„Þetta var stórt og allir sigrar í þessari deild eru mikilvægir“ Andri Már Eggertsson skrifar 29. nóvember 2024 21:40 Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var ánægður með sigur kvöldsins Vísir/Jón Gautur Grindavík vann átta stiga útisigur gegn Keflavík 96-104. Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var afar ánægður með sigurinn. „Þetta var mjög stórt og allir sigrar í þessari deild eru mjög mikilvægir og það er alltaf gaman að vinna hér í Keflavík. Það var erfitt að fara með óbragð í munninn inn í pásuna en að koma svona til baka gefur okkur helling,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson eftir leik. Grindavík var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og barátta liðsins skein í gegn sem gerði það að verkum að gestirnir voru þrettán stigum yfir í hálfleik 47-60. „Við vorum mjög góðir í fyrri hálfleik og orkustigið var hátt og þá komum við með áhlaup. Varnarlega vorum við að gera vel og það var mikið af auðveldum körfum sem fylgdu í kjölfarið.“ Eftir flottan fyrri hálfleik voru Keflvíkingar betri í þriðja leikhluta og heimamenn voru yfir þegar haldið var í síðustu lotu. „Við töluðum um það í hálfleik að byggja ofan á það sem við gerðum í fyrri hálfleik en Keflavík er með gott lið og þeir fóru að berja frá sér og komu til baka en hrós á okkur fyrir að slá frá okkur og klára þetta með sæmd.“ Jóhann var afar ánægður með fjórða leikhluta Grindavíkur þar sem liðið fann sama takt og í fyrri hálfleik sem skilaði að lokum sigri. „Við settum stór skot ofan í. Daniel Mortensen er mjög góður og hann er töluvert betri en í fyrra og gerði vel í kvöld og það var það sem skóp þennan sigur.“ Aðspurður út í hvort Grindavík hafi verið að senda einhver skilaboð með þessum sigri á heimavelli Keflavíkur sagði Jóhann að svo væri ekki. „Ég veit það nú ekki. Það eru ekki einu sinni komin jól og við erum að fara aftur í Reykjanesbæ næsta fimmtudag þar sem við mætum Njarðvík,“ sagði Jóhann Þór að lokum. Grindavík Bónus-deild karla Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Enski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum „Fáum fullt af svörum um helgina“ Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Dagskráin í dag: Arsenal og Liverpool mætast í stórleik Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Tindastóll vann Val í spennutrylli Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Sjá meira
„Þetta var mjög stórt og allir sigrar í þessari deild eru mjög mikilvægir og það er alltaf gaman að vinna hér í Keflavík. Það var erfitt að fara með óbragð í munninn inn í pásuna en að koma svona til baka gefur okkur helling,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson eftir leik. Grindavík var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og barátta liðsins skein í gegn sem gerði það að verkum að gestirnir voru þrettán stigum yfir í hálfleik 47-60. „Við vorum mjög góðir í fyrri hálfleik og orkustigið var hátt og þá komum við með áhlaup. Varnarlega vorum við að gera vel og það var mikið af auðveldum körfum sem fylgdu í kjölfarið.“ Eftir flottan fyrri hálfleik voru Keflvíkingar betri í þriðja leikhluta og heimamenn voru yfir þegar haldið var í síðustu lotu. „Við töluðum um það í hálfleik að byggja ofan á það sem við gerðum í fyrri hálfleik en Keflavík er með gott lið og þeir fóru að berja frá sér og komu til baka en hrós á okkur fyrir að slá frá okkur og klára þetta með sæmd.“ Jóhann var afar ánægður með fjórða leikhluta Grindavíkur þar sem liðið fann sama takt og í fyrri hálfleik sem skilaði að lokum sigri. „Við settum stór skot ofan í. Daniel Mortensen er mjög góður og hann er töluvert betri en í fyrra og gerði vel í kvöld og það var það sem skóp þennan sigur.“ Aðspurður út í hvort Grindavík hafi verið að senda einhver skilaboð með þessum sigri á heimavelli Keflavíkur sagði Jóhann að svo væri ekki. „Ég veit það nú ekki. Það eru ekki einu sinni komin jól og við erum að fara aftur í Reykjanesbæ næsta fimmtudag þar sem við mætum Njarðvík,“ sagði Jóhann Þór að lokum.
Grindavík Bónus-deild karla Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Enski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum „Fáum fullt af svörum um helgina“ Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Dagskráin í dag: Arsenal og Liverpool mætast í stórleik Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Tindastóll vann Val í spennutrylli Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Sjá meira