„Við vorum sjálfum okkur verstir“ Hinrik Wöhler skrifar 5. desember 2024 22:00 Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, átti fá svör við góðum leik Mosfellinga í kvöld. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Óskar Bjarni Óskarsson og lærisveinar hans í Val fóru tómhentir heim úr Mosfellsbæ en liðið tapaði með fjórum mörkum á móti Aftureldingu í Olís-deild karla í kvöld. Þetta er annar leikurinn sem liðið tapar í röð í deildinni og Óskar Bjarni viðurkennir að það hafi ekki mikið gengið upp í Mosfellsbæ í kvöld. „Byrjunin var þetta stál í stál. Svo misstum við sóknina og vörnina og þar af leiðandi erum við ekki með markvörslu, sérstaklega í fyrri hálfleik. Við náum eiginlega aldrei alvöru varnarleik í dag, skipti ekki máli hvort við vorum að reyna vera þéttir eða poppa þetta upp. Það er erfitt og þá missum við líka hraðaupphlaupin okkar. Við vorum hálfu skrefi á eftir að eiga við rykkingar og fleira,“ sagði Óskar Bjarni skömmu eftir leikinn í Mosfellsbæ. Afturelding leiddi með þremur mörkum í hálfleik en Valsmenn fóru illa að ráði sínu í upphafi síðari hálfleiks og náðu Mosfellingar að skilja sig frá Valsmönnum. „Í seinni hálfleik förum við með fjögur dauðafæri á kafla þegar þetta er 20-15, þá var enn þá möguleiki að taka þetta þannig við vorum sjálfum okkur verstir. Þetta er búið að vera síðustu tveir leikir á móti Aftureldingu og ÍBV þá erum við orkulitlir og slappir og höfum verið í smá veseni,“ bætti Óskar Bjarni við. Misstu taktinn eftir Evrópukeppnina Sóknarleikur Vals var hægur í kvöld og framan af leik áttu þeir í mestum vandræðum að finna glufur á vörn Aftureldingar. Óskar Bjarni tekur undir það og segir að liðið hafi misst taktinn eftir Evrópukeppnina. „Það var allt hægara, við eigum erfiðan leik á mánudaginn og þurfum að rífa okkur upp. Við slökktum á okkur þegar Evrópukeppnin var búin. Svo kemur smá hnjask hér og þar en við þurfum að rífa okkur í gang. Frammistaðan í síðustu tveimur leikjum í vörn, sókn, hraðaupphlaupum, og markvörslu hefur ekki verið góð.“ Það gekk lítið upp hjá Valsmönnum í kvöld.Vísir/Pawel Cieslikiewicz Evrópuævintýri Valsmanna lauk í lok nóvember og framundan er einn leikur Olís-deildinni og í bikarkeppninni áður en leikmenn fara í jólafrí. Óskar Bjarni er staðráðinn í því að gera betur. „Ekki að afsaka það en ég sé að þetta er að hrjá mörg lið og við þurfum að gera betur. Þó að það vanti eitt og annað þá eigum við að gera betur og vinna,“ sagði Óskar Bjarni að lokum. Olís-deild karla Valur Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
„Byrjunin var þetta stál í stál. Svo misstum við sóknina og vörnina og þar af leiðandi erum við ekki með markvörslu, sérstaklega í fyrri hálfleik. Við náum eiginlega aldrei alvöru varnarleik í dag, skipti ekki máli hvort við vorum að reyna vera þéttir eða poppa þetta upp. Það er erfitt og þá missum við líka hraðaupphlaupin okkar. Við vorum hálfu skrefi á eftir að eiga við rykkingar og fleira,“ sagði Óskar Bjarni skömmu eftir leikinn í Mosfellsbæ. Afturelding leiddi með þremur mörkum í hálfleik en Valsmenn fóru illa að ráði sínu í upphafi síðari hálfleiks og náðu Mosfellingar að skilja sig frá Valsmönnum. „Í seinni hálfleik förum við með fjögur dauðafæri á kafla þegar þetta er 20-15, þá var enn þá möguleiki að taka þetta þannig við vorum sjálfum okkur verstir. Þetta er búið að vera síðustu tveir leikir á móti Aftureldingu og ÍBV þá erum við orkulitlir og slappir og höfum verið í smá veseni,“ bætti Óskar Bjarni við. Misstu taktinn eftir Evrópukeppnina Sóknarleikur Vals var hægur í kvöld og framan af leik áttu þeir í mestum vandræðum að finna glufur á vörn Aftureldingar. Óskar Bjarni tekur undir það og segir að liðið hafi misst taktinn eftir Evrópukeppnina. „Það var allt hægara, við eigum erfiðan leik á mánudaginn og þurfum að rífa okkur upp. Við slökktum á okkur þegar Evrópukeppnin var búin. Svo kemur smá hnjask hér og þar en við þurfum að rífa okkur í gang. Frammistaðan í síðustu tveimur leikjum í vörn, sókn, hraðaupphlaupum, og markvörslu hefur ekki verið góð.“ Það gekk lítið upp hjá Valsmönnum í kvöld.Vísir/Pawel Cieslikiewicz Evrópuævintýri Valsmanna lauk í lok nóvember og framundan er einn leikur Olís-deildinni og í bikarkeppninni áður en leikmenn fara í jólafrí. Óskar Bjarni er staðráðinn í því að gera betur. „Ekki að afsaka það en ég sé að þetta er að hrjá mörg lið og við þurfum að gera betur. Þó að það vanti eitt og annað þá eigum við að gera betur og vinna,“ sagði Óskar Bjarni að lokum.
Olís-deild karla Valur Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira