Kanónurnar sem eru að hverfa Ólafur Björn Sverrisson skrifar 1. desember 2024 03:07 Þingmenn sem þjóðin hefur kynnst vel síðustu ár eru að öllum líkindum að hverfa af þingi. vísir Miklar sveiflur eru á fylgi þingflokka sem hefur þau áhrif að þekktir þingmenn ýmissa flokka hverfa af þingi. Vísir tók saman stærstu nöfnin sem þurfa að öllum líkindum að hverfa á braut. Ráðherrar hverfa á braut Þingflokkur VG þurrkast út samkvæmt öllum tölum. Fylgið var botnfrosið fyrir kosningar og niðurstaða kosninga virðist jafnvel verri en verstu spár, flokkurinn mælist með 2,4 prósent, samanborið við 12,6 prósent árið 2021. Formaðurinn Svandís Svavarsdóttir hefur aðeins verið í því hlutverki í tvo mánuði en er langt frá því að ná inn. Hún hefur verið þingmaður frá árinu 2009. Hún var umhverfis- og auðlindaráðherra á árunum 2012–2013, heilbrigðisráðherra 2017–2021, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra 2021–2022 og matvælaráðherra 2022–2024. Svandís Svavarsdóttir er formaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs.vísir/vilhelm Guðmundur Ingi Guðbrandsson er einnig að hverfa af þingi. Hann var umhverffis- og auðlindaráðherra 2017–2021 og félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra 2021–2024. Sömu leið fer Orri Páll Jóhannsson þingflokksformaður. Vonarstjarnan á leið út Í Framsóknarflokknum eru einnig miklar vendingar, þar sem flokkurinn er að missa Reykjavíkurþingmenn sína alla. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra er á leið út af þingi eins og staðan er núna. Hún hefur verið varaformaður flokksins frá árinu 2016. Lilja Alfreðsdóttir.vísir/vilhelm Sama á við um Ásmund Einar Daðason oddvita flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Hann var þingmaður Vinstri grænna frá árinu 2009 þangað til hann færði sig yfir í Framsókn og gegndi embætti félags- og barnamálaráðherra frá árinu 2017. Þess ber að geta að formaðurinn Sigurður Ingi Jóhannsson mælist ekki inni sem stendur en hann er næsti maður inn í Suðurkjördæmi þegar þetta er ritað. Sjóræningaskipið sokkið Þingflokkur Pírata fer sömu leið og þurrkast út. Þar innanborðs eru kanónur á borð við Þórhildi Sunnu Ævarsdóttir þingflokksformann sem hefur verið á þingi frá árinu 2016. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir.vísir/vilhelm Ræðukóngurinn Björn Leví Gunnarsson er einnig á leið út. Hann hefur einnig verið á þingi frá árinu 2016, og áberandi í mörgum málum, sérstaklega efnahagsmálum. Andrés Ingi Jónsson fer sömu leið, hann var þingmaður Vinstri grænna frá 2016, en fyrir Pírata frá 2021. Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Píratar Vinstri græn Alþingi Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Ráðherrar hverfa á braut Þingflokkur VG þurrkast út samkvæmt öllum tölum. Fylgið var botnfrosið fyrir kosningar og niðurstaða kosninga virðist jafnvel verri en verstu spár, flokkurinn mælist með 2,4 prósent, samanborið við 12,6 prósent árið 2021. Formaðurinn Svandís Svavarsdóttir hefur aðeins verið í því hlutverki í tvo mánuði en er langt frá því að ná inn. Hún hefur verið þingmaður frá árinu 2009. Hún var umhverfis- og auðlindaráðherra á árunum 2012–2013, heilbrigðisráðherra 2017–2021, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra 2021–2022 og matvælaráðherra 2022–2024. Svandís Svavarsdóttir er formaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs.vísir/vilhelm Guðmundur Ingi Guðbrandsson er einnig að hverfa af þingi. Hann var umhverffis- og auðlindaráðherra 2017–2021 og félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra 2021–2024. Sömu leið fer Orri Páll Jóhannsson þingflokksformaður. Vonarstjarnan á leið út Í Framsóknarflokknum eru einnig miklar vendingar, þar sem flokkurinn er að missa Reykjavíkurþingmenn sína alla. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra er á leið út af þingi eins og staðan er núna. Hún hefur verið varaformaður flokksins frá árinu 2016. Lilja Alfreðsdóttir.vísir/vilhelm Sama á við um Ásmund Einar Daðason oddvita flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Hann var þingmaður Vinstri grænna frá árinu 2009 þangað til hann færði sig yfir í Framsókn og gegndi embætti félags- og barnamálaráðherra frá árinu 2017. Þess ber að geta að formaðurinn Sigurður Ingi Jóhannsson mælist ekki inni sem stendur en hann er næsti maður inn í Suðurkjördæmi þegar þetta er ritað. Sjóræningaskipið sokkið Þingflokkur Pírata fer sömu leið og þurrkast út. Þar innanborðs eru kanónur á borð við Þórhildi Sunnu Ævarsdóttir þingflokksformann sem hefur verið á þingi frá árinu 2016. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir.vísir/vilhelm Ræðukóngurinn Björn Leví Gunnarsson er einnig á leið út. Hann hefur einnig verið á þingi frá árinu 2016, og áberandi í mörgum málum, sérstaklega efnahagsmálum. Andrés Ingi Jónsson fer sömu leið, hann var þingmaður Vinstri grænna frá 2016, en fyrir Pírata frá 2021.
Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Píratar Vinstri græn Alþingi Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira