Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Jón Þór Stefánsson skrifar 2. desember 2024 14:13 Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjaness. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur hlotið sextíu daga fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, í Héraðsdómi Reykjaness vegna líkamsárásar gegn eiginkonu sinni. Árásin sem maðurinn var sakfelldur fyrir átti sér stað á heimili þeirra þann 9. mars á þessu ári. Manninum var gefið að sök að hrinda konunni endurtekið utan í skáp og slá höfði hennar endurtekið utan í hurð og skáp. Fyrir vikið hlaut konan áverka víðs vegar í andliti. Taldi áverkana vera konunni sjálfri að kenna Fyrir dómi neitaði maðurinn sök. Hann sagði að þau tvö hefðu verið að gera við íbúð hans, og hann ætlað að greiða henni fyrir það, en hún verið ósátt með upphæðina sem hann ætlaði að gefa henni. Hún hafi því ætlað að fara í burtu, en hann ekki viljað láta hana hafa bíllyklana. Að hans sögn brást hún ill við, varð reið og árásargjörn. Hún hafi meðal annars kastað bolla og ýtt húsgögnum til. Hann hafi reynt að róa hana og ýtt henni inn í herbergi. Í fyrstu hafi hann tekið um mitti hennar og ýtt stutta vegalengd, en hún streist á móti og því hafi hann ýtt fastar á hana. Hann sagði konuna hafa verið með stóran gullhring á fingri og slegið handleggnum í andlitið á sjálfri sér. Því hafi verið um sjálfsáverka að ræða. Lét ekki segjast Konan hins vegar sagði fyrir dómi að þau hefðu verið að rífast um kvöldið. Hann hafi verið ósáttur með að hún hafi komið seinna heim en hann. Hann hafi verið reiður og öskrað vegna þess að hún hafi ekki verið búin að elda heitan mat. Hún hafi ítrekað beðið hann afsökunar, en hann ekki látið segjast. Síðan hafi hann framið árásina sem hann var ákærður fyrir. Dómnum þótti ekki ástæða til að draga framburð konunnar í efa og vísaði til læknisvottorðs því til stuðnings. Þó þótti honum ekki sannað að maðurinn hefði hrint henni utan í skáp, en fyrir utan það atriði var hann sakfelldur. Líkt og áður segir var maðurinn dæmdur í sextíu daga skilorðsbundið fangelsi. Þá er honum gert að greiða 400 þúsund krónur í miskabætur. Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Fleiri fréttir Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Sjá meira
Árásin sem maðurinn var sakfelldur fyrir átti sér stað á heimili þeirra þann 9. mars á þessu ári. Manninum var gefið að sök að hrinda konunni endurtekið utan í skáp og slá höfði hennar endurtekið utan í hurð og skáp. Fyrir vikið hlaut konan áverka víðs vegar í andliti. Taldi áverkana vera konunni sjálfri að kenna Fyrir dómi neitaði maðurinn sök. Hann sagði að þau tvö hefðu verið að gera við íbúð hans, og hann ætlað að greiða henni fyrir það, en hún verið ósátt með upphæðina sem hann ætlaði að gefa henni. Hún hafi því ætlað að fara í burtu, en hann ekki viljað láta hana hafa bíllyklana. Að hans sögn brást hún ill við, varð reið og árásargjörn. Hún hafi meðal annars kastað bolla og ýtt húsgögnum til. Hann hafi reynt að róa hana og ýtt henni inn í herbergi. Í fyrstu hafi hann tekið um mitti hennar og ýtt stutta vegalengd, en hún streist á móti og því hafi hann ýtt fastar á hana. Hann sagði konuna hafa verið með stóran gullhring á fingri og slegið handleggnum í andlitið á sjálfri sér. Því hafi verið um sjálfsáverka að ræða. Lét ekki segjast Konan hins vegar sagði fyrir dómi að þau hefðu verið að rífast um kvöldið. Hann hafi verið ósáttur með að hún hafi komið seinna heim en hann. Hann hafi verið reiður og öskrað vegna þess að hún hafi ekki verið búin að elda heitan mat. Hún hafi ítrekað beðið hann afsökunar, en hann ekki látið segjast. Síðan hafi hann framið árásina sem hann var ákærður fyrir. Dómnum þótti ekki ástæða til að draga framburð konunnar í efa og vísaði til læknisvottorðs því til stuðnings. Þó þótti honum ekki sannað að maðurinn hefði hrint henni utan í skáp, en fyrir utan það atriði var hann sakfelldur. Líkt og áður segir var maðurinn dæmdur í sextíu daga skilorðsbundið fangelsi. Þá er honum gert að greiða 400 þúsund krónur í miskabætur.
Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Fleiri fréttir Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Sjá meira