Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. desember 2024 09:53 Kristjana hefur víðtæka reynslu þegar kemur að fjölmiðlum. Kristjana Thors Brynjólfsdóttir hefur verið ráðin í starf framkvæmdastjóra Miðla og efnisveitna hjá Sýn. Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að líkt og komið hafi fram í kauphallartilkynningu Sýnar frá 31. október hafi öll fjölmiðlastarfsemi Sýnar verið sameinuð. Hið nýja svið kallist Miðlar og efnisveitur. Sviðið sé mikilvægur hlekkur í rekstri Sýnar en þar fer fram öll framleiðsla á dagskrárefni hvort sem er í sjónvarpi, útvarpi og hlaðvarpi. Rekstur fréttastofu heyrir einnig undir sviðið en unnið er eftir skýrri ritstjórnarstefnu og heyrir ritstjóri frétta beint undir forstjóra. Í tilkynningunni segir að Kristjana hafi áratuga reynslu af fjölmiðlageiranum á Norðurlöndunum, þar sem hún hefur sinnt fjölbreyttum ábyrgðarstörfum. Hún hefur gegnt lykilhlutverkum hjá fyrirtækjum á borð við Warner Bros., Discovery og Viaplay Group. Þar hefur hún m.a. sérhæft sig í stefnumótun, efniskaupum og markaðssetningu, auk stjórnun stafrænna umbreytingarverkefna. Hún hefur öðlast dýrmæta innsýn í starfsemi fjölmiðlafyrirtækja, leitt fjölþjóðleg verkefni og unnið náið með haghöfum á sviði fjölmiðlunar. Nú síðast hefur Kristjana veitt sjónvarpsþróun Sýnar forstöðu. „Við erum afar ánægð að fá Kristjönu Thors Brynjólfsdóttur til liðs við framkvæmdastjórn félagsins. Framkvæmdastjórnin er nú full mönnuð að teknu tilliti til breytinga á skipuriti Sýnar, sem tóku gildi 1. nóvember 2024,“ segir Herdís Dröfn Fjeldsted forstjóri Sýnar. „Kristjana hefur yfirgripsmikla alþjóðlega reynslu af fjölmiðlarekstri og stafrænni tækniþróun og mun styrkja yfirstjórn félagsins verulega. Við hlökkum til að vinna með Kristjönu að því að efla og þróa starfsemi fjölmiðlareksturs Sýnar og félagsins í heild enn frekar.“ Haft er eftir Kristjönu að það sé gríðarlega spennandi að fá að taka þátt í þeirri vegferð sem Sýn sé á. „Styrkur fjölmiðla Sýnar er til vitnis um þá hæfileika, sköpunargáfu og ástríðu sem miðlarnir búa við. Þetta er mjög sterkur grunnur að byggja á þegar við tökumst saman á við að móta framtíð fjölmiðla í síbreytilegu landslagi.“ Vísir er í eigu Sýnar. Sýn Fjölmiðlar Vistaskipti Tengdar fréttir Reynslubolti frá Warner Bros og Viaplay til Sýnar Kristjana Thors Brynjólfsdóttir hefur verið ráðin Þróunarstjóri Sjónvarpslausna hjá Sýn. Hún mun leiða framþróun og umbreytingu sjónvarpsdreifingar, viðmóta og sjónvarpsupplifunar að því er fram kemur í tilkynningu frá Sýn. 9. júní 2023 10:01 Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Sjá meira
Þar segir að líkt og komið hafi fram í kauphallartilkynningu Sýnar frá 31. október hafi öll fjölmiðlastarfsemi Sýnar verið sameinuð. Hið nýja svið kallist Miðlar og efnisveitur. Sviðið sé mikilvægur hlekkur í rekstri Sýnar en þar fer fram öll framleiðsla á dagskrárefni hvort sem er í sjónvarpi, útvarpi og hlaðvarpi. Rekstur fréttastofu heyrir einnig undir sviðið en unnið er eftir skýrri ritstjórnarstefnu og heyrir ritstjóri frétta beint undir forstjóra. Í tilkynningunni segir að Kristjana hafi áratuga reynslu af fjölmiðlageiranum á Norðurlöndunum, þar sem hún hefur sinnt fjölbreyttum ábyrgðarstörfum. Hún hefur gegnt lykilhlutverkum hjá fyrirtækjum á borð við Warner Bros., Discovery og Viaplay Group. Þar hefur hún m.a. sérhæft sig í stefnumótun, efniskaupum og markaðssetningu, auk stjórnun stafrænna umbreytingarverkefna. Hún hefur öðlast dýrmæta innsýn í starfsemi fjölmiðlafyrirtækja, leitt fjölþjóðleg verkefni og unnið náið með haghöfum á sviði fjölmiðlunar. Nú síðast hefur Kristjana veitt sjónvarpsþróun Sýnar forstöðu. „Við erum afar ánægð að fá Kristjönu Thors Brynjólfsdóttur til liðs við framkvæmdastjórn félagsins. Framkvæmdastjórnin er nú full mönnuð að teknu tilliti til breytinga á skipuriti Sýnar, sem tóku gildi 1. nóvember 2024,“ segir Herdís Dröfn Fjeldsted forstjóri Sýnar. „Kristjana hefur yfirgripsmikla alþjóðlega reynslu af fjölmiðlarekstri og stafrænni tækniþróun og mun styrkja yfirstjórn félagsins verulega. Við hlökkum til að vinna með Kristjönu að því að efla og þróa starfsemi fjölmiðlareksturs Sýnar og félagsins í heild enn frekar.“ Haft er eftir Kristjönu að það sé gríðarlega spennandi að fá að taka þátt í þeirri vegferð sem Sýn sé á. „Styrkur fjölmiðla Sýnar er til vitnis um þá hæfileika, sköpunargáfu og ástríðu sem miðlarnir búa við. Þetta er mjög sterkur grunnur að byggja á þegar við tökumst saman á við að móta framtíð fjölmiðla í síbreytilegu landslagi.“ Vísir er í eigu Sýnar.
Sýn Fjölmiðlar Vistaskipti Tengdar fréttir Reynslubolti frá Warner Bros og Viaplay til Sýnar Kristjana Thors Brynjólfsdóttir hefur verið ráðin Þróunarstjóri Sjónvarpslausna hjá Sýn. Hún mun leiða framþróun og umbreytingu sjónvarpsdreifingar, viðmóta og sjónvarpsupplifunar að því er fram kemur í tilkynningu frá Sýn. 9. júní 2023 10:01 Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Sjá meira
Reynslubolti frá Warner Bros og Viaplay til Sýnar Kristjana Thors Brynjólfsdóttir hefur verið ráðin Þróunarstjóri Sjónvarpslausna hjá Sýn. Hún mun leiða framþróun og umbreytingu sjónvarpsdreifingar, viðmóta og sjónvarpsupplifunar að því er fram kemur í tilkynningu frá Sýn. 9. júní 2023 10:01