafi hún verið að dansa, verið töluvert ölvuð og farið á salernið. Hún hafi setið á bás þegar eiginmaður samstarfskonu hennar kom. Sá hafi dregið fram typpið og stungið því upp í munninn á henni. Hún hefði spurt hvað hann væri að gera, nefnt samstarfkonuna og spurt hvort hann væri ekki eiginmaður hennar. Þar á eftir hafi hún kúgast og svo kastað upp. Ælan hafi farið á sokkabuxur og skó sem hún var í. Síðan hafi hún reynt að þrífa upp æluna, ráfað fram á gang, hitt konu og svo hringt í lögreglu. Maðurinn var handtekinn seinna um nóttina. Misræmi í framburði Að mati Landsréttar var misræmi í framburði mannsins. Í fyrstu lögregluskýrslu sagðist hann ekki vita hver konan væri, en í seinni skýrslutöku sagði hann að hún hefði verið á salerni og sagst þurfa að kasta upp. Fyrir dómi sagði hann að hann hefði fyrst vitað að það væri umrædd kona sem sakaði hann um kynferðisbrot þegar lögregluþjónn sagði honum frá því. Landsréttur mat framburð hans ótrúverðugan. Í dómi Landsréttar segir að gloppur hafi verið í framburði konnunar, en hann þó verið stöðugur og skýr frá upphafi málsins. Hún var því metin trúverðug. Sýni úr konunni á typpi mannsins Á meðal ganga málsins voru niðurstöður DNA-rannsóknar um að lífsýni úr konunni hefðu fundist á typpi mannsins og innanverðum nærbuxum hans. Hann gaf þá skýringu að hann hefði snert höku konunnar og því ekki hægt að útiloka að snertismit hefði borist með þeim hætti að húðfrumur hafi færst á milli þegar hann pissaði og hélt um typpið skömmu seinna. Dómnum þótti þessar skýringar ósennilegar. Braut gegn kynfrelsi konunnar Landsréttur sló því föstu að maðurinn hefði gerst sekur um þá háttsemi sem hann var ákærður fyrir. Hann hefði brotið gróflega gegn kynfrelsi konunnar, og nýtt sér aðstöðu sína og varnarleysi konunnar. Líkt og áður segir hlaut Finnur Ingi tveggja og hálfs árs fangelsisdóm. Þá er honum gert að greiða konunni tvær milljónir króna í miskabætur. Einnig þarf hann að greiða áfrýjunar- og sakarkostnað málsins.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Reykjavík Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira