Dagur strikaður niður um sæti Magnús Jochum Pálsson skrifar 2. desember 2024 15:51 Dagur B. Eggertsson er í öðru sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Kristrún Frostadóttir formaður flokksins leiðir listann. Vísir/Einar Dagur B. Eggertsson var strikaður út eða færður til á lista 1.453 sinnum sem gerir það að verkum að hann færist niður fyrir Þórð Snæ Júlíusson í þriðja sæti lista Samfylkingarinnar í Reykjavík norður. Örfáir Sjálfstæðismenn strikuðu út Dag og ógildu þannig atkvæði sín. Heimir Örn Herbertsson, oddviti yfirkjörstjórnar í Reykjavíkurkjördæmi norður, staðfesti þetta við fréttastofu. „Heildarútstrikanir á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík norður voru 1.699, það er heildarfjöldi breyttra seðla, sem eru 17,6 prósent af atkvæðatölu listans. Af þeim eru 1.453 seðlar þannig að það eru gerðar breytingar á stöðu Dags, annað hvort hann strikaður út eða hreyfður til um sæti, sem eru fimmtán prósent af atkvæðatölu listans,“ sagði Heimir. „Þetta er af þeirri stærðargráðu, við getum orðað það sem svo, að okkur sýnist þá að röð frambjóðenda samkvæmt ákvæðum kosningalaga sé þá sú að Kristrún Frostadóttir sé í fyrsta sæti, Þórður Snær Júlíusson í öðru sæti og Dagur B. Eggertsson í þriðja sæti og röðun annarra frambjóðenda óbreytt,“ segir hann. Eftirminnilegt var í kosningabaráttunni þegar skilaboð Kristrúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar, til kjósanda í Grafarvoginum voru gerð opinber. Þar sagði hún Dag aukaleikara og benti viðkomandi á að hægt væri að strika hann út. Hvað með útstrikanir á öðrum frambjóðendum Samfylkingarinnar á listanum? „Þær upplýsingar sem ég er með varða bara sex efstu sætin, sem fá þessa svokölluðu röðunartölu. Þannig ég er ekki alveg með heildaryfirlit yfir allar útstrikanir en ég get sagt að langflestar útstrikanir vörðuðu Dag og mér sýnist að næstflestar útstrikanir hafi varðað Þórð Snæ Júlíusson en þær voru miklu færri, tæp 300 sýnist mér,“ segir Heimir. Dagur kemur í Dags stað Þessar vendingar eru áhugaverðar í ljósi þess að Þórður Snær Júlíusson greindi frá því fyrir kosningar að hann myndi ekki taka sæti á lista Samfylkingarinnar myndi hann ná kjöri. Það þýðir að Dagur dettur niður í þriðja sæti og fer svo aftur upp í annað sæti við brotthvarf Þórðar. Sjá einnig: Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Annað sem vakti athygli fyrir kosningar var grín Dags á Facebook, í kjölfar umræðu um útstrikun hans, þar sem hann hvatti kjósendur Sjálfstæðisflokksins til að strika sig út. Sjálfstæðismenn æstust margir upp við þetta og sökuðu Dag um að brjóta kosningalög og var hann á endanum kærður til héraðssaksóknara fyrir brot á kosningalögum af Lúðvíki Lúðvíkssyni. Voru einhver atkvæði Sjálfstæðismanna ógild vegna útstrikana á Degi? „Já, þetta er samt bara eitthvað sem er byggt á minni. Slíkir seðlar eru náttúrulega ógildir. Það var eitthvað um það að seðlir voru úrskurðaðir ógildir af þessum sökum, að lista Sjálfstæðisflokksins hefði verið greitt atkvæði en nafn Dags Eggertssonar strikað út. Ég hygg þó að þetta hafi ekki verið margir seðlar, það voru einhver dæmi um þetta. Hvað með útstrikanir á öðrum listum? „Útstrikanir á listum annarra framboða voru ekki nálægt því að leiða til neinna breytinga á röðun frambjóðenda,“ segir Heimir. Vegabréfið komið aftur í réttar hendur Fréttastofa fjallaði á kjördag um vegabréf sem hafði lent ofan í kjörkassanum á kjördag. Viðkomandi þurfti auðvitað að bíða eftir því að kjörkassarnir yrðu opnaðir og atkvæðin talin. En vegabréfið sem lenti í kjörkassanum? „Ég held að það sé komið í hendurnar á eigandanum. Þetta var fullorðin kona sem virðist alveg óvart hafa misst vegabréfið sitt ofan í kassann en ég held að það sé komið til skila,“ segir Heimir Örn Þar fyrir utan gekk öll framkvæmd kosninganna í sögu sem og talningin og frágangur. „Kosningin gekk mjög vel, viljum við meina. Kjördagurinn sjálfur gekk mjög vel í Reykjavík og sömuleiðis öll vinna við flokkun og talningu og annað,“ sagði Heimir. Reykjavíkurkjördæmi norður Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Alþingi Tengdar fréttir „Ég mun deyja á þessari hæð“ Dagur B. Eggertsson, frambjóðandi Samfylkingarinnar, hefur verið kærður til héraðssaksóknara fyrir að hafa með ummælum sínum í orðaskaki á Facebook-síðu Baldvins Jónssonar reynt að villa um fyrir Sjálfstæðismönnum í kjörklefanum. 28. nóvember 2024 17:39 Mest lesið Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Sjá meira
Heimir Örn Herbertsson, oddviti yfirkjörstjórnar í Reykjavíkurkjördæmi norður, staðfesti þetta við fréttastofu. „Heildarútstrikanir á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík norður voru 1.699, það er heildarfjöldi breyttra seðla, sem eru 17,6 prósent af atkvæðatölu listans. Af þeim eru 1.453 seðlar þannig að það eru gerðar breytingar á stöðu Dags, annað hvort hann strikaður út eða hreyfður til um sæti, sem eru fimmtán prósent af atkvæðatölu listans,“ sagði Heimir. „Þetta er af þeirri stærðargráðu, við getum orðað það sem svo, að okkur sýnist þá að röð frambjóðenda samkvæmt ákvæðum kosningalaga sé þá sú að Kristrún Frostadóttir sé í fyrsta sæti, Þórður Snær Júlíusson í öðru sæti og Dagur B. Eggertsson í þriðja sæti og röðun annarra frambjóðenda óbreytt,“ segir hann. Eftirminnilegt var í kosningabaráttunni þegar skilaboð Kristrúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar, til kjósanda í Grafarvoginum voru gerð opinber. Þar sagði hún Dag aukaleikara og benti viðkomandi á að hægt væri að strika hann út. Hvað með útstrikanir á öðrum frambjóðendum Samfylkingarinnar á listanum? „Þær upplýsingar sem ég er með varða bara sex efstu sætin, sem fá þessa svokölluðu röðunartölu. Þannig ég er ekki alveg með heildaryfirlit yfir allar útstrikanir en ég get sagt að langflestar útstrikanir vörðuðu Dag og mér sýnist að næstflestar útstrikanir hafi varðað Þórð Snæ Júlíusson en þær voru miklu færri, tæp 300 sýnist mér,“ segir Heimir. Dagur kemur í Dags stað Þessar vendingar eru áhugaverðar í ljósi þess að Þórður Snær Júlíusson greindi frá því fyrir kosningar að hann myndi ekki taka sæti á lista Samfylkingarinnar myndi hann ná kjöri. Það þýðir að Dagur dettur niður í þriðja sæti og fer svo aftur upp í annað sæti við brotthvarf Þórðar. Sjá einnig: Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Annað sem vakti athygli fyrir kosningar var grín Dags á Facebook, í kjölfar umræðu um útstrikun hans, þar sem hann hvatti kjósendur Sjálfstæðisflokksins til að strika sig út. Sjálfstæðismenn æstust margir upp við þetta og sökuðu Dag um að brjóta kosningalög og var hann á endanum kærður til héraðssaksóknara fyrir brot á kosningalögum af Lúðvíki Lúðvíkssyni. Voru einhver atkvæði Sjálfstæðismanna ógild vegna útstrikana á Degi? „Já, þetta er samt bara eitthvað sem er byggt á minni. Slíkir seðlar eru náttúrulega ógildir. Það var eitthvað um það að seðlir voru úrskurðaðir ógildir af þessum sökum, að lista Sjálfstæðisflokksins hefði verið greitt atkvæði en nafn Dags Eggertssonar strikað út. Ég hygg þó að þetta hafi ekki verið margir seðlar, það voru einhver dæmi um þetta. Hvað með útstrikanir á öðrum listum? „Útstrikanir á listum annarra framboða voru ekki nálægt því að leiða til neinna breytinga á röðun frambjóðenda,“ segir Heimir. Vegabréfið komið aftur í réttar hendur Fréttastofa fjallaði á kjördag um vegabréf sem hafði lent ofan í kjörkassanum á kjördag. Viðkomandi þurfti auðvitað að bíða eftir því að kjörkassarnir yrðu opnaðir og atkvæðin talin. En vegabréfið sem lenti í kjörkassanum? „Ég held að það sé komið í hendurnar á eigandanum. Þetta var fullorðin kona sem virðist alveg óvart hafa misst vegabréfið sitt ofan í kassann en ég held að það sé komið til skila,“ segir Heimir Örn Þar fyrir utan gekk öll framkvæmd kosninganna í sögu sem og talningin og frágangur. „Kosningin gekk mjög vel, viljum við meina. Kjördagurinn sjálfur gekk mjög vel í Reykjavík og sömuleiðis öll vinna við flokkun og talningu og annað,“ sagði Heimir.
Reykjavíkurkjördæmi norður Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Alþingi Tengdar fréttir „Ég mun deyja á þessari hæð“ Dagur B. Eggertsson, frambjóðandi Samfylkingarinnar, hefur verið kærður til héraðssaksóknara fyrir að hafa með ummælum sínum í orðaskaki á Facebook-síðu Baldvins Jónssonar reynt að villa um fyrir Sjálfstæðismönnum í kjörklefanum. 28. nóvember 2024 17:39 Mest lesið Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Sjá meira
„Ég mun deyja á þessari hæð“ Dagur B. Eggertsson, frambjóðandi Samfylkingarinnar, hefur verið kærður til héraðssaksóknara fyrir að hafa með ummælum sínum í orðaskaki á Facebook-síðu Baldvins Jónssonar reynt að villa um fyrir Sjálfstæðismönnum í kjörklefanum. 28. nóvember 2024 17:39
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent