Íslenski boltinn

Stjarnan kaupir Bene­dikt frá Vestra

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Benedikt Warén kom með beinum hætti að þrettán mörkum í Bestu deildinni á síðasta tímabili.
Benedikt Warén kom með beinum hætti að þrettán mörkum í Bestu deildinni á síðasta tímabili. vísir/anton

Benedikt Warén er genginn í raðir Stjörnunnar frá Vestra. Hann átti stóran þátt í því að Vestramenn héldu sér í Bestu deildinni á síðasta tímabili.

Benedikt spilaði fyrst með Vestra seinni hluta tímabilsins 2021 og fór svo aftur til liðsins fyrir tímabilið 2023. Þá vann Vestri sér sæti í Bestu deildinni.

Í sumar skoraði Benedikt fimm mörk og gaf átta stoðsendingar í 26 leikjum í Bestu deildinni.

Stjarnan hefur nú fest kaup á þessum skemmtilega kantmanni. Honum er væntanlega, ásamt öðrum, ætlað að fylla skarðið sem Óli Valur Ómarsson skildi eftir sig þegar hann gekk til liðs við Breiðablik.

Benedikt er annar leikmaðurinn sem Stjarnan fær frá Vestra en áður hafði Andri Rúnar Bjarnason, markahæsti leikmaður Ísfirðinga í sumar, samið við Garðabæjarliðið.

Stjarnan endaði í 4. sæti Bestu deildarinnar á síðasta tímabili og missti naumlega af Evrópusæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×