Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Sindri Sverrisson skrifar 30. nóvember 2024 08:01 Sænskir stuðningsmenn gætu margir hverjir viljað gæða sér á bjór á HM í fótbolta, komist Svíþjóð þangað. Getty/Stewart Kendall Sænska knattspyrnusambandið ætlar ekki að setja sig á móti því að HM 2034 fari fram í Sádi-Arabíu, þegar kosið verður þann 11. desember, þrátt fyrir gagnrýni á landið vegna mannréttindabrota. Á komandi þingi FIFA verður kosið um gestgjafa HM 2030 og 2034 en ljóst er að kosningin verður ekki ýkja spennandi því aðeins ein umsókn er fyrir hvort mót. Portúgal, Spánn og Marokkó sækjast eftir því að halda mótið 2030 saman en Sádar vilja halda mótið 2034. Í gær greindi sænska knattspyrnusambandið frá því að það myndi segja já við umsókn beggja þessara gestgjafa, í stað þess að sitja hjá eða mótmæla því að mótið færi fram í landi sem til að mynda gerir samkynhneigð ólöglega. Fredrik Reinfeldt, formaður sænska sambandsins, segir að það verði þó gert að skilyrði að FIFA fylgi eftir eigin reglum og geri skýrar kröfur til gestgjafanna. Reglur FIFA séu strangar: „Ekki bara varðandi stærðir leikvanga og fjármál heldur varðandi mannréttindi og aðgengi. Þetta teljum við gott mál og það er hlutverk FIFA að ganga eftir þessu,“ segir Reinfeldt. Samkynhneigðir verði að vera öruggir á mótinu Reinfeldt og félagar hjá sænska sambandinu hafa hitt sádiarabísku mótshaldarana og þó að eitt mál sé ekki alveg nógu skýrt að hans mati, það er að segja sala á áfengi á mótinu, er Reinfeldt ánægður með önnur svör Sádanna. „Ég sagði við þá að við værum meðvituð um samfélagslega muninn á milli þessara tveggja landa og við tókum líka fram að það væri óheppilegt að það væri bara ein umsókn um að halda mótið. Síðan lagði ég fram nokkrar grundvallarspurningar. Það verður að bera virðingu fyrir mannréttindum og menn þurfa að vera opnir fyrir öllu á mótinu. Samkynhneigðir verða að geta komið á mótið og fundist þeir öruggir. Og fjölmiðlar verða að fá að vera á svæðinu og fjalla um mótið. Sádiarabíska nefndin fullvissaði okkur um að þessir hlutir yrðu í lagi,“ sagði Reinfeldt. Báðu um að hugsa bjórmálið betur Eins og fyrr segir var hann þó ekki sáttur við svörin um sölu áfengis á mótinu, en sala áfengis hefur lengi verið ólögleg í Sádi-Arabíu. „Við fengum öll réttu svörin nema að einu leyti. Ég spurði út í stuðningsmannasvæðin og sölu áfengis. Þeir voru ekki tilbúnir að segja já við því núna. Við sögðum bara að við vildum að þeir myndu íhuga það betur. Í öðrum Múslimaríkjum eru svæði þar sem hægt er að kaupa áfengi. Ég veit að þetta mál mun koma upp þegar það koma þarna stórir hópar stuðningsmanna,“ sagði Reinfeldt. HM 2034 í fótbolta Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Sjá meira
Á komandi þingi FIFA verður kosið um gestgjafa HM 2030 og 2034 en ljóst er að kosningin verður ekki ýkja spennandi því aðeins ein umsókn er fyrir hvort mót. Portúgal, Spánn og Marokkó sækjast eftir því að halda mótið 2030 saman en Sádar vilja halda mótið 2034. Í gær greindi sænska knattspyrnusambandið frá því að það myndi segja já við umsókn beggja þessara gestgjafa, í stað þess að sitja hjá eða mótmæla því að mótið færi fram í landi sem til að mynda gerir samkynhneigð ólöglega. Fredrik Reinfeldt, formaður sænska sambandsins, segir að það verði þó gert að skilyrði að FIFA fylgi eftir eigin reglum og geri skýrar kröfur til gestgjafanna. Reglur FIFA séu strangar: „Ekki bara varðandi stærðir leikvanga og fjármál heldur varðandi mannréttindi og aðgengi. Þetta teljum við gott mál og það er hlutverk FIFA að ganga eftir þessu,“ segir Reinfeldt. Samkynhneigðir verði að vera öruggir á mótinu Reinfeldt og félagar hjá sænska sambandinu hafa hitt sádiarabísku mótshaldarana og þó að eitt mál sé ekki alveg nógu skýrt að hans mati, það er að segja sala á áfengi á mótinu, er Reinfeldt ánægður með önnur svör Sádanna. „Ég sagði við þá að við værum meðvituð um samfélagslega muninn á milli þessara tveggja landa og við tókum líka fram að það væri óheppilegt að það væri bara ein umsókn um að halda mótið. Síðan lagði ég fram nokkrar grundvallarspurningar. Það verður að bera virðingu fyrir mannréttindum og menn þurfa að vera opnir fyrir öllu á mótinu. Samkynhneigðir verða að geta komið á mótið og fundist þeir öruggir. Og fjölmiðlar verða að fá að vera á svæðinu og fjalla um mótið. Sádiarabíska nefndin fullvissaði okkur um að þessir hlutir yrðu í lagi,“ sagði Reinfeldt. Báðu um að hugsa bjórmálið betur Eins og fyrr segir var hann þó ekki sáttur við svörin um sölu áfengis á mótinu, en sala áfengis hefur lengi verið ólögleg í Sádi-Arabíu. „Við fengum öll réttu svörin nema að einu leyti. Ég spurði út í stuðningsmannasvæðin og sölu áfengis. Þeir voru ekki tilbúnir að segja já við því núna. Við sögðum bara að við vildum að þeir myndu íhuga það betur. Í öðrum Múslimaríkjum eru svæði þar sem hægt er að kaupa áfengi. Ég veit að þetta mál mun koma upp þegar það koma þarna stórir hópar stuðningsmanna,“ sagði Reinfeldt.
HM 2034 í fótbolta Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Sjá meira