Þegar aðeins eitt kjördæmi á eftir að skila lokatölum eru með þriggja prósenta fylgi á landsvísu.
Þórhildur tjáði sig um stöðuna á Facebook rétt í þessu og segir niðurstöðuna langt frá væntingum.
„Það hafa verið forréttindi að sitja á Alþingi og einn daginn geri ég það upp en ekki í dag,“ segir hún.
„Í dag er ég þakklàt öllum þeim sem kusu Pírata og allra helst starfsfólkinu, sjálfboðaliðunum og samstarfsfólkinu sem lagði nótt við nýtan dag í baráttunni. Þið eruð frábær, takk fyrir mig.“