Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. desember 2024 06:31 Sondra og Trent Williams með son sinn sem fæddist andvana. Trent spilar með San Francisco 49ers sem hefur átt mjög erfitt ár. Getty/Cliff Welch/Twitter Eiginkona sóknarlínumannsins Trent Williams greindi frá því í gær að hún hafi fætt andvana barn. Tveir leikmenn NFL liðsins San Francisco 49ers hafa þar með misst barn á síðustu mánuðum. Þetta hefur verið erfitt tímabil fyrir San Francisco 49ers, lítið sem ekkert gengið inn á vellinum og margir leikmenn liðsins hafa meiðst illa. Ofan á það eru tveir leikmenn að glíma við mikla sorg eftir að hafa misst barn. Sondra Williams, eiginkona Trent, sagði frá því á samfélagmiðlum að hún hafi eignast soninn Trenton Jr. 24. nóvember síðastliðinn en að hann hafi fæðst andvana. Missti einnig tvíburabróðurinn Hún var komin 35 vikur á leið en hún hafði einnig misst tvíburabróðir Trenton Jr. fyrr á meðgöngunni. „Ég þakka guði fyrir að við gátum tengst í þessar 35 vikur sem og að ég fæddi þig og fékk að halda á þér í örmum mínum. Mér líður betur vitandi að þú þjáðist ekki,“ skrifaði Sondra Williams. Kyle Shanahan, þjálfari San Francisco 49ers, sagði að Trent Williams hafi eytt mestum hlusta af síðustu viku í það syrgja son sinn. Hann hefur líka misst af síðustu leikjum liðsins vegna ökklameiðsla. Allir standa með honum „Þetta er eitthvað sem gerðist í síðustu viku. Hann var á sjúkrahísinu með henni og fékk að hitta hann og kveðja. Hann hefur þurft að glíma við þetta allt saman en við viljum allir styðja hann og standa með honum á þessum erfiðu tímum,“ sagði Shanahan. Fyrr í vetur hafði varnarmaðurinn Charvarius Ward sagt frá því að hann missti eins árs gamla dóttur sína, Amani Joy. Hún fæddist með hjartavandamál. Ward missti í kjölfarið af þremur leikjum liðsins. Erfitt fyrir alla Leikurinn á móti Buffalo Bills um helgina var fyrsti leikur Ward eftir að hafa gengið í gegnum þetta. „Þetta er erfitt fyrir þjálfara. Þetta er erfitt sem vinur og sem fjölskyldumeðlimur. Þetta er erfitt fyrir alla. Við eyðum miklum tíma saman og það er það góða við það að vera hluti af fótboltaliði. Í hverju sem þú lendir, góðu eða slæmu, þá förum við í gegn um það saman,“ sagði Shanahan. Tragic: Prayers up to Trent Williams, his Wife Sondra and the entire family for the loss of their New Born Son Trenton Williams Jr. 🙏❤️My deepest condolences to you @TrentW71. Trent’s wife, Sondra Williams, shared on Instagram “My heart is broken, and my arms are empty.” pic.twitter.com/Z8MKbf5QVZ— 49ers & NFL News 24/7 (@49ersSportsTalk) December 2, 2024 NFL Mest lesið Bílstjóri Joshua var ekki með ökuleyfi Sport Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Handbolti Donni dregur sig úr landsliðshópnum Handbolti Grét og gat ekki kastað pílum fyrir aðeins fjórum árum Sport Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Handbolti Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Golf Bournemouth - Arsenal | Skytturnar á suðurströndinni Enski boltinn Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn Fleiri fréttir Fór að gráta eftir að hafa gefið mark í ensku úrvalsdeildinni Tómas Bent og félagar með sex stiga forskot Bournemouth - Arsenal | Skytturnar á suðurströndinni Fyrsti sigurinn hjá Úlfunum var stórsigur á West Ham Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar Markmannsmistök komu í veg fyrir fögnuð hjá Mikael McGinn útskýrir furðulega fagnið: „Smá grín hjá okkur í klefanum“ Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka McGinn með tvennu í öruggum sigri Aston Villa McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Spiluðu íshokkí utandyra í Miami Donni dregur sig úr landsliðshópnum Grét og gat ekki kastað pílum fyrir aðeins fjórum árum „Barátta kynjanna“ hafði ekkert með jafnrétti að gera „Miklu fagmannlegra heldur en hérna“ Bílstjóri Joshua var ekki með ökuleyfi Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Sjáðu alla sem hafa fengið titilinn Íþróttamaður ársins: Nýr í hópinn í kvöld Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Pep segir að Rodri hafi breytt leiknum þegar hann kom inn á Sergio Ramos vill nú kaupa sitt gamla félag en þyrfti þá að fórna einu Dagskráin: Troðinn laugardagur endar á úrslitaleiknum á HM í pílu Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Stjörnulið vikunnar hjá Fantasýn: „Teitur var vondi karlinn“ AC Milan hoppaði upp fyrir nágranna sína og í toppsætið Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Searle vann fyrsta settið á móti Littler Sjá meira
Þetta hefur verið erfitt tímabil fyrir San Francisco 49ers, lítið sem ekkert gengið inn á vellinum og margir leikmenn liðsins hafa meiðst illa. Ofan á það eru tveir leikmenn að glíma við mikla sorg eftir að hafa misst barn. Sondra Williams, eiginkona Trent, sagði frá því á samfélagmiðlum að hún hafi eignast soninn Trenton Jr. 24. nóvember síðastliðinn en að hann hafi fæðst andvana. Missti einnig tvíburabróðurinn Hún var komin 35 vikur á leið en hún hafði einnig misst tvíburabróðir Trenton Jr. fyrr á meðgöngunni. „Ég þakka guði fyrir að við gátum tengst í þessar 35 vikur sem og að ég fæddi þig og fékk að halda á þér í örmum mínum. Mér líður betur vitandi að þú þjáðist ekki,“ skrifaði Sondra Williams. Kyle Shanahan, þjálfari San Francisco 49ers, sagði að Trent Williams hafi eytt mestum hlusta af síðustu viku í það syrgja son sinn. Hann hefur líka misst af síðustu leikjum liðsins vegna ökklameiðsla. Allir standa með honum „Þetta er eitthvað sem gerðist í síðustu viku. Hann var á sjúkrahísinu með henni og fékk að hitta hann og kveðja. Hann hefur þurft að glíma við þetta allt saman en við viljum allir styðja hann og standa með honum á þessum erfiðu tímum,“ sagði Shanahan. Fyrr í vetur hafði varnarmaðurinn Charvarius Ward sagt frá því að hann missti eins árs gamla dóttur sína, Amani Joy. Hún fæddist með hjartavandamál. Ward missti í kjölfarið af þremur leikjum liðsins. Erfitt fyrir alla Leikurinn á móti Buffalo Bills um helgina var fyrsti leikur Ward eftir að hafa gengið í gegnum þetta. „Þetta er erfitt fyrir þjálfara. Þetta er erfitt sem vinur og sem fjölskyldumeðlimur. Þetta er erfitt fyrir alla. Við eyðum miklum tíma saman og það er það góða við það að vera hluti af fótboltaliði. Í hverju sem þú lendir, góðu eða slæmu, þá förum við í gegn um það saman,“ sagði Shanahan. Tragic: Prayers up to Trent Williams, his Wife Sondra and the entire family for the loss of their New Born Son Trenton Williams Jr. 🙏❤️My deepest condolences to you @TrentW71. Trent’s wife, Sondra Williams, shared on Instagram “My heart is broken, and my arms are empty.” pic.twitter.com/Z8MKbf5QVZ— 49ers & NFL News 24/7 (@49ersSportsTalk) December 2, 2024
NFL Mest lesið Bílstjóri Joshua var ekki með ökuleyfi Sport Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Handbolti Donni dregur sig úr landsliðshópnum Handbolti Grét og gat ekki kastað pílum fyrir aðeins fjórum árum Sport Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Handbolti Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Golf Bournemouth - Arsenal | Skytturnar á suðurströndinni Enski boltinn Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn Fleiri fréttir Fór að gráta eftir að hafa gefið mark í ensku úrvalsdeildinni Tómas Bent og félagar með sex stiga forskot Bournemouth - Arsenal | Skytturnar á suðurströndinni Fyrsti sigurinn hjá Úlfunum var stórsigur á West Ham Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar Markmannsmistök komu í veg fyrir fögnuð hjá Mikael McGinn útskýrir furðulega fagnið: „Smá grín hjá okkur í klefanum“ Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka McGinn með tvennu í öruggum sigri Aston Villa McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Spiluðu íshokkí utandyra í Miami Donni dregur sig úr landsliðshópnum Grét og gat ekki kastað pílum fyrir aðeins fjórum árum „Barátta kynjanna“ hafði ekkert með jafnrétti að gera „Miklu fagmannlegra heldur en hérna“ Bílstjóri Joshua var ekki með ökuleyfi Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Sjáðu alla sem hafa fengið titilinn Íþróttamaður ársins: Nýr í hópinn í kvöld Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Pep segir að Rodri hafi breytt leiknum þegar hann kom inn á Sergio Ramos vill nú kaupa sitt gamla félag en þyrfti þá að fórna einu Dagskráin: Troðinn laugardagur endar á úrslitaleiknum á HM í pílu Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Stjörnulið vikunnar hjá Fantasýn: „Teitur var vondi karlinn“ AC Milan hoppaði upp fyrir nágranna sína og í toppsætið Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Searle vann fyrsta settið á móti Littler Sjá meira