Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Jakob Bjarnar skrifar 2. desember 2024 10:57 Björn Leví segir þessa mynd lýsa ágætlega veru sinni á þingi, en honum þyki einfaldlega þægilegra að vera skólaus innandyra. Það olli hins vegar uppnámi meðal íhaldssamari þingmanna en þetta var ekki vegna virðingarleysis fyrir Alþingi, að sögn Björns sjálfs. vísir/vilhelm Píratar duttu út af þingi í þeim kosningum sem nú eru nýafstaðnar. Björn Leví Gunnarsson Pírati gerir upp þingsetu sína í pistli sem hann skrifar á Facebook-síðu sína. Í pistlinum segist Björn oftar en ekki hafa upplifað sig utangarðs á þingi og það lýsti sér meðal annars í hinu fræga skóleysi, en hann neitaði fyrrverandi skrifstofustjóra um að fara í skó eins og frægt er orðið. Og var Björn Leví oftar en ekki skotspónn einkum hægri manna fyrir það. Ber mikla virðingu fyrir þinginu En þetta gerði Björn að sögn ekki vegna mótþróaröskunar eða vanvirðingar gagnvart þinginu: „Störf þingsins snúast mjög mikið um hefðir og ef það er eitthvað sem ég ætti að ráðleggja þeim 34 nýju þingmönnum sem nú stíga þangað inn þá er það að efast um þær hefðir. Þær eru bókstaflega hannaðar til þess að koma í veg fyrir frumkvæði þingmanna í störfum sínum. Að minnsta kosti á meðan meirihlutinn nýtir sér þær hefðir.“ Björn Leví segist bera gríðarlega mikla virðingu fyrir þessari stofnun, því vildi hann fjarlægja þessa fáránlegu dönsku kórónu af þaki þingsins og hann hefur meira að segja fengið sér tattú af þinginu fyrir nokkrum árum. „Ég ber hins vegar mun minni virðingu fyrir því hvernig hefur verið farið með þessa stofnun á undanförnum árum og áratugum í valdapólitíkinni sem vonandi er að hverfa í bili.“ Tregðan í öllu svakaleg Björn Leví segist skilja sáttur við starfið sem hann segir fylgja gríðarlegt álag. Nauðsynlegt sé að setja sér mörk. „Það sem er einna erfiðast við það er að það er rosalega erfitt að klára verkefni á þingi. Yfirleitt er það besta sem maður getur gert að þoka málum áfram. Tregðan í öllu þarna er svakaleg. Tregðan gegn breytingum er staðallinn - því þau sem vilja engu breyta þurfa bara að fresta málinu fram á næsta fund, og næsta, og næsta, og svo framvegis. Íhaldið nær árangri með því að vinna ekki neitt. Með því að gera ekki neitt nema sóa tíma og fresta umræðu og afgreiðslu.“ Sjá má pistil Björns Leví í heild sinni hér neðar. Alþingiskosningar 2024 Alþingi Píratar Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Í pistlinum segist Björn oftar en ekki hafa upplifað sig utangarðs á þingi og það lýsti sér meðal annars í hinu fræga skóleysi, en hann neitaði fyrrverandi skrifstofustjóra um að fara í skó eins og frægt er orðið. Og var Björn Leví oftar en ekki skotspónn einkum hægri manna fyrir það. Ber mikla virðingu fyrir þinginu En þetta gerði Björn að sögn ekki vegna mótþróaröskunar eða vanvirðingar gagnvart þinginu: „Störf þingsins snúast mjög mikið um hefðir og ef það er eitthvað sem ég ætti að ráðleggja þeim 34 nýju þingmönnum sem nú stíga þangað inn þá er það að efast um þær hefðir. Þær eru bókstaflega hannaðar til þess að koma í veg fyrir frumkvæði þingmanna í störfum sínum. Að minnsta kosti á meðan meirihlutinn nýtir sér þær hefðir.“ Björn Leví segist bera gríðarlega mikla virðingu fyrir þessari stofnun, því vildi hann fjarlægja þessa fáránlegu dönsku kórónu af þaki þingsins og hann hefur meira að segja fengið sér tattú af þinginu fyrir nokkrum árum. „Ég ber hins vegar mun minni virðingu fyrir því hvernig hefur verið farið með þessa stofnun á undanförnum árum og áratugum í valdapólitíkinni sem vonandi er að hverfa í bili.“ Tregðan í öllu svakaleg Björn Leví segist skilja sáttur við starfið sem hann segir fylgja gríðarlegt álag. Nauðsynlegt sé að setja sér mörk. „Það sem er einna erfiðast við það er að það er rosalega erfitt að klára verkefni á þingi. Yfirleitt er það besta sem maður getur gert að þoka málum áfram. Tregðan í öllu þarna er svakaleg. Tregðan gegn breytingum er staðallinn - því þau sem vilja engu breyta þurfa bara að fresta málinu fram á næsta fund, og næsta, og næsta, og svo framvegis. Íhaldið nær árangri með því að vinna ekki neitt. Með því að gera ekki neitt nema sóa tíma og fresta umræðu og afgreiðslu.“ Sjá má pistil Björns Leví í heild sinni hér neðar.
Alþingiskosningar 2024 Alþingi Píratar Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira