Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. desember 2024 10:47 Stefán Einar Stefánsson og Eiríkur Bergmann krufðu mögulegar stjórnarmyndanir í Bítinu. Vísir/Vilhelm Stefán Einar Stefánsson blaðamaður á Morgunblaðinu telur stjórnarmyndun nú snúast um líf og dauða fyrir bæði Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins og Kristrúnu Frostadóttur formann Samfylkingarinnar. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur segir ljóst að möguleikarnir til stjórnarmyndunar séu nokkrir, en hann hefur trú á því að Flokkur fólksins verði til í málamiðlanir. Samstarf Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks sé pólitískur ómöguleiki. Þetta er meðal þess sem fram kom í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þangað mættu þeir Stefán og Eiríkur til að ræða nýafstaðnar kosningar um helgina og stjórnarmyndunarviðræður sem svo munu fara fram í kjölfarið. Formenn allra flokka funda í dag með Höllu Tómasdóttur forseta Íslands. Dagur myndi taka við og Bjarni ekki í minnihluta „Ég held að pólitísk framtíð tveggja stjórnmálamanna muni ráðast á þessu máli, stjórnarmynduninni. Ég held að þetta sé upp á líf og dauða fyrir Bjarna Benediktsson og Kristrúnu Frostadóttur,“ segir Stefán Einar. Hann segist ekki viss um að hún muni hafa það af að lenda í minnihluta á kjörtímabilinu. „Af því það eru gríðarlegar væntingar til hennar eðlilega, ég held það hafi verið eitt skot í byssunni og ef hún lendir í stjórnarandstöðu þá held ég að það séu meiri líkur en minni á að Dagur B. Eggertsson taki einfaldlega við Samfylkingunni á landsvísu.“ Þá segir Stefán margt kalla á að Sjálfstæðisflokkurinn fari ekki í stjórn. Flokkurinn hafi mikla þörf fyrir að fara í naflaskoðun, mikið þurfi að breytast. „Þó menn segi að þetta sé varnarsigur miðað við að hann var að mælast með tólf prósent, þá er þetta auðvitað afhroð og menn eru að sleikja sárin núna. Það getur verið mjög þungt fyrir flokk sem lendir í slíku áfalli að setjast inn í stjórn og ætla einhvern veginn að endurnýja erindi sitt.“ Sérðu Bjarna leiða flokkinn í minnihluta? „Nei, ég held að það gerist nú ekki. Þess vegna segi ég að þetta er upp á líf og dauða fyrir hann og Kristrúnu, af ólíkum ástæðum. Það er enn á dagskrá eftir því sem ég best veit landsfundur í febrúar og ég held að Bjarni fari ekki í gegnum þann fund sem formaður nema hann sitji þá í ríkisstjórn. En hann er svo sem búinn að negla sig inn ef hann gerir það.“ Inga hafi haft stjórn á sínu fólki Eiríkur Bergmann segir í Bítinu að það sé tæplega hægt að tala um hægribylgju eftir kosningarnar í ljósi fylgis Samfylkingarinnar og Flokks fólksins. Ljóst sé að um gríðarlega breytingu á landslagi íslenskra stjórnmála sé að ræða. Hann segir ljóst að Inga Sæland, Þorgerður Katrín og Kristrún Frostadóttir séu byrjaðar að tala saman. „Satt að segja kom mér aðeins á óvart hversu viljug Inga Sæland virtist vera til þess að fara í akkúrat þetta samstarf og hún var nú ekkert að skerpa á neinum átakalínum í því samtali heldur þvert á móti,“ segir Eiríkur. Stefán Einar veltir því upp að miklar áhyggjur séu af því innan annarra flokka hvort Flokkur fólksins sé stjórntækur. Eiríkur segir Ingu þó hafa sýnt það að hún geti haft stjórn á sínu fólki. „Stjórnmál eru list hins mögulega. Þrátt fyrir að stjórnmálaflokkar hafi stillt upp sínum málum með mjög afgerandi hætti þá breytist það þegar við stjórnarmyndunarborðið er komið. Ég held að þetta verkefni felist í því að Flokkur fólksins verður að fá eitthvað afgerandi út úr þessum stjórnarmyndunarviðræðum. Þau þurfa ekki að fá allt sitt held ég, enda fær enginn allt sitt í ríkisstjórnarmyndun. En það er nauðsynlegt fyrir Ingu Sæland og Flokk fólksins að það sé eitthvað afgerandi og stórt mál sem þau fá fyrir sitt fólk, fyrir þau sem höllustum fæti standa. Málið er að það er hægt að útfæra allskonar hluti í þeim efnum, þannig mér finnst þetta ekki einhver svona ómöguleiki sem er ófært að ná yfir.“ ESB þvælist helst fyrir CDM stjórn Þá ræða þeir félagar aðra mögulegar samsetningar ríkisstjórnar í Bítinu. Stefán Einar bendir á að það hafi verið rætt í bakherbergjum að Viðreisn geti myndað stjórn með Miðflokki og Sjálfstæðisflokki. Það sé ekki síst vegna þess að gott samband sé á milli Þorgerðar og Sigmundar. „Þar er þetta Evrópusambandsmál að þvælast mjög fyrir fólki og maður heyrir ekki á Bjarna og Sigmundi að þeir séu reiðubúnir að fara í þessa þjóðaratkvæðagreiðslu, en svo hafa menn opnað á þann möguleika hvort það sé hægt að taka það mál út úr pólitíkinni, segja að það verði þjóðaratkvæðagreiðsla hér segjum um mitt næsta ár og stjórnmálaflokkarnir fari út úr þessu og það verði þá aðrar stofnanir eða samtök sem munu taka þann slag, þannig flokkarnir haldi sig til hlés. Hvort það sé möguleiki er þá annað mál. Það er ekki mjög stór meirihluti, 33 þingmenn.“ Þeir Eiríkur og Stefán Einar eru sammála um að það sé pólitískur ómöguleiki fyrir Samfylkingu og Sjálfstæðisflokk að vinna saman. Eiríkur segir það sér í lagi erfitt fyrir Samfylkingu að vinna með flokknum undir núverandi formanni. „Gangi þetta ekki núna þá fer af stað þessi hringekja sem Stefán Einar nefnir og þá gæti það orðið flókið. Síðan er líka það að það sem virðist ómögulegt í upphafi svona viðræðna verður sífellt augljósara og fýsilegra eftir því sem fleiri hringir eru farnir og við erum farnir að horfa í stjórnarkreppu. Það er nú þannig sem núverandi ríkisstjórn varð til.“ Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Flokkur fólksins Miðflokkurinn Bítið Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kom í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þangað mættu þeir Stefán og Eiríkur til að ræða nýafstaðnar kosningar um helgina og stjórnarmyndunarviðræður sem svo munu fara fram í kjölfarið. Formenn allra flokka funda í dag með Höllu Tómasdóttur forseta Íslands. Dagur myndi taka við og Bjarni ekki í minnihluta „Ég held að pólitísk framtíð tveggja stjórnmálamanna muni ráðast á þessu máli, stjórnarmynduninni. Ég held að þetta sé upp á líf og dauða fyrir Bjarna Benediktsson og Kristrúnu Frostadóttur,“ segir Stefán Einar. Hann segist ekki viss um að hún muni hafa það af að lenda í minnihluta á kjörtímabilinu. „Af því það eru gríðarlegar væntingar til hennar eðlilega, ég held það hafi verið eitt skot í byssunni og ef hún lendir í stjórnarandstöðu þá held ég að það séu meiri líkur en minni á að Dagur B. Eggertsson taki einfaldlega við Samfylkingunni á landsvísu.“ Þá segir Stefán margt kalla á að Sjálfstæðisflokkurinn fari ekki í stjórn. Flokkurinn hafi mikla þörf fyrir að fara í naflaskoðun, mikið þurfi að breytast. „Þó menn segi að þetta sé varnarsigur miðað við að hann var að mælast með tólf prósent, þá er þetta auðvitað afhroð og menn eru að sleikja sárin núna. Það getur verið mjög þungt fyrir flokk sem lendir í slíku áfalli að setjast inn í stjórn og ætla einhvern veginn að endurnýja erindi sitt.“ Sérðu Bjarna leiða flokkinn í minnihluta? „Nei, ég held að það gerist nú ekki. Þess vegna segi ég að þetta er upp á líf og dauða fyrir hann og Kristrúnu, af ólíkum ástæðum. Það er enn á dagskrá eftir því sem ég best veit landsfundur í febrúar og ég held að Bjarni fari ekki í gegnum þann fund sem formaður nema hann sitji þá í ríkisstjórn. En hann er svo sem búinn að negla sig inn ef hann gerir það.“ Inga hafi haft stjórn á sínu fólki Eiríkur Bergmann segir í Bítinu að það sé tæplega hægt að tala um hægribylgju eftir kosningarnar í ljósi fylgis Samfylkingarinnar og Flokks fólksins. Ljóst sé að um gríðarlega breytingu á landslagi íslenskra stjórnmála sé að ræða. Hann segir ljóst að Inga Sæland, Þorgerður Katrín og Kristrún Frostadóttir séu byrjaðar að tala saman. „Satt að segja kom mér aðeins á óvart hversu viljug Inga Sæland virtist vera til þess að fara í akkúrat þetta samstarf og hún var nú ekkert að skerpa á neinum átakalínum í því samtali heldur þvert á móti,“ segir Eiríkur. Stefán Einar veltir því upp að miklar áhyggjur séu af því innan annarra flokka hvort Flokkur fólksins sé stjórntækur. Eiríkur segir Ingu þó hafa sýnt það að hún geti haft stjórn á sínu fólki. „Stjórnmál eru list hins mögulega. Þrátt fyrir að stjórnmálaflokkar hafi stillt upp sínum málum með mjög afgerandi hætti þá breytist það þegar við stjórnarmyndunarborðið er komið. Ég held að þetta verkefni felist í því að Flokkur fólksins verður að fá eitthvað afgerandi út úr þessum stjórnarmyndunarviðræðum. Þau þurfa ekki að fá allt sitt held ég, enda fær enginn allt sitt í ríkisstjórnarmyndun. En það er nauðsynlegt fyrir Ingu Sæland og Flokk fólksins að það sé eitthvað afgerandi og stórt mál sem þau fá fyrir sitt fólk, fyrir þau sem höllustum fæti standa. Málið er að það er hægt að útfæra allskonar hluti í þeim efnum, þannig mér finnst þetta ekki einhver svona ómöguleiki sem er ófært að ná yfir.“ ESB þvælist helst fyrir CDM stjórn Þá ræða þeir félagar aðra mögulegar samsetningar ríkisstjórnar í Bítinu. Stefán Einar bendir á að það hafi verið rætt í bakherbergjum að Viðreisn geti myndað stjórn með Miðflokki og Sjálfstæðisflokki. Það sé ekki síst vegna þess að gott samband sé á milli Þorgerðar og Sigmundar. „Þar er þetta Evrópusambandsmál að þvælast mjög fyrir fólki og maður heyrir ekki á Bjarna og Sigmundi að þeir séu reiðubúnir að fara í þessa þjóðaratkvæðagreiðslu, en svo hafa menn opnað á þann möguleika hvort það sé hægt að taka það mál út úr pólitíkinni, segja að það verði þjóðaratkvæðagreiðsla hér segjum um mitt næsta ár og stjórnmálaflokkarnir fari út úr þessu og það verði þá aðrar stofnanir eða samtök sem munu taka þann slag, þannig flokkarnir haldi sig til hlés. Hvort það sé möguleiki er þá annað mál. Það er ekki mjög stór meirihluti, 33 þingmenn.“ Þeir Eiríkur og Stefán Einar eru sammála um að það sé pólitískur ómöguleiki fyrir Samfylkingu og Sjálfstæðisflokk að vinna saman. Eiríkur segir það sér í lagi erfitt fyrir Samfylkingu að vinna með flokknum undir núverandi formanni. „Gangi þetta ekki núna þá fer af stað þessi hringekja sem Stefán Einar nefnir og þá gæti það orðið flókið. Síðan er líka það að það sem virðist ómögulegt í upphafi svona viðræðna verður sífellt augljósara og fýsilegra eftir því sem fleiri hringir eru farnir og við erum farnir að horfa í stjórnarkreppu. Það er nú þannig sem núverandi ríkisstjórn varð til.“
Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Flokkur fólksins Miðflokkurinn Bítið Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Sjá meira