NFL-stjarnan borgaði risaupphæð fyrir Batman-bílinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. desember 2024 06:31 Joe Burrow er greinilega mikil aðdáandir myndanna um Leðurblökumanninn. Getty/George Pimentel/ Ric Tapia Joe Burrow, leikstjórnandi Cincinnati Bengals i NFL-deildinni, er greinilega mikill aðdáandi kvikmyndanna um Leðurblökumanninn. Burrow gekk á dögunum frá kaupunum á Batman-bílnum og borgaði fyrir hann þrjár milljónir Bandaríkjadala. Það gera 413 milljónir íslenskra króna. Þetta er sami bíllinn sem var notaður í kvikmyndum Christopher Nolan um Leðurblökumanninn en það eru myndirnar Batman Begins (2005), The Dark Knight (2008) og The Dark Knight Rises (2012). Burrow verður þar með aðeins einn af tíu sem eiga eintak af þessum sjaldgæfa Batmobile. Það er mikill kraftur í bílinn en hann býr meðal annars yfir 525 hestöflum. Burrow sagði útherjunum sínum, Ja'Marr Chase og Tee Higgins, frá þessu í þáttunum 'Hard Knocks' á HBO. „Hef ég sagt ykkur að ég keypti Batmobile? Ég fæ hann reyndar ekki fyrr en eftir ár,“ sagði Burrow við þá Chase og Higgins. Burrow hefur alveg efni á þessu því það er aðeins einn leikstjórnandi í deildinni sem er launahærri en hann. Burrow fær 55 milljónir dollara í árslaun eða 7,6 milljarða króna. Burrow er annars mikill bílaáhugamaður og safnar lúxusbílum. Þessi passar því vel inn í safnið. Þegar hann var spurður út í nýja bílinn sinn á blaðamannafundi þá vildi Burrow ekkert ræða kaupin sín eða útskýra þau. "Have I told you I bought a BatMobile?" 😂 @JoeyB#HardKnocks In Season with the AFC North on @StreamOnMax pic.twitter.com/PxJJdDkhqx— NFL (@NFL) December 4, 2024 NFL Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Hatar hvítu stuttbuxurnar Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Dagskráin: Big Ben og Skiptiborðið en líka Hákon, Albert og Blikar í Evrópu Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Sjá meira
Burrow gekk á dögunum frá kaupunum á Batman-bílnum og borgaði fyrir hann þrjár milljónir Bandaríkjadala. Það gera 413 milljónir íslenskra króna. Þetta er sami bíllinn sem var notaður í kvikmyndum Christopher Nolan um Leðurblökumanninn en það eru myndirnar Batman Begins (2005), The Dark Knight (2008) og The Dark Knight Rises (2012). Burrow verður þar með aðeins einn af tíu sem eiga eintak af þessum sjaldgæfa Batmobile. Það er mikill kraftur í bílinn en hann býr meðal annars yfir 525 hestöflum. Burrow sagði útherjunum sínum, Ja'Marr Chase og Tee Higgins, frá þessu í þáttunum 'Hard Knocks' á HBO. „Hef ég sagt ykkur að ég keypti Batmobile? Ég fæ hann reyndar ekki fyrr en eftir ár,“ sagði Burrow við þá Chase og Higgins. Burrow hefur alveg efni á þessu því það er aðeins einn leikstjórnandi í deildinni sem er launahærri en hann. Burrow fær 55 milljónir dollara í árslaun eða 7,6 milljarða króna. Burrow er annars mikill bílaáhugamaður og safnar lúxusbílum. Þessi passar því vel inn í safnið. Þegar hann var spurður út í nýja bílinn sinn á blaðamannafundi þá vildi Burrow ekkert ræða kaupin sín eða útskýra þau. "Have I told you I bought a BatMobile?" 😂 @JoeyB#HardKnocks In Season with the AFC North on @StreamOnMax pic.twitter.com/PxJJdDkhqx— NFL (@NFL) December 4, 2024
NFL Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Hatar hvítu stuttbuxurnar Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Dagskráin: Big Ben og Skiptiborðið en líka Hákon, Albert og Blikar í Evrópu Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Sjá meira