Lífið

Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Sigga Beinteins ásamt föður sínum Beinteini Ásgeirssyni á góðri stundu.
Sigga Beinteins ásamt föður sínum Beinteini Ásgeirssyni á góðri stundu. Sjáskot/Instagram.

Tónlistarkonan Sigríður Beinteinsdóttir minnst föður síns Benteins Ásgeirssonar, dúklagninga- og veggfóðrunarmeistara, sem hefði orðið 92 ára í gær. Í tilefni dagins birti Sigga fallega mynd af þeim feðginum. Beinteinn lést fyrr á árinu.

„Dagurinn í dag er dagurinn hans pabba, hann hefði orðið 92 ára. Til hamingju með daginn hvar sem þú ert elsku pabbi, sakna þín alla daga,“ skrifa Sigga og deildi fallegri mynd af þeim feðginum á Instagram.

Beinteinn var aðeins 14 ára gamall þegar hann lærði að dúkleggja og veggfóðra af föður sínum Ásgeiri Val Ein­ars­syni, og starfaði hann í faginu í yfir 70 ár.

Sigga hefur í nógu að snúast um þessar mundir enda jólavertíðin komin á fullt skrið. Árlegir jólatónleikar hennar, Jólagleði Siggu Beinteins, fara fram í Eldborgarsal Hörpu þann 7. desemer næstkomandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.