Sjálfbær nýting náttúruauðlinda og framtíð íslenskrar matvælaframleiðslu Oddur Már Gunnarsson og Salvör Jónsdóttir skrifa 5. desember 2024 14:32 Matís er íslenskt rannsókna- og nýsköpunarfyrirtæki í fremstu röð og hefur gegnt lykilhlutverki í þróun matvæla- og líftækni langt út yfir landsteinanna. Samfélagsleg og efnahagsleg áhrif Matís eru ótvíræð, en með aukinni nýtingu og gæðum afurða hafa rannsóknir Matís skilað miklum verðmætum í þjóðarbúið á hverju ári. Matís hefur jafnframt lykilhlutverki að gegna í að tryggja matvælaöryggi landsmanna, en öflug viðbragðsgeta við upprunagreiningu matvælasýkinga hefur reynst ómetanleg við að draga úr útbreiðslu sýkinga, meta áhættur í matvælakeðjunni og stuðla að öruggum matvælum. Matís er mjög virkt í alþjóðlegu rannsóknasamstarfi og hefur með því opnað dyr að nýjustu rannsóknum og tækni og gert aðgengilega íslenskum fyrirtækjum. Þá hefur Matís hefur stutt við nýsköpunarfyrirtæki á sviði matvælaframleiðslu og þannig skapað ný störf og aukið fjölbreytni í atvinnulífi. Eitt mikilvægasta framlag Matís til íslensks samfélags er sú vinna og rannsóknir sem hafa stuðlað að sjálfbærri auðlindanýtingu og matvælaframleiðslu til framtíðar. Bætt umgengni við náttúruauðlindir Íslands stuðlar að langtímahagsæld þjóðarinnar og starfsemi Matís miðar öll að því að við getum hámarkað nýtingu náttúruauðlinda með sjálfbærum hætti. Matís hefur í gegnum árin þróað aðferðir til að nýta náttúruauðlindir betur, sérstaklega í sjávarútvegi. Þekkt eru dæmi um að hliðarafurðir úr fiski sem áður fóru til spillis, séu nú nýttar til að framleiða lífvirk efni og heilsuafurðir. Þetta snýst þó ekki bara um fiskinn heldur hefur Matís einnig unnið að rannsóknum og þróun nýtingar á þangi, þörungum og öðrum lífauðlindum hafsins. Þetta hefur meðal annars leitt til framleiðslu á nýpróteinum sem geta nýst í matvæli og fóðri, sem og lífvirkum efnum sem hafa víðtæka notkunarmöguleika. Þessi mikla rannsóknargeta eflir jafnframt landbúnað í landinu og fiskeldi þar sem rannsóknaþörfin eykst stöðugt með auknu umfangi og breyttum aðstæðum. Verkefni sem miða t.d. að því að lágmarka notkun efnaáburðar og þróa vistvænar fóðurlausnir hafa bæði efnahagslegan og umhverfislegan ávinning. Rannsóknir Matís á sviði matvælatækni og -vinnslu hafa auk þess orðið til þess að draga úr umhverfisáhrifum framleiðsluferla, en með því að þróa orkunýtnar lausnir, bæta geymsluþol og gæði matvæla, hefur Matís stuðlað að minni sóun og vistvænni matvælaiðnaði. Matís er óháð rannsóknareining og getur því boðið bæði stjórnvöldum og fyrirtækjum áreiðanlega greiningar á faggildum rannsóknastofum sem byggja á vísindalegum aðferðum og staðreyndum. Þetta hlutleysi er ómetanlegt í að byggja upp traust og tryggja að ákvarðanir séu teknar á grunni gagnreyndra upplýsinga. Hvort sem um er að ræða mat á umhverfisáhrifum, gæði hráefna, öryggi matvæla eða möguleika nýrra tæknilausna, er Matís áreiðanlegur samstarfsaðili. Hlutverk Matís í umhverfisvænni og sjálfbærri matvælaframleiðslu er ómetanlegt þegar litið er til framtíðar. Með áframhaldandi áherslu á nýsköpun, rannsóknir og samvinnu mun Matís halda áfram að vera leiðandi afl í að þróa lausnir sem draga úr umhverfisáhrifum og stuðla að sjálfbærri matvælaframleiðslu á Íslandi. Matís er lykilaðili við mótun umhverfisvæns og sjáfbærs matvælaiðnaðar á Íslandi. Með því að nýta nýjustu vísindi og tæknilausnir, og með samvinnu við innlenda og erlenda aðila, hefur fyrirtækið lagt grunn að þróun sem hefur haft bæði efnahagslegan og samfélagslegan ávinning. Oddur Már er forstjóri Matís og Salvör er stjórnarformaður Matís. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Matvælaframleiðsla Nýsköpun Mest lesið Stórar ákvarðanir Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Nýtt tækifæri Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Löglegt skutl Fastir pennar Sjálfsmyndin Davíð Stefánsson Skoðun Tveggja áfanga stjórnarskrárbreyting Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Jákvæðir bónusar Jón Kaldal Skoðun Grundvallarreglur Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Samstarf Norðurlanda Davíð Stefánsson Skoðun Einsleitir stöndum vér Jón Sigurður Eyjólfsson Bakþankar Mein í meinum Silja Dögg Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Farsismi Trumps Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Um uppbyggingu og starfsemi Arctic Adventures við Skaftafell Ásgeir Baldurs skrifar Skoðun Orkuskipti í orði – ekki á borði Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Fiskeldi til framtíðar Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Dómarar í vitnastúku Hilmar Garðars Þorsteinsson skrifar Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Traust fjarskipti eru þjóðaröryggismál Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Frjálshyggja með fyrirvara Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hvaða eðli? Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Matís er íslenskt rannsókna- og nýsköpunarfyrirtæki í fremstu röð og hefur gegnt lykilhlutverki í þróun matvæla- og líftækni langt út yfir landsteinanna. Samfélagsleg og efnahagsleg áhrif Matís eru ótvíræð, en með aukinni nýtingu og gæðum afurða hafa rannsóknir Matís skilað miklum verðmætum í þjóðarbúið á hverju ári. Matís hefur jafnframt lykilhlutverki að gegna í að tryggja matvælaöryggi landsmanna, en öflug viðbragðsgeta við upprunagreiningu matvælasýkinga hefur reynst ómetanleg við að draga úr útbreiðslu sýkinga, meta áhættur í matvælakeðjunni og stuðla að öruggum matvælum. Matís er mjög virkt í alþjóðlegu rannsóknasamstarfi og hefur með því opnað dyr að nýjustu rannsóknum og tækni og gert aðgengilega íslenskum fyrirtækjum. Þá hefur Matís hefur stutt við nýsköpunarfyrirtæki á sviði matvælaframleiðslu og þannig skapað ný störf og aukið fjölbreytni í atvinnulífi. Eitt mikilvægasta framlag Matís til íslensks samfélags er sú vinna og rannsóknir sem hafa stuðlað að sjálfbærri auðlindanýtingu og matvælaframleiðslu til framtíðar. Bætt umgengni við náttúruauðlindir Íslands stuðlar að langtímahagsæld þjóðarinnar og starfsemi Matís miðar öll að því að við getum hámarkað nýtingu náttúruauðlinda með sjálfbærum hætti. Matís hefur í gegnum árin þróað aðferðir til að nýta náttúruauðlindir betur, sérstaklega í sjávarútvegi. Þekkt eru dæmi um að hliðarafurðir úr fiski sem áður fóru til spillis, séu nú nýttar til að framleiða lífvirk efni og heilsuafurðir. Þetta snýst þó ekki bara um fiskinn heldur hefur Matís einnig unnið að rannsóknum og þróun nýtingar á þangi, þörungum og öðrum lífauðlindum hafsins. Þetta hefur meðal annars leitt til framleiðslu á nýpróteinum sem geta nýst í matvæli og fóðri, sem og lífvirkum efnum sem hafa víðtæka notkunarmöguleika. Þessi mikla rannsóknargeta eflir jafnframt landbúnað í landinu og fiskeldi þar sem rannsóknaþörfin eykst stöðugt með auknu umfangi og breyttum aðstæðum. Verkefni sem miða t.d. að því að lágmarka notkun efnaáburðar og þróa vistvænar fóðurlausnir hafa bæði efnahagslegan og umhverfislegan ávinning. Rannsóknir Matís á sviði matvælatækni og -vinnslu hafa auk þess orðið til þess að draga úr umhverfisáhrifum framleiðsluferla, en með því að þróa orkunýtnar lausnir, bæta geymsluþol og gæði matvæla, hefur Matís stuðlað að minni sóun og vistvænni matvælaiðnaði. Matís er óháð rannsóknareining og getur því boðið bæði stjórnvöldum og fyrirtækjum áreiðanlega greiningar á faggildum rannsóknastofum sem byggja á vísindalegum aðferðum og staðreyndum. Þetta hlutleysi er ómetanlegt í að byggja upp traust og tryggja að ákvarðanir séu teknar á grunni gagnreyndra upplýsinga. Hvort sem um er að ræða mat á umhverfisáhrifum, gæði hráefna, öryggi matvæla eða möguleika nýrra tæknilausna, er Matís áreiðanlegur samstarfsaðili. Hlutverk Matís í umhverfisvænni og sjálfbærri matvælaframleiðslu er ómetanlegt þegar litið er til framtíðar. Með áframhaldandi áherslu á nýsköpun, rannsóknir og samvinnu mun Matís halda áfram að vera leiðandi afl í að þróa lausnir sem draga úr umhverfisáhrifum og stuðla að sjálfbærri matvælaframleiðslu á Íslandi. Matís er lykilaðili við mótun umhverfisvæns og sjáfbærs matvælaiðnaðar á Íslandi. Með því að nýta nýjustu vísindi og tæknilausnir, og með samvinnu við innlenda og erlenda aðila, hefur fyrirtækið lagt grunn að þróun sem hefur haft bæði efnahagslegan og samfélagslegan ávinning. Oddur Már er forstjóri Matís og Salvör er stjórnarformaður Matís.
Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar