Skoðun

Það er komið að þér

Eyjólfur Ármannsson skrifar

Flokkur fólksins berst fyrir því að útrýma fátækt og óréttlæti á Íslandi, og að allir fái lifað mannsæmandi lífi. Lífsgæði eiga ekki að vera einkaréttur útvalinna. Það segir okkur nokkuð um samfélag okkar og kerfi þegar í einu ríkasta samfélagi heims að stofna þurfi nýja stjórnmálaflokk til að berjast gegn fátækt, Flokk fólksins.

Flokkur fólksins berst fyrir mannúðlegu almannatryggingakerfi. Flokkur fólksins berst fyrir því að eldra borgarar geti lifað áhyggjulaust ævikvöld. Við viljum gera kennslu að eftirsóknarverðu starfi með því að bæta kjör kennara og bæta starfsaðstæður þeirra. Efla þarf lestrarkennslu og endurskoða áherslur og aðferðir.

Á landsbyggðinni er krafan að íbúar sjávarbyggða njóti aukins réttar til að nýta sjávarauðlindina með jákvæðum áhrifum fyrir sjávarplássin. Við viljum frjálsar handfæraveiðar smábáta því þær ógna ekki fiskistofnum. Við munum lögfesta bann við jarðarkaupum erlendra auðjöfra. Við munum forgangsraða orku fyrir heimili landsins og grunninnviði samfélagsins og koma í veg fyrir orkuskort með því að virkja meira. Við munum tryggja að Landsvirkjun verði ávallt í eigu þjóðarinnar.

Flokkur fólksins berst fyrir umbótum og velferð fyrir alla og sækist eftir umboði kjósenda til setu á Alþingi á grundvelli skýrra forgangsmála. Á kjörtímabilinu höfum við þrátt fyrir að vera í stjórnarandstöðu fengið ýmsu afrekað. Við komum í veg fyrir að persónuafsláttur lífeyrisþega erlendis yrðu felldur brott og tryggðum fátækum ellilífeyrisþegum jólaeingreiðslu, nokkuð sem við hyggjumst festa í sessi og útvíkka ef við fáum stuðning kjósenda. Stefna og barátta okkar á kjörtímabilinu er skýr. Við berjumst fyrir þig. Kjósum x-F.

Það er komið að þér.

Höfundur er oddviti F-lista Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi.




Skoðun

Sjá meira


×