Hvenær er jafnrétti náð? Védís Drótt Cortez, Agnes Brynjarsdóttir, Vigdís Kristín Rohleder, Embla Bachmann og Eygló Ruth Rohleder skrifa 5. desember 2024 09:02 Á 10 mínútna fresti er kona myrt af einhverjum nákomnum, oft á sínu eigin heimili. Á meðan konur eru óöruggar á eigin heimilum getum við ekki talað um að jafnrétti hafi verið náð. Á meðan kynferðisbrot og hatursorðræða fá að grassera í samfélaginu okkar höfum við ekki enn náð jafnrétti. Til þess að ná fram þessu eftirsóknarverða jafnrétti sem sumir telja að hafi náðst fyrir löngu, þurfum við að velja jafnrétti hvern einasta dag og hverja einustu mínútu. Við getum ekki bara stutt jafnrétti þegar það hentar, þegar átak á sér stað eða einhver ákveðin umræða. Jafnrétti er eitthvað sem við þurfum alltaf að standa fyrir í öllum aðstæðum. Til dæmis þegar við veljum hvaða orð við notum og hverju við hlæjum að og hverju ekki. Jafnrétti er ákvörðun. Ákvörðun sem við þurfum öll að taka alltaf til að því sé náð. Á meðan einstaklingar í valdamiklum stöðum, hvort sem það eru stjórnmálamenn, áhrifavaldar eða fjölmiðlafólk, leyfa sér að tala niður til ákveðinna hópa, erum við langt frá því að ná jafnrétti. Hatursorðræða og niðurlægjandi ummæli eru ekki bara skaðleg – þau eru ofbeldi. Ofbeldi sem eykur bilið á milli fólks og viðheldur ójöfnuði. Það er ekki nóg að taka afstöðu gegn ofbeldi án þess að taka líka afstöðu fyrir jafnrétti. Þessi tvö fyrirbæri eru órjúfanlega tengd; þar sem ójafnrétti ríkir, þar blómstrar ofbeldi. Hatursorðræða og niðurlægjandi ummæli eru ekki bara að ýta undir ójafnrétti heldur er það líka ofbeldi. Stundum er eins og fólk eigi auðveldara með að taka afstöðu gegn ofbeldi en að taka afstöðu með jafnrétti. Það er mikilvægt að við áttum okkur á því að það er mikil tenging á milli ójafnréttis og ofbeldis og annað ýtir undir hitt. Við ættum því að temja okkur að tala jafn mikið með jafnrétti eins og við tölum gegn ofbeldi. Jafnrétti er ekki bara dýrmætt, það er nauðsynlegt. Það er líka viðkvæmt og krefst órofa meðvitundar okkar allra. Við þurfum að velja jafnrétti meðvitað aftur og aftur, dag eftir dag, þangað til það verður náttúrulegur hluti af samfélagi okkar – innbyggt í orðræðuna, gjörðirnar og ákvarðanirnar. Heimur sem velur jafnrétti er ekki bara réttlátur – hann er líka öruggari, betri og fallegri fyrir okkur öll. Við berum öll ábyrgð á því að skapa þann heim. Það byrjar hjá okkur sjálfum. Höfundar sitja í ungmennaráði UN Women. Ráðið skipa Védís Drótt Cortez, Agnes Brynjarsdóttir, Vigdís Kristín Rohleder, Embla Bachmann og Eygló Ruth Rohleder. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Jafnréttismál Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Sjá meira
Á 10 mínútna fresti er kona myrt af einhverjum nákomnum, oft á sínu eigin heimili. Á meðan konur eru óöruggar á eigin heimilum getum við ekki talað um að jafnrétti hafi verið náð. Á meðan kynferðisbrot og hatursorðræða fá að grassera í samfélaginu okkar höfum við ekki enn náð jafnrétti. Til þess að ná fram þessu eftirsóknarverða jafnrétti sem sumir telja að hafi náðst fyrir löngu, þurfum við að velja jafnrétti hvern einasta dag og hverja einustu mínútu. Við getum ekki bara stutt jafnrétti þegar það hentar, þegar átak á sér stað eða einhver ákveðin umræða. Jafnrétti er eitthvað sem við þurfum alltaf að standa fyrir í öllum aðstæðum. Til dæmis þegar við veljum hvaða orð við notum og hverju við hlæjum að og hverju ekki. Jafnrétti er ákvörðun. Ákvörðun sem við þurfum öll að taka alltaf til að því sé náð. Á meðan einstaklingar í valdamiklum stöðum, hvort sem það eru stjórnmálamenn, áhrifavaldar eða fjölmiðlafólk, leyfa sér að tala niður til ákveðinna hópa, erum við langt frá því að ná jafnrétti. Hatursorðræða og niðurlægjandi ummæli eru ekki bara skaðleg – þau eru ofbeldi. Ofbeldi sem eykur bilið á milli fólks og viðheldur ójöfnuði. Það er ekki nóg að taka afstöðu gegn ofbeldi án þess að taka líka afstöðu fyrir jafnrétti. Þessi tvö fyrirbæri eru órjúfanlega tengd; þar sem ójafnrétti ríkir, þar blómstrar ofbeldi. Hatursorðræða og niðurlægjandi ummæli eru ekki bara að ýta undir ójafnrétti heldur er það líka ofbeldi. Stundum er eins og fólk eigi auðveldara með að taka afstöðu gegn ofbeldi en að taka afstöðu með jafnrétti. Það er mikilvægt að við áttum okkur á því að það er mikil tenging á milli ójafnréttis og ofbeldis og annað ýtir undir hitt. Við ættum því að temja okkur að tala jafn mikið með jafnrétti eins og við tölum gegn ofbeldi. Jafnrétti er ekki bara dýrmætt, það er nauðsynlegt. Það er líka viðkvæmt og krefst órofa meðvitundar okkar allra. Við þurfum að velja jafnrétti meðvitað aftur og aftur, dag eftir dag, þangað til það verður náttúrulegur hluti af samfélagi okkar – innbyggt í orðræðuna, gjörðirnar og ákvarðanirnar. Heimur sem velur jafnrétti er ekki bara réttlátur – hann er líka öruggari, betri og fallegri fyrir okkur öll. Við berum öll ábyrgð á því að skapa þann heim. Það byrjar hjá okkur sjálfum. Höfundar sitja í ungmennaráði UN Women. Ráðið skipa Védís Drótt Cortez, Agnes Brynjarsdóttir, Vigdís Kristín Rohleder, Embla Bachmann og Eygló Ruth Rohleder. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar