Ronaldo skaut til baka: „Hver er þessi náungi?“ Sindri Sverrisson skrifar 5. desember 2024 14:31 Cristiano Ronaldo ætti svo sem að vita hver Rafael van der Vaart er, en hér faðmast þeir ásamt Kaka í leik með Real Madrid árið 2010. Getty/Denis Doyle Cristiano Ronaldo sá ástæðu til að senda stutt skilaboð eftir gagnrýnina frá fyrrverandi liðsfélaga sínum, Hollendingnum Rafael van der Vaart. „Ronaldo var ótrúlega sjálfselskur. Ef við unnum 6-0, en hann skoraði ekki í leiknum, þá var hann ekki ánægður. En ef við töpuðum, og Ronaldo skoraði tvö mörk, þá var hann glaður,“ sagði Van der Vaart í hlaðvarpsþætti Talksport. Þeir Van der Vaart og Ronaldo náðu einni leiktíð saman hjá Real Madrid, 2009-10, áður en Hollendingurinn gekk í raðir Tottenham og sallaði inn mörkum í ensku úrvalsdeildinni. Portúgalski miðillinn MaisFutebol sagði frá ummælum Van der Vaart á Instagram-síðu sinni og einn af þeim sem settu inn athugasemd við þá færslu var opinber reikningur Ronaldos. „Hver er þessi náungi?“ skrifaði Ronaldo, eða einhver á hans vegum. „Hver er þessi náungi?“ skrifaði Cristiano Ronaldo við Instagram-færslu um þau ummæli Rafaels van der Vaart að Ronaldo væri sjálfselskur.Skjáskot/@maisfutebol Það var þó ekki svo að Van der Vaart hefði bara slæma hluti að segja um Ronaldo, í fyrrnefndum hlaðvarpsþætti. „Var hann bara að spila fyrir sjálfan sig? Nei, en hann þráði alltaf að skora. Það er hægt að segja það sama um Ruud van Nistelrooy. Við í liðinu töluðum oft við Ronaldo í Madrid og það var áhugavert því hann sagðist hreinlega hafa þörf fyrir að skora mörkin sín. Hann var algjör vél,“ sagði Van der Vaart. Hollendingurinn lék alls 73 leiki fyrir Real og skoraði í þeim 12 mörk og átti 13 stoðsendingar. Hann lauk ferlinum árið 2018 í Danmörku, sem leikmaður Esbjerg. Ronaldo, sem skoraði 450 mörk og átti 131 stoðsendingu í 438 leikjum fyrir Real, lék í níu ár með spænska liðinu áður en hann fór til Juventus og sneri svo aftur til Manchester United. Hann fór svo til Al Nassr í Sádi-Arabíu árið 2023. Fótbolti Mest lesið Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Íslenski boltinn Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Valur - FH | Hvernig ætla menn að stimpla sig út? Getafe - Real Madrid | Mbappé mættur aftur AC Milan - Fiorentina | Albert mætir til Mílanó Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Sjá meira
„Ronaldo var ótrúlega sjálfselskur. Ef við unnum 6-0, en hann skoraði ekki í leiknum, þá var hann ekki ánægður. En ef við töpuðum, og Ronaldo skoraði tvö mörk, þá var hann glaður,“ sagði Van der Vaart í hlaðvarpsþætti Talksport. Þeir Van der Vaart og Ronaldo náðu einni leiktíð saman hjá Real Madrid, 2009-10, áður en Hollendingurinn gekk í raðir Tottenham og sallaði inn mörkum í ensku úrvalsdeildinni. Portúgalski miðillinn MaisFutebol sagði frá ummælum Van der Vaart á Instagram-síðu sinni og einn af þeim sem settu inn athugasemd við þá færslu var opinber reikningur Ronaldos. „Hver er þessi náungi?“ skrifaði Ronaldo, eða einhver á hans vegum. „Hver er þessi náungi?“ skrifaði Cristiano Ronaldo við Instagram-færslu um þau ummæli Rafaels van der Vaart að Ronaldo væri sjálfselskur.Skjáskot/@maisfutebol Það var þó ekki svo að Van der Vaart hefði bara slæma hluti að segja um Ronaldo, í fyrrnefndum hlaðvarpsþætti. „Var hann bara að spila fyrir sjálfan sig? Nei, en hann þráði alltaf að skora. Það er hægt að segja það sama um Ruud van Nistelrooy. Við í liðinu töluðum oft við Ronaldo í Madrid og það var áhugavert því hann sagðist hreinlega hafa þörf fyrir að skora mörkin sín. Hann var algjör vél,“ sagði Van der Vaart. Hollendingurinn lék alls 73 leiki fyrir Real og skoraði í þeim 12 mörk og átti 13 stoðsendingar. Hann lauk ferlinum árið 2018 í Danmörku, sem leikmaður Esbjerg. Ronaldo, sem skoraði 450 mörk og átti 131 stoðsendingu í 438 leikjum fyrir Real, lék í níu ár með spænska liðinu áður en hann fór til Juventus og sneri svo aftur til Manchester United. Hann fór svo til Al Nassr í Sádi-Arabíu árið 2023.
Fótbolti Mest lesið Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Íslenski boltinn Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Valur - FH | Hvernig ætla menn að stimpla sig út? Getafe - Real Madrid | Mbappé mættur aftur AC Milan - Fiorentina | Albert mætir til Mílanó Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Sjá meira
Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti
Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti