Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 29. nóvember 2024 13:57 Þetta var sjöunda og síðasta heimsókn forsetans fyrir formlega opnun dómkirkjunnarþ AP/Christophe Petit Tesson Frakklandsforseti heimsótti dómkirkjuna Notre Dame en viðgerðum á henni er að ljúka. Um fimm ár eru síðan kviknaði í kirkjunni en hún verður aftur opnuð almenningi í byrjun desember. Þann 15. apríl 2019 kviknaði í dómkirkjunni Notre Dame í París sem er eitt af helstu kennileitum höfuðborgarinnar. Franska þjóðin varð fyrir miklu áfalli þegar kviknaði í kirkjunni. Nú verður hún opnuð aftur þann 7. desember eftir fimm og hálft ár. Emmanuel Macron, forseti Frakklands fór í sína sjöundu og síðustu heimsókn í dómkirkjuna Notre Dame í dag fyrir opnunina. Brigitte Macron, eiginkona forsetans fylgdi honum ásamt Laurent Ulrich erkibiskup í París, Rachida Dati menningarráðherra, Anne Hidalgo, borgarstjóra Parísarborgar og fleirum. Macron heimsótti dómkirkjuna ásamt konu sinni, menningarráðherra, erkibiskup og borgarstjóra Parísar.AP/Christophe Petit Tesson Í umfjöllun BBC kemur fram að Macron hélt ræðu fyrir starfsfólkið sem vann að enduruppbyggingunni. Þar hrósaði hann slökkviliðsmönnum sem slökktu eldinn og öllum þeim tóku þátt í viðgerð á kirkjunni. Þá þakkaði hann einnig þeim fjármögnuðu viðgerðina með peningagjöfum og sagði þau gjafmild. „Ég er virkilega þakklátur, Frakkland er virkilega þakklátt. Þið hafið skilað Notre Dame til baka á fimm árum, svo þakka ykkur fyrir,“ sagði Macron þegar hann ávarpaði starfsfólkið. Macron þakkaði þá sérstaklega Jean-Louis Georgelin, fyrrverandi hershöfðingja, sem sá um uppbygginguna þar til hann lést af slysförum árið 2023. Þó er ekki öllum viðgerðum lokið og verða vinnupallar áfram uppi í þrjú ár í viðbót. Upprunalega tók yfir tvö hundruð ár að byggja kirkjuna, frá árinu 1163 til 1345. Bruninn í Notre-Dame Frakkland Tengdar fréttir Notre Dame dómkirkjan brennur Slökkvilið í París í Frakklandi berst nú við mikinn eld í hinni sögufrægu dómkirkju Notre Dame. 15. apríl 2019 17:23 Viðgerðir á Notre Dame þokast áfram Menningarmálaráðherra Frakka segir að senn verði bráðnaðir vinnupallar fjarlægðir. 15. október 2019 21:00 Myndband: Kirkjuspíran á Notre Dame hrundi Myndband náðist af því þegar kirkjuspíran frá nítjándu öld hrundi. 15. apríl 2019 19:21 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Sjá meira
Þann 15. apríl 2019 kviknaði í dómkirkjunni Notre Dame í París sem er eitt af helstu kennileitum höfuðborgarinnar. Franska þjóðin varð fyrir miklu áfalli þegar kviknaði í kirkjunni. Nú verður hún opnuð aftur þann 7. desember eftir fimm og hálft ár. Emmanuel Macron, forseti Frakklands fór í sína sjöundu og síðustu heimsókn í dómkirkjuna Notre Dame í dag fyrir opnunina. Brigitte Macron, eiginkona forsetans fylgdi honum ásamt Laurent Ulrich erkibiskup í París, Rachida Dati menningarráðherra, Anne Hidalgo, borgarstjóra Parísarborgar og fleirum. Macron heimsótti dómkirkjuna ásamt konu sinni, menningarráðherra, erkibiskup og borgarstjóra Parísar.AP/Christophe Petit Tesson Í umfjöllun BBC kemur fram að Macron hélt ræðu fyrir starfsfólkið sem vann að enduruppbyggingunni. Þar hrósaði hann slökkviliðsmönnum sem slökktu eldinn og öllum þeim tóku þátt í viðgerð á kirkjunni. Þá þakkaði hann einnig þeim fjármögnuðu viðgerðina með peningagjöfum og sagði þau gjafmild. „Ég er virkilega þakklátur, Frakkland er virkilega þakklátt. Þið hafið skilað Notre Dame til baka á fimm árum, svo þakka ykkur fyrir,“ sagði Macron þegar hann ávarpaði starfsfólkið. Macron þakkaði þá sérstaklega Jean-Louis Georgelin, fyrrverandi hershöfðingja, sem sá um uppbygginguna þar til hann lést af slysförum árið 2023. Þó er ekki öllum viðgerðum lokið og verða vinnupallar áfram uppi í þrjú ár í viðbót. Upprunalega tók yfir tvö hundruð ár að byggja kirkjuna, frá árinu 1163 til 1345.
Bruninn í Notre-Dame Frakkland Tengdar fréttir Notre Dame dómkirkjan brennur Slökkvilið í París í Frakklandi berst nú við mikinn eld í hinni sögufrægu dómkirkju Notre Dame. 15. apríl 2019 17:23 Viðgerðir á Notre Dame þokast áfram Menningarmálaráðherra Frakka segir að senn verði bráðnaðir vinnupallar fjarlægðir. 15. október 2019 21:00 Myndband: Kirkjuspíran á Notre Dame hrundi Myndband náðist af því þegar kirkjuspíran frá nítjándu öld hrundi. 15. apríl 2019 19:21 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Sjá meira
Notre Dame dómkirkjan brennur Slökkvilið í París í Frakklandi berst nú við mikinn eld í hinni sögufrægu dómkirkju Notre Dame. 15. apríl 2019 17:23
Viðgerðir á Notre Dame þokast áfram Menningarmálaráðherra Frakka segir að senn verði bráðnaðir vinnupallar fjarlægðir. 15. október 2019 21:00
Myndband: Kirkjuspíran á Notre Dame hrundi Myndband náðist af því þegar kirkjuspíran frá nítjándu öld hrundi. 15. apríl 2019 19:21