Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar 29. nóvember 2024 13:22 Samfylkingin heldur því fram að svonefnt „ehf-gat“ sé verulegt vandamál í skattkerfinu. Dæmin sem Samfylkingin hefur áhyggjur af eru sjálfstæðum atvinnurekanda (t.d. iðnaðarmanni) sem á tvo kosti í rekstri fyrirtækis þegar auknar tekjur koma í kassann. I. Greiða sér laun: Þegar greitt er tryggingagjald (6,35%) og hæsti tekjuskattur (46,28%) af því sem eftir stendur sem laun er virkt jaðarskatthlutfall í kringum 49%. Á það ber þó að líta skatthlutfallið af heildarlaunum er mun lægra að teknu tilliti til persónuafsláttar og lægri skattþrepa. II. Greiða sér arð: Þegar greiddur er tekjuskattur fyrirtækja (20%) af hagnaði og svo fjármagnstekjuskattur (23%) af fengnum arði er virkt skatthlutfall um 38%. Við fyrstu sýn kann að virðast vera gat þarna. En iðnaðarmaðurinn þarf í fyrsta lagi að greiða sér ákveðin laun (reiknað endurgjald). Hann getur því ekki greitt hagnað út sem arð án þess að greiða sér laun fyrst. Í öðru lagi er hann búinn að binda fé í atvinnurekstri, leggja út fyrir tólum og tækjum og jafnvel húsnæði ásamt því að ráða fólk í vinnu. Það þarf að vera einhver ávinningur af því að leggja út í þá áhættu sem atvinnurekstur ætíð er. Vonin um að fjárfesting og vinna skili hagnaði er helsti hvatinn í atvinnulífinu. Viljum við draga úr þeim hvata? Það geta ekki allir verið verkefnastjórar verkefnastofu á verkefnasviði í ráðhúsi Reykjavíkur. En gott og vel gefum okkur rökræðunnar vegna að þarna sé gat. Hvernig varð það til? Jú það varð fyrst og fremst til þegar Samfylkingin hækkaði tekjuskatt einstaklinga í 46% síðast þegar hún var í ríkisstjórn. Þar er hæsta skatthlutfallið því miður enn. Ef ehf-gatið er á annað borð til þá bjó Samfylkingin það til. Og til að loka gatinu sem varð til þegar Samfylkingin hækkaði skatta á laun ætlar hún nú að hækka skatta á hagnað og arð. Samfylking bjó sem sagt þetta meinta gat til sjálf með því að hækka einn skatt og ætlar að loka því … með því að hækka fleiri skatta. Höfundur skipar 1. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Á. Andersen Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Miðflokkurinn Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Samfylkingin heldur því fram að svonefnt „ehf-gat“ sé verulegt vandamál í skattkerfinu. Dæmin sem Samfylkingin hefur áhyggjur af eru sjálfstæðum atvinnurekanda (t.d. iðnaðarmanni) sem á tvo kosti í rekstri fyrirtækis þegar auknar tekjur koma í kassann. I. Greiða sér laun: Þegar greitt er tryggingagjald (6,35%) og hæsti tekjuskattur (46,28%) af því sem eftir stendur sem laun er virkt jaðarskatthlutfall í kringum 49%. Á það ber þó að líta skatthlutfallið af heildarlaunum er mun lægra að teknu tilliti til persónuafsláttar og lægri skattþrepa. II. Greiða sér arð: Þegar greiddur er tekjuskattur fyrirtækja (20%) af hagnaði og svo fjármagnstekjuskattur (23%) af fengnum arði er virkt skatthlutfall um 38%. Við fyrstu sýn kann að virðast vera gat þarna. En iðnaðarmaðurinn þarf í fyrsta lagi að greiða sér ákveðin laun (reiknað endurgjald). Hann getur því ekki greitt hagnað út sem arð án þess að greiða sér laun fyrst. Í öðru lagi er hann búinn að binda fé í atvinnurekstri, leggja út fyrir tólum og tækjum og jafnvel húsnæði ásamt því að ráða fólk í vinnu. Það þarf að vera einhver ávinningur af því að leggja út í þá áhættu sem atvinnurekstur ætíð er. Vonin um að fjárfesting og vinna skili hagnaði er helsti hvatinn í atvinnulífinu. Viljum við draga úr þeim hvata? Það geta ekki allir verið verkefnastjórar verkefnastofu á verkefnasviði í ráðhúsi Reykjavíkur. En gott og vel gefum okkur rökræðunnar vegna að þarna sé gat. Hvernig varð það til? Jú það varð fyrst og fremst til þegar Samfylkingin hækkaði tekjuskatt einstaklinga í 46% síðast þegar hún var í ríkisstjórn. Þar er hæsta skatthlutfallið því miður enn. Ef ehf-gatið er á annað borð til þá bjó Samfylkingin það til. Og til að loka gatinu sem varð til þegar Samfylkingin hækkaði skatta á laun ætlar hún nú að hækka skatta á hagnað og arð. Samfylking bjó sem sagt þetta meinta gat til sjálf með því að hækka einn skatt og ætlar að loka því … með því að hækka fleiri skatta. Höfundur skipar 1. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavík norður.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun