Erlent

Leggja drög að á­kæru á hendur for­setanum

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Stjórnarandstaðan kallaði í gær eftir afsögn forsetans.
Stjórnarandstaðan kallaði í gær eftir afsögn forsetans. AP/Ahn Young-joon

Stjórnarandstæðingar í Suður-Kóreu hafa hafist handa við að undirbúa ákæru á hendur forsta landsins fyrir embættisglöp og brot í starfi eftir að hann setti herlög í landinu í gær, sem hann þó neyddist til að draga til baka eftir mikil mótmæli.

Forsetinn, Yoon Suk Yeol, sagði í gær nauðsynlegt að setja á herlög til þess að hægt væri að verja landið fyrir ógninni frá Norður-Kóreu og eins til þess að útrýma öflum innanlands sem væru að vinna gegn ríkinu. 

Aðeins tveimur tímum eftir að forsetinn setti lögin umdeildu höfðu þingmenn komið saman og greitt atkvæði um að ákvörðuninni skyldi hnekkt. 

Nú vilja þeir að forsetinn segi af sér og hópur stjórnarandstæðinga undirbýr ákæru á hendur honum fyrir afglöp í starfi. Í umfjöllun breska ríkisútvarpsins segir að ferlið gæti tekið marga daga en ef slík tillaga kemur fram á þinginu þarf aukinn meirihluti, eða tvo þriðju þingmanna, til að samþykkja hana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×