Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf og Kjartan Ragnarsson skrifa 8. desember 2024 09:03 Stríð er mikið í fréttunum þessa dagana. Á undanförnum árum hefur fjöldi vopnaðra átaka farið vaxandi í heiminum. Ýmsir langvarandi átakastaðir hafa séð auknar hörmungar á sama tíma og ný átök hafa blossað upp. Þetta fer ekki framhjá þeim sem lesa fréttirnar, en þrátt fyrir að átök fá mikla athygli, höfum við tekið eftir því að kynjasjónarmiðið er oft vanrækt í umræðunni. Með því glatast ákveðin heildarsýn, þar sem átök bitrna oft á annan hátt á konum en körlum. Konur verða til að mynda í meira mæli fyrir kynbundnu ofbeldi og eru þvingaðar til flótta. Í raun eru þær 70% allra tilfella. Í nýlegri skýrslu UN WOMEN kemur einnig fram að dauðsföll kvenna vegna stríðsátaka tvöfölduðust milli áranna 2022 og 2023, sem undirstrikar enn fremur þann gríðarlega skaða sem konur verða fyrir í tengslum við átök. Síðastliðinn september birti aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna sína árlegu úttekt á innleiðingu ályktunar 1325 um konur, frið og öryggi. Þar er varað við því að dregið hefur úr jákvæðum áhrifum ályktunarinnar, meðal annars vegna “stigmagnandi bakslags gegn kvenréttindum og kynjajafnrétti.” Ályktunin, sem upprunalega var samþykkt árið 2000 af öryggisráði Sameinuðu Þjóðanna, hafði það markmið að viðurkenna sérstöðu kvenna þegar kemur að átökum og auka hlut þeirra í friðaruppbyggingu. Vanalega leiða karlmenn friðarsamræður, sem gjarnan veldur því að ekki er tekið tillit til þarfa kvenna í kjölfar átaka. Enn fremur skapa átök aðstæður þar sem kynbundið ofbeldi þrífst, bæði á vígvellinum og heima fyrir. Þar er ofbeldi í nánum samböndum ekki undanskilið, en rannsóknir hafa sýnt fram á skýra tengingu milli þess lags ofbeldis og stríðsátaka. Þessi tenging birtist á margvíslegan hátt en fyrst og fremst má nefna að stríðshrjáð samfélög leita gjarnan í stöðugleika hvar sem hann má finna. Það veldur því að hefðbundin viðhorf til kynjahlutverka styrkjast en það getur leitt til þess að kvenréttindi eru takmörkuð og konur festast frekar í hættulegum aðstæðum innan heimila sinna og utan. Enn fremur valda átök því að samfélög taka ofbeldi í meira mæli sem sjálfsögðum hlut og þannig fær ofbeldi í nánum samböndum að líðast án inngrips. Átök skapa þannig aðstæður þar sem konur eiga ekki einungis á hættu að verða fyrir árásum af hálfu átakaaðila, heldur þurfa margar þeirra einnig að þjást í samneyti við sína nánustu. Þetta er gjaldið sem þær greiða fyrir að vera konur á átakasvæðum. Í ljósi vaxandi átaka í heiminum er því mikilvægara nú en svo oft áður að upphefja raddir kvenna í baráttunni um frið. Markvissar árásir á konur og réttindi kvenna eru hins vegar ekki bundin við stríðshrjáð lönd, en eru banvænni í slíkum aðstæðum. Því er nauðsynlegt að ræða áhrif stríðs út frá kynjasjónarmiðum svo stefnumótun og alþjóðleg viðbrögð geti tryggt öllum nauðsynlega vernd. Fyrrnefnd úttekt á ályktun 1325 um konur, frið og öryggi málar upp ógnvænlega mynd af stöðu mála þegar kemur að réttindum kvenna í friði og átökum. Það er mikilvægt að við tökum henni alvarlega og setjum fót fyrir þá þróun sem er að eiga sér stað. Höfundar eru ungmennafulltrúar Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði kynjajafnréttis. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Kynferðisofbeldi Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Stríð er mikið í fréttunum þessa dagana. Á undanförnum árum hefur fjöldi vopnaðra átaka farið vaxandi í heiminum. Ýmsir langvarandi átakastaðir hafa séð auknar hörmungar á sama tíma og ný átök hafa blossað upp. Þetta fer ekki framhjá þeim sem lesa fréttirnar, en þrátt fyrir að átök fá mikla athygli, höfum við tekið eftir því að kynjasjónarmiðið er oft vanrækt í umræðunni. Með því glatast ákveðin heildarsýn, þar sem átök bitrna oft á annan hátt á konum en körlum. Konur verða til að mynda í meira mæli fyrir kynbundnu ofbeldi og eru þvingaðar til flótta. Í raun eru þær 70% allra tilfella. Í nýlegri skýrslu UN WOMEN kemur einnig fram að dauðsföll kvenna vegna stríðsátaka tvöfölduðust milli áranna 2022 og 2023, sem undirstrikar enn fremur þann gríðarlega skaða sem konur verða fyrir í tengslum við átök. Síðastliðinn september birti aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna sína árlegu úttekt á innleiðingu ályktunar 1325 um konur, frið og öryggi. Þar er varað við því að dregið hefur úr jákvæðum áhrifum ályktunarinnar, meðal annars vegna “stigmagnandi bakslags gegn kvenréttindum og kynjajafnrétti.” Ályktunin, sem upprunalega var samþykkt árið 2000 af öryggisráði Sameinuðu Þjóðanna, hafði það markmið að viðurkenna sérstöðu kvenna þegar kemur að átökum og auka hlut þeirra í friðaruppbyggingu. Vanalega leiða karlmenn friðarsamræður, sem gjarnan veldur því að ekki er tekið tillit til þarfa kvenna í kjölfar átaka. Enn fremur skapa átök aðstæður þar sem kynbundið ofbeldi þrífst, bæði á vígvellinum og heima fyrir. Þar er ofbeldi í nánum samböndum ekki undanskilið, en rannsóknir hafa sýnt fram á skýra tengingu milli þess lags ofbeldis og stríðsátaka. Þessi tenging birtist á margvíslegan hátt en fyrst og fremst má nefna að stríðshrjáð samfélög leita gjarnan í stöðugleika hvar sem hann má finna. Það veldur því að hefðbundin viðhorf til kynjahlutverka styrkjast en það getur leitt til þess að kvenréttindi eru takmörkuð og konur festast frekar í hættulegum aðstæðum innan heimila sinna og utan. Enn fremur valda átök því að samfélög taka ofbeldi í meira mæli sem sjálfsögðum hlut og þannig fær ofbeldi í nánum samböndum að líðast án inngrips. Átök skapa þannig aðstæður þar sem konur eiga ekki einungis á hættu að verða fyrir árásum af hálfu átakaaðila, heldur þurfa margar þeirra einnig að þjást í samneyti við sína nánustu. Þetta er gjaldið sem þær greiða fyrir að vera konur á átakasvæðum. Í ljósi vaxandi átaka í heiminum er því mikilvægara nú en svo oft áður að upphefja raddir kvenna í baráttunni um frið. Markvissar árásir á konur og réttindi kvenna eru hins vegar ekki bundin við stríðshrjáð lönd, en eru banvænni í slíkum aðstæðum. Því er nauðsynlegt að ræða áhrif stríðs út frá kynjasjónarmiðum svo stefnumótun og alþjóðleg viðbrögð geti tryggt öllum nauðsynlega vernd. Fyrrnefnd úttekt á ályktun 1325 um konur, frið og öryggi málar upp ógnvænlega mynd af stöðu mála þegar kemur að réttindum kvenna í friði og átökum. Það er mikilvægt að við tökum henni alvarlega og setjum fót fyrir þá þróun sem er að eiga sér stað. Höfundar eru ungmennafulltrúar Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði kynjajafnréttis. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun