Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. desember 2024 13:30 Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta fagnar EM-sætinu eftir frækinn sigur á Þýskalandi á Laugardalsvelli í sumar, 3-0. vísir/anton Nú er ljóst hvernig íslenskir stuðningsmenn geta sér keypt miða á Evrópumót kvenna í fótbolta í Sviss á næsta ári. Miðasalan fyrir íslenska stuðningsmenn fer fram í þremur hlutum. Allir miðarnir sem eru seldir eru á sérstöku svæði sem er frátekið fyrir stuðningsmenn Íslands. Evrópumótið í Sviss fer fram 2.-27. júlí 2025. Dregið verður í riðla 16. desember og daginn eftir geta stuðningsmenn Íslands keypt sér miða á leikina. Sú miðasala stendur fram á aðfangadag. Í þessum fyrsta hluta verður notast við miðasölu með einnota kóðum. Þeir sem ætla að kaupa sér miða þurfa að skrá sig í gegnum skráningarform sem verður aðgengilegt á heimasíðu KSÍ. Opnað verður fyrir formið í dag og það verður opið fram til klukkan 12:00 á Þorláksmessu. Frá og með 17. desember fá svo þeir sem hafa skráð sig kóða sem þeir geta notað til að kaupa miða í gegnum miðavef UEFA. Sú miðasala stendur fram á hádegi á aðfangadag, eða á meðan miðar endast. Hægt verður að kaupa allt að tíu miða á hvern leik Íslands í riðlakeppninni með hverjum kóða. Ísland er á leið á fimmta Evrópumótið í röð.vísir/anton Annar hluti miðasölunnar fer fram 27. desember til 8. janúar. Þar verða miðar seldir með fjölnota aðgangskóða og er þessi hluti aðgengilegur öllum sem eru áskrifendur að fréttabréfi KSÍ (hér má gerast áskrifandi). Þann 27. desember verður kóðinn sendur út með fréttabréfi KSÍ og frá og með klukkan 12:00 getur fólk keypt sér miða á miðavef UEFA. Hægt verður að kaupa fjóra miða á hvern leik í einu en ef fólk vill kaupa fleiri miða endurtekur það kaupin með sama kóðanum. Þessi gluggi til að kaupa miða verður opinn til klukkan 12:00 8. desember, eða á meðan miðar endar. Í þriðja hluta miðasölunnar verður miðakerfi UEFA svo opið öllum sem eru skráðir „Fan of Iceland“. Þriðji hlutinn verður opinn frá klukkan 12:00 9. janúar til klukkan 12:00 16. janúar, eða á miðan miðar endast. Nánari upplýsingar um miðasöluna á EM má nálgast á heimasíðu KSÍ, eða með því að smella hér. EM 2025 í Sviss KSÍ Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Fleiri fréttir City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Sjá meira
Miðasalan fyrir íslenska stuðningsmenn fer fram í þremur hlutum. Allir miðarnir sem eru seldir eru á sérstöku svæði sem er frátekið fyrir stuðningsmenn Íslands. Evrópumótið í Sviss fer fram 2.-27. júlí 2025. Dregið verður í riðla 16. desember og daginn eftir geta stuðningsmenn Íslands keypt sér miða á leikina. Sú miðasala stendur fram á aðfangadag. Í þessum fyrsta hluta verður notast við miðasölu með einnota kóðum. Þeir sem ætla að kaupa sér miða þurfa að skrá sig í gegnum skráningarform sem verður aðgengilegt á heimasíðu KSÍ. Opnað verður fyrir formið í dag og það verður opið fram til klukkan 12:00 á Þorláksmessu. Frá og með 17. desember fá svo þeir sem hafa skráð sig kóða sem þeir geta notað til að kaupa miða í gegnum miðavef UEFA. Sú miðasala stendur fram á hádegi á aðfangadag, eða á meðan miðar endast. Hægt verður að kaupa allt að tíu miða á hvern leik Íslands í riðlakeppninni með hverjum kóða. Ísland er á leið á fimmta Evrópumótið í röð.vísir/anton Annar hluti miðasölunnar fer fram 27. desember til 8. janúar. Þar verða miðar seldir með fjölnota aðgangskóða og er þessi hluti aðgengilegur öllum sem eru áskrifendur að fréttabréfi KSÍ (hér má gerast áskrifandi). Þann 27. desember verður kóðinn sendur út með fréttabréfi KSÍ og frá og með klukkan 12:00 getur fólk keypt sér miða á miðavef UEFA. Hægt verður að kaupa fjóra miða á hvern leik í einu en ef fólk vill kaupa fleiri miða endurtekur það kaupin með sama kóðanum. Þessi gluggi til að kaupa miða verður opinn til klukkan 12:00 8. desember, eða á meðan miðar endar. Í þriðja hluta miðasölunnar verður miðakerfi UEFA svo opið öllum sem eru skráðir „Fan of Iceland“. Þriðji hlutinn verður opinn frá klukkan 12:00 9. janúar til klukkan 12:00 16. janúar, eða á miðan miðar endast. Nánari upplýsingar um miðasöluna á EM má nálgast á heimasíðu KSÍ, eða með því að smella hér.
EM 2025 í Sviss KSÍ Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Fleiri fréttir City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Sjá meira