Innlent

Stefnir í að flokkunum fækki um tvo

Jón Þór Stefánsson skrifar
Miðað við fyrstu tölur ná ekki allir flokkarnir á þing.
Miðað við fyrstu tölur ná ekki allir flokkarnir á þing. Vísir/Vilhelm

Fyrstu tölur hafa borist úr öllum kjördæmum í Alþingiskosningunum. Eins og staðan er núna eru Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn með flesta þingmenn, með sextán þingmenn hvor flokkur.

Einungis sex flokkar stefna á þing miðað við atkvæði sem þegar hafa verið talin.

Auk Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar stefna Framsókn með fimm þingmenn, Viðreisn með tíu, Flokkur fólksins með níu og Miðflokkur með sjö á þing.

Vinstri grænir og Píratar eru samkvæmt þessum tölum að falla af þingi. 

Þá ná Sósíalistar, Lýðræðisflokkur og Ábyrg framtíð ná heldur ekki manni inn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×