Lífið

Jón og Haf­dís ást­fangin í 22 ár

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Jón og Hafdís byrjuðu saman þegar þau voru bæði nemendur í Verslunarskóla Íslands.
Jón og Hafdís byrjuðu saman þegar þau voru bæði nemendur í Verslunarskóla Íslands.

Hjónin Jón Ragnar Jónsson tónlistarmaður og Hafdís Björk Jónsdóttir tannlæknir fögnuðu 22 ára sambandsafmæli sínu í gær.

Jón er fæddur árið 1985 og Hafdís 1986. Þau kynntust á göngum Verslunarskóla Íslands og byrjuðu saman þegar þau voru aðeins 16 og 17 ára gömul.

Hjónin gengu í hjónaband þann 17. júlí 2017 í Dómkirkjunni í Reykjavik. Veislan var hin glæsilegasta og var grínistinn og góðvinur þeirra hjóna, Björn Bragi Arnarsson veislustjóri, en veislan var haldin í Gamla Bíói.

Jón og Hafdís eiga saman fjögur börn, tvo syni og tvær dætur. 

Í vor festu hjónin kaup á glæsilegu einbýlishúsi við Hamarsgötu á Seltjarnarnesi. Um er að ræða 322 fermetra eign sem var byggt árið 1978. Húsið er staðsett á tæplega 1200 fermetra eignarlóð með óhindruðu sjávar- og fjallaútsýni.

Árið 2012 var nærmynd af Jóni Jónssyni í Íslandi í dag og má horfa á það innslag hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.