Ástæðan er veðrið sem spáð er en gul viðvörun tekur gildi á Austfjörðum í kvöld og verður í gildi í um sólarhring.
Einnig fjöllum við um kappræður formanna flokkanna sem fram fóru á Stöð 2 í gærkvöldi. Við fáum álit almannatengils á frammistöðu pólitíkusanna.
Að auki segjum við frá Svörtum föstudegi sem haldinn er hátíðlegur í dag þar sem alls kyns tilboðuð rignir yfir fólk.
Í íþróttapakka dagsins er það landsleikur kvenna í handbolta en stelpurnar hefja leik í Austurríki síðar í dag.