Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Jón Ísak Ragnarsson skrifar 29. nóvember 2024 17:44 Soffía Sveinsdóttir er skólameistari FSu. Vísir Soffía Sveinsdóttir, skólameistari Fjölbrautaskóla suðurlands, segir miklar gleðifréttir að verkfalli kennara hafi verið frestað. Verkfall hefur staðið yfir í skólanum síðan 29. október. Kennsla hefst á ný á þriðjudaginn og mun standa yfir til 20. desember. „Þetta bar mjög brátt að og hlutirnir gerðust mjög hratt í dag. Þetta var algjör rússíbani,“ segir Soffía. Verkfallið stóð yfir í um fjóra og hálfa viku, og í FSu féllu 24 kennsludagar niður. Hún segir að búið sé að gera drög að skóladagatali út önnina, en kennarar muni hittast á mánudaginn og skipuleggja framhaldið betur. Kennsla mun standa yfir til 20. desember, en áður en til verkfallsins kom átti kennslu að vera lokið 11. desember. Soffía segir að kennarar þurfi nú að endurskoða námsmat og annað slíkt. Kennslunni og önninni ljúki fyrir jól. „Það verða ekki jólapróf en við erum með tvo námsmatsdaga sem færast fram í janúar. Það eru mjög margir með símat, það er kannski ágætt að það skuli vera svona fáir prófdagar,“ segir hún. Ekkert ljóst hvað brottfall nemenda varðar „Ég hef enga hugmynd um brottfall nemenda. Það hefur ekki komið mikið á okkar borð á skrifstofunni að nemendur séu að hætta,“ segir Soffía. Skólinn muni í næstu viku kalla eftir því að fólk láti vita, séu þau hætt í skólanum. Þá muni það liggja fyrir hversu margir hafi hætt. „Ég veit alveg að það eru einhverjir nemendur sem fóru að vinna, en hvort það var bara tímabundið eða ekki veit ég ekki. Ég veit til dæmis að rafvirkjanemendur fengu vinnur, en ég veit ekki hvað gerist núna,“ segir hún. „Vonandi skila sér sem allra flestir til baka.“ Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Framhaldsskólar Tengdar fréttir „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Fulltrúi nemenda í Fjölbrautarskóla Suðurlands segir þá ósátta við útfærslu Kennarasambandsins á verkfalli sinna félagsmanna. Skólinn hefur verið eini framhaldsskólinn í verkfalli hingað til. Nemendur sjá ekki fyrir sér að komast í skólann fyrir áramót. 17. nóvember 2024 12:23 Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Sjá meira
„Þetta bar mjög brátt að og hlutirnir gerðust mjög hratt í dag. Þetta var algjör rússíbani,“ segir Soffía. Verkfallið stóð yfir í um fjóra og hálfa viku, og í FSu féllu 24 kennsludagar niður. Hún segir að búið sé að gera drög að skóladagatali út önnina, en kennarar muni hittast á mánudaginn og skipuleggja framhaldið betur. Kennsla mun standa yfir til 20. desember, en áður en til verkfallsins kom átti kennslu að vera lokið 11. desember. Soffía segir að kennarar þurfi nú að endurskoða námsmat og annað slíkt. Kennslunni og önninni ljúki fyrir jól. „Það verða ekki jólapróf en við erum með tvo námsmatsdaga sem færast fram í janúar. Það eru mjög margir með símat, það er kannski ágætt að það skuli vera svona fáir prófdagar,“ segir hún. Ekkert ljóst hvað brottfall nemenda varðar „Ég hef enga hugmynd um brottfall nemenda. Það hefur ekki komið mikið á okkar borð á skrifstofunni að nemendur séu að hætta,“ segir Soffía. Skólinn muni í næstu viku kalla eftir því að fólk láti vita, séu þau hætt í skólanum. Þá muni það liggja fyrir hversu margir hafi hætt. „Ég veit alveg að það eru einhverjir nemendur sem fóru að vinna, en hvort það var bara tímabundið eða ekki veit ég ekki. Ég veit til dæmis að rafvirkjanemendur fengu vinnur, en ég veit ekki hvað gerist núna,“ segir hún. „Vonandi skila sér sem allra flestir til baka.“
Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Framhaldsskólar Tengdar fréttir „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Fulltrúi nemenda í Fjölbrautarskóla Suðurlands segir þá ósátta við útfærslu Kennarasambandsins á verkfalli sinna félagsmanna. Skólinn hefur verið eini framhaldsskólinn í verkfalli hingað til. Nemendur sjá ekki fyrir sér að komast í skólann fyrir áramót. 17. nóvember 2024 12:23 Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Sjá meira
„Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Fulltrúi nemenda í Fjölbrautarskóla Suðurlands segir þá ósátta við útfærslu Kennarasambandsins á verkfalli sinna félagsmanna. Skólinn hefur verið eini framhaldsskólinn í verkfalli hingað til. Nemendur sjá ekki fyrir sér að komast í skólann fyrir áramót. 17. nóvember 2024 12:23