Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. nóvember 2024 12:00 Ólafur Ólafsson er GRINDVÍKINGURNN í augum flestra og nú hefur enginn annar spilar fleiri leiki fyrir félagið í úrvalsdeild karla. Vísir/Anton Brink Ólafur Ólafsson, fyrirliði Grindavíkur, sótti ekki aðeins mikilvægan sigur í Sláturhúsið í Keflavík í gær heldur bætti hann einnig leikjamet félagsins í úrvalsdeild karla. Þetta var 350. deildarleikur Ólafs fyrir Grindavík og komst hann þar með fram úr Páli Axel Vilbergssyni sem var áður leikjahæsti Grindvíkingurinn. Það hafa líka aðeins fjórir leikmenn spilað fleiri leiki fyrir eitt félag í efstu deild á Íslandi. Ólafur var með 15 stig og 5 fráköst í metleiknum. Grindavík vann líka þær mínútur sem hann spilaði með átján stigum. Ólafur hefur spilað alla leiki sína hér á landi fyrir uppeldisfélagið sitt og er Grindvíkingurinn í augum flestra körfuboltaáhugamanna. Bónus Körfuboltakvöld fór aðeins yfir þetta afrek Ólafs í gærkvöldi. Klippa: Óli Óla orðinn leikjahæsti Grindvíkingurinn „Ég reyndi að eyðileggja þetta því ég var oft að reyna að fá hann í liðið mitt. Ég hefði getað eyðilagt þessa tölfræði en vel gert hjá honum að halda sér þarna,“ sagði Pavel Ermolinskij, sérfræðingur Körfuboltakvölds. „Pavel var ekkert einn í því. Ég reyndi það líka,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson, sérfræðingur Körfuboltakvölds, sem var lengi í stjórninni hjá Keflavík. „Ég fíla Óla. Hann er hæfilega klikkaður og það er góð orka í honum. Það er X-faktor í honum. Í þessum liðum þar sem ég var vanur að allt væri á sínum stað þá væri gott að hafa einn flugeld sem sprengir þetta aðeins upp,“ sagði Pavel. „Má segja að hann sé goðsögn hjá Grindavík,“ spurði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds. „Alveg hundrað prósent. Ekki bara í Grindavík. Er þetta ekki bara goðsögn í íslenskum körfubolta? Miklu frekar að tala um þetta þannig. Ég ber gríðarlega mikla virðingu fyrir því að þessi strákur hafi haldið tryggð við félagið sitt alla tíð. Ekki látið glepjast því ég veit að tilboðin sem hann hefur fengið í gegnum tíðina hafa verið stjarnfræðileg,“ sagði Jón Halldór. Það má sjá innslagið um met Ólafs hér fyrir ofan. Tölfræðin um Ólaf Ólafsson sem birt var í þættinum er unnin af Stattnördunum sem halda út fésbókarsíðu með tölfræðiupplýsingum um íslenskan körfubolta. Það er hægt að skoða hana hér. Bónus-deild karla Grindavík Körfuboltakvöld Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fleiri fréttir „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Sjá meira
Þetta var 350. deildarleikur Ólafs fyrir Grindavík og komst hann þar með fram úr Páli Axel Vilbergssyni sem var áður leikjahæsti Grindvíkingurinn. Það hafa líka aðeins fjórir leikmenn spilað fleiri leiki fyrir eitt félag í efstu deild á Íslandi. Ólafur var með 15 stig og 5 fráköst í metleiknum. Grindavík vann líka þær mínútur sem hann spilaði með átján stigum. Ólafur hefur spilað alla leiki sína hér á landi fyrir uppeldisfélagið sitt og er Grindvíkingurinn í augum flestra körfuboltaáhugamanna. Bónus Körfuboltakvöld fór aðeins yfir þetta afrek Ólafs í gærkvöldi. Klippa: Óli Óla orðinn leikjahæsti Grindvíkingurinn „Ég reyndi að eyðileggja þetta því ég var oft að reyna að fá hann í liðið mitt. Ég hefði getað eyðilagt þessa tölfræði en vel gert hjá honum að halda sér þarna,“ sagði Pavel Ermolinskij, sérfræðingur Körfuboltakvölds. „Pavel var ekkert einn í því. Ég reyndi það líka,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson, sérfræðingur Körfuboltakvölds, sem var lengi í stjórninni hjá Keflavík. „Ég fíla Óla. Hann er hæfilega klikkaður og það er góð orka í honum. Það er X-faktor í honum. Í þessum liðum þar sem ég var vanur að allt væri á sínum stað þá væri gott að hafa einn flugeld sem sprengir þetta aðeins upp,“ sagði Pavel. „Má segja að hann sé goðsögn hjá Grindavík,“ spurði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds. „Alveg hundrað prósent. Ekki bara í Grindavík. Er þetta ekki bara goðsögn í íslenskum körfubolta? Miklu frekar að tala um þetta þannig. Ég ber gríðarlega mikla virðingu fyrir því að þessi strákur hafi haldið tryggð við félagið sitt alla tíð. Ekki látið glepjast því ég veit að tilboðin sem hann hefur fengið í gegnum tíðina hafa verið stjarnfræðileg,“ sagði Jón Halldór. Það má sjá innslagið um met Ólafs hér fyrir ofan. Tölfræðin um Ólaf Ólafsson sem birt var í þættinum er unnin af Stattnördunum sem halda út fésbókarsíðu með tölfræðiupplýsingum um íslenskan körfubolta. Það er hægt að skoða hana hér.
Bónus-deild karla Grindavík Körfuboltakvöld Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fleiri fréttir „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Sjá meira