Með þessu er snjókoma, jafnvel talsverð um tíma, skafrenningur og lélegt skyggni. Afmarkaðar samgöngutruflanir og lokanir á vegum eru því líklegar.
Veðrið á að standa yfir nóttina á Suðausturlandi en á Austfjörðum á hinsvegar ekki að slota fyrr en annað kvöld, á kjördag.

Menn hafa því haft af því áhyggjur að veðrið gæti haft áhrif á kosningarnar sem framundan eru á laugardag og hefur fólk í Múlaþingi þannig verið hvatt til þess að kjósa snemma, til að draga úr líkum á því að veðrið setji strik í kosningareikninginn.
Vakin er athygli á því á heimasíðu Múlaþings að hægt er að kjósa utan kjörfundar á fleiri stöðum en áður, eða í öllum byggðakjörnum sveitarfélagsins, á Egilsstöðum, Seyðisfirði, Á Djúpavogi og á Borgarfirði eystra.
Þar er opið í dag en einnig verður hægt að kjósa utan kjörfundar á Seyðisfirði og á Egilsstöðum á sjálfan kjördag.