Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar 30. nóvember 2024 11:31 Kjördagur er nú runninn upp og því mikilvægt að þú gerir tvennt í dag. Í fyrsta lagi að nýta kosningaréttinn þinn, því lýðræðið og rétturinn til að kjósa er ótrúlega dýrmætur og alls ekki sjálfgefinn eins og við eigum öll að vita. Hitt sem er mikilvægt, er að þú kjósir Viðreisn með því að setja x við C. Mig langar að færa þrenns konar rök fyrir því að þið kjósið Viðreisn í dag: 1. Meira frelsi Viðreisn setur frelsið í forgang. Við ætlum ekki að vera flokkurinn sem sífellt þarf að hafa vit fyrir fólki heldur treysta fólki til þess að haga lífi sínu eins og það kýs. Frelsi til þess elska þann sem við viljum, frelsi til þess að ráða yfir eigin líkama og auk þess raunverulegt frelsi til athafna en ekki hagsmunabarátta fyrir útvalda í nafni frelsisins. 2. Skynsamleg hagstjórn fyrir lægri verðbólgu Verðbólga hefur haft alvarleg áhrif á íslenskan almenning undanfarið og dregið úr kaupmætti. Fylgifiskur verðbólgu eru háir vextir sem hafa alvarleg áhrif á efnahag heimila og fyrirtækja. Viðreisn leggur áherslu á stöðugleika með ábyrgri hagstjórn. Markmiðið er að lækka verðbólgu og vexti, greiða niður skuldir ríkisins og minnka þar með vaxtabyrði ríkisins. Þetta gerum við með markvissari nýtingu opinbers fjár, þar á meðal með því að sameina stofnanir og draga úr óþarfa verkefnum. 3. Velferð barna og ungmenna í öndvegi Líðan barna og ungmenna hefur versnað síðustu ár, og fjölmargar fjölskyldur eiga í erfiðleikum af þeim sökum. Viðreisn leggur til aukið aðgengi að sálfræðiþjónustu í skólum og meiri stuðning við fjölskyldur barna í vanda. Við ætlum að eyða biðlistum eftir greiningum barna, efla forvarnir og tryggja meðferðarúrræði fyrir börn. Það er grundvallarhlutverk samfélagsins að tryggja velferð næstu kynslóðar. Við mælum velferð samfélaga út frá því hvernig við komum fram við okkar veikasta fólk. Við ætlum að efla forvarnir á öllum sviðum og auka fræðslu í samstarfi við unga fólkið okkar. Að lokum við ég árétta hve mikilvægt það er að takast á við verkefnin með jákvæðni og bjartsýni að leiðarljósi því það hefur Viðreisn sýnt í þessari kosningabaráttu að hún gerir. Fólkið í Viðreisn er tilbúið til þess að vinna að nauðsynlegum breytingum á samfélaginu og taka höndum saman með þeim sem vilja gera það líka. Öll okkar stefnumál hafa hagsmuni almennings og samfélagsins að leiðarljósi og allar okkar ákvarðanir miðast við að þær komi sem best út fyrir fólkið í landinu. Því getur þú treyst og þess vegna skaltu kjósa Viðreisn í dag. Höfundur skipar 5. sæti á lista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Suðvesturkjördæmi Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Kjördagur er nú runninn upp og því mikilvægt að þú gerir tvennt í dag. Í fyrsta lagi að nýta kosningaréttinn þinn, því lýðræðið og rétturinn til að kjósa er ótrúlega dýrmætur og alls ekki sjálfgefinn eins og við eigum öll að vita. Hitt sem er mikilvægt, er að þú kjósir Viðreisn með því að setja x við C. Mig langar að færa þrenns konar rök fyrir því að þið kjósið Viðreisn í dag: 1. Meira frelsi Viðreisn setur frelsið í forgang. Við ætlum ekki að vera flokkurinn sem sífellt þarf að hafa vit fyrir fólki heldur treysta fólki til þess að haga lífi sínu eins og það kýs. Frelsi til þess elska þann sem við viljum, frelsi til þess að ráða yfir eigin líkama og auk þess raunverulegt frelsi til athafna en ekki hagsmunabarátta fyrir útvalda í nafni frelsisins. 2. Skynsamleg hagstjórn fyrir lægri verðbólgu Verðbólga hefur haft alvarleg áhrif á íslenskan almenning undanfarið og dregið úr kaupmætti. Fylgifiskur verðbólgu eru háir vextir sem hafa alvarleg áhrif á efnahag heimila og fyrirtækja. Viðreisn leggur áherslu á stöðugleika með ábyrgri hagstjórn. Markmiðið er að lækka verðbólgu og vexti, greiða niður skuldir ríkisins og minnka þar með vaxtabyrði ríkisins. Þetta gerum við með markvissari nýtingu opinbers fjár, þar á meðal með því að sameina stofnanir og draga úr óþarfa verkefnum. 3. Velferð barna og ungmenna í öndvegi Líðan barna og ungmenna hefur versnað síðustu ár, og fjölmargar fjölskyldur eiga í erfiðleikum af þeim sökum. Viðreisn leggur til aukið aðgengi að sálfræðiþjónustu í skólum og meiri stuðning við fjölskyldur barna í vanda. Við ætlum að eyða biðlistum eftir greiningum barna, efla forvarnir og tryggja meðferðarúrræði fyrir börn. Það er grundvallarhlutverk samfélagsins að tryggja velferð næstu kynslóðar. Við mælum velferð samfélaga út frá því hvernig við komum fram við okkar veikasta fólk. Við ætlum að efla forvarnir á öllum sviðum og auka fræðslu í samstarfi við unga fólkið okkar. Að lokum við ég árétta hve mikilvægt það er að takast á við verkefnin með jákvæðni og bjartsýni að leiðarljósi því það hefur Viðreisn sýnt í þessari kosningabaráttu að hún gerir. Fólkið í Viðreisn er tilbúið til þess að vinna að nauðsynlegum breytingum á samfélaginu og taka höndum saman með þeim sem vilja gera það líka. Öll okkar stefnumál hafa hagsmuni almennings og samfélagsins að leiðarljósi og allar okkar ákvarðanir miðast við að þær komi sem best út fyrir fólkið í landinu. Því getur þú treyst og þess vegna skaltu kjósa Viðreisn í dag. Höfundur skipar 5. sæti á lista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar