Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Jón Ísak Ragnarsson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 29. nóvember 2024 18:57 Tæplega helmingi kjósenda líst vel á mögulegt ríkisstjórnarsamstarf Viðreisnar og Samfylkingar. Vísir Tæplega helmingi kjósenda líst vel á að Samfylking og Viðreisn leiði næstu ríkisstjórn samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Langflestir kjósendur Samfylkingarinnar vilja slíka ríkisstjórn. Óvinsælasta samsetningin sem spurt var um er ríkisstjórn Miðflokks og Samfylkingar, en aðeins um 9 prósent líst vel á slíka stjórn. Spurt er í nýrri könnun Maskínu, sem fram fór dagana 22. til 29. nóvember og rúmlega 2.700 svöruðu, hvort fólki lítist vel eða illa á mismunandi möguleika á samstarfi flokkanna Samfylkingar, Viðreisnar, Sjálfstæðisflokks og Miðflokks í ríkisstjórn eftir kosningar. 46 prósentum líst vel á samstarf Samfylkingar og Viðreisnar, 18 prósentum í meðallagi og 36 prósentum illa. MaskínaMaskína 22 prósentum líst vel á samstarf Miðflokks og Sjálfstæðisflokks, 21 prósenti líst vel á samstarf Viðreisnar og Sjálfstæðisflokks, 16 prósentum á Viðreisn og Miðflokk, 12 prósentum á Samfylkingu og Sjálfstæðisflokk og 9 prósentum á Samfylkingu og Miðflokk. Kjósendur Viðreisnar vilja ekki í stjórn með Miðflokki Athygli vekur að 79 prósent kjósenda Viðreisnar líst vel á mögulegt ríkisstjórnarsamstarf Samfylkingar og Viðreisnar. Aðeins um 13 prósent kjósenda Viðreisnar líst vel á samstarf við Miðflokkinn. Um þriðjungi kjósenda Viðreisnar, 29 prósent, líst vel á mögulegt samstarf Viðreisnar og Sjálfstæðisflokksins. Kjósendur Viðreisnar vilja helst samstarf með Samfylkingunni. Þeim hugnast ekki Miðflokkurinn.Maskína Kjósendum Sjálfstæðisflokksins líst hins vegar nokkuð vel á hugsanlegt samstarf með Viðreisn, en 73 prósent þeirra sögðu slíkt samstarf hljóma vel. Um 66 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins líst vel samstarf með Miðflokknum. Kjósendur Miðflokksins vilja helst samstarf með Sjálfstæðisflokki, en 68 prósent hugnast slíkt samstarf vel. Þeim hugnast einnig ágætlega samstarf við Viðreisn, en 56 prósent þeirra sögðu það hljóma vel. Kjósendur Sjálfstæðisflokksins vilja helst samstarf með Viðreisn. Miðflokkurinn er næstvinsælastur.Maskína Kjósendur Miðflokksins vilja helst stjórn með Sjálfstæðisflokki. Þeim líst ágætlega á Viðreisn, en Viðreisn virðist ekki bera sama hlýhug til þeirra.Maskína Skoðanakannanir Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Fleiri fréttir „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Sjá meira
Spurt er í nýrri könnun Maskínu, sem fram fór dagana 22. til 29. nóvember og rúmlega 2.700 svöruðu, hvort fólki lítist vel eða illa á mismunandi möguleika á samstarfi flokkanna Samfylkingar, Viðreisnar, Sjálfstæðisflokks og Miðflokks í ríkisstjórn eftir kosningar. 46 prósentum líst vel á samstarf Samfylkingar og Viðreisnar, 18 prósentum í meðallagi og 36 prósentum illa. MaskínaMaskína 22 prósentum líst vel á samstarf Miðflokks og Sjálfstæðisflokks, 21 prósenti líst vel á samstarf Viðreisnar og Sjálfstæðisflokks, 16 prósentum á Viðreisn og Miðflokk, 12 prósentum á Samfylkingu og Sjálfstæðisflokk og 9 prósentum á Samfylkingu og Miðflokk. Kjósendur Viðreisnar vilja ekki í stjórn með Miðflokki Athygli vekur að 79 prósent kjósenda Viðreisnar líst vel á mögulegt ríkisstjórnarsamstarf Samfylkingar og Viðreisnar. Aðeins um 13 prósent kjósenda Viðreisnar líst vel á samstarf við Miðflokkinn. Um þriðjungi kjósenda Viðreisnar, 29 prósent, líst vel á mögulegt samstarf Viðreisnar og Sjálfstæðisflokksins. Kjósendur Viðreisnar vilja helst samstarf með Samfylkingunni. Þeim hugnast ekki Miðflokkurinn.Maskína Kjósendum Sjálfstæðisflokksins líst hins vegar nokkuð vel á hugsanlegt samstarf með Viðreisn, en 73 prósent þeirra sögðu slíkt samstarf hljóma vel. Um 66 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins líst vel samstarf með Miðflokknum. Kjósendur Miðflokksins vilja helst samstarf með Sjálfstæðisflokki, en 68 prósent hugnast slíkt samstarf vel. Þeim hugnast einnig ágætlega samstarf við Viðreisn, en 56 prósent þeirra sögðu það hljóma vel. Kjósendur Sjálfstæðisflokksins vilja helst samstarf með Viðreisn. Miðflokkurinn er næstvinsælastur.Maskína Kjósendur Miðflokksins vilja helst stjórn með Sjálfstæðisflokki. Þeim líst ágætlega á Viðreisn, en Viðreisn virðist ekki bera sama hlýhug til þeirra.Maskína
Skoðanakannanir Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Fleiri fréttir „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Sjá meira