Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf og Kjartan Ragnarsson skrifa 8. desember 2024 09:03 Stríð er mikið í fréttunum þessa dagana. Á undanförnum árum hefur fjöldi vopnaðra átaka farið vaxandi í heiminum. Ýmsir langvarandi átakastaðir hafa séð auknar hörmungar á sama tíma og ný átök hafa blossað upp. Þetta fer ekki framhjá þeim sem lesa fréttirnar, en þrátt fyrir að átök fá mikla athygli, höfum við tekið eftir því að kynjasjónarmiðið er oft vanrækt í umræðunni. Með því glatast ákveðin heildarsýn, þar sem átök bitrna oft á annan hátt á konum en körlum. Konur verða til að mynda í meira mæli fyrir kynbundnu ofbeldi og eru þvingaðar til flótta. Í raun eru þær 70% allra tilfella. Í nýlegri skýrslu UN WOMEN kemur einnig fram að dauðsföll kvenna vegna stríðsátaka tvöfölduðust milli áranna 2022 og 2023, sem undirstrikar enn fremur þann gríðarlega skaða sem konur verða fyrir í tengslum við átök. Síðastliðinn september birti aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna sína árlegu úttekt á innleiðingu ályktunar 1325 um konur, frið og öryggi. Þar er varað við því að dregið hefur úr jákvæðum áhrifum ályktunarinnar, meðal annars vegna “stigmagnandi bakslags gegn kvenréttindum og kynjajafnrétti.” Ályktunin, sem upprunalega var samþykkt árið 2000 af öryggisráði Sameinuðu Þjóðanna, hafði það markmið að viðurkenna sérstöðu kvenna þegar kemur að átökum og auka hlut þeirra í friðaruppbyggingu. Vanalega leiða karlmenn friðarsamræður, sem gjarnan veldur því að ekki er tekið tillit til þarfa kvenna í kjölfar átaka. Enn fremur skapa átök aðstæður þar sem kynbundið ofbeldi þrífst, bæði á vígvellinum og heima fyrir. Þar er ofbeldi í nánum samböndum ekki undanskilið, en rannsóknir hafa sýnt fram á skýra tengingu milli þess lags ofbeldis og stríðsátaka. Þessi tenging birtist á margvíslegan hátt en fyrst og fremst má nefna að stríðshrjáð samfélög leita gjarnan í stöðugleika hvar sem hann má finna. Það veldur því að hefðbundin viðhorf til kynjahlutverka styrkjast en það getur leitt til þess að kvenréttindi eru takmörkuð og konur festast frekar í hættulegum aðstæðum innan heimila sinna og utan. Enn fremur valda átök því að samfélög taka ofbeldi í meira mæli sem sjálfsögðum hlut og þannig fær ofbeldi í nánum samböndum að líðast án inngrips. Átök skapa þannig aðstæður þar sem konur eiga ekki einungis á hættu að verða fyrir árásum af hálfu átakaaðila, heldur þurfa margar þeirra einnig að þjást í samneyti við sína nánustu. Þetta er gjaldið sem þær greiða fyrir að vera konur á átakasvæðum. Í ljósi vaxandi átaka í heiminum er því mikilvægara nú en svo oft áður að upphefja raddir kvenna í baráttunni um frið. Markvissar árásir á konur og réttindi kvenna eru hins vegar ekki bundin við stríðshrjáð lönd, en eru banvænni í slíkum aðstæðum. Því er nauðsynlegt að ræða áhrif stríðs út frá kynjasjónarmiðum svo stefnumótun og alþjóðleg viðbrögð geti tryggt öllum nauðsynlega vernd. Fyrrnefnd úttekt á ályktun 1325 um konur, frið og öryggi málar upp ógnvænlega mynd af stöðu mála þegar kemur að réttindum kvenna í friði og átökum. Það er mikilvægt að við tökum henni alvarlega og setjum fót fyrir þá þróun sem er að eiga sér stað. Höfundar eru ungmennafulltrúar Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði kynjajafnréttis. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Kynferðisofbeldi Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Sjá meira
Stríð er mikið í fréttunum þessa dagana. Á undanförnum árum hefur fjöldi vopnaðra átaka farið vaxandi í heiminum. Ýmsir langvarandi átakastaðir hafa séð auknar hörmungar á sama tíma og ný átök hafa blossað upp. Þetta fer ekki framhjá þeim sem lesa fréttirnar, en þrátt fyrir að átök fá mikla athygli, höfum við tekið eftir því að kynjasjónarmiðið er oft vanrækt í umræðunni. Með því glatast ákveðin heildarsýn, þar sem átök bitrna oft á annan hátt á konum en körlum. Konur verða til að mynda í meira mæli fyrir kynbundnu ofbeldi og eru þvingaðar til flótta. Í raun eru þær 70% allra tilfella. Í nýlegri skýrslu UN WOMEN kemur einnig fram að dauðsföll kvenna vegna stríðsátaka tvöfölduðust milli áranna 2022 og 2023, sem undirstrikar enn fremur þann gríðarlega skaða sem konur verða fyrir í tengslum við átök. Síðastliðinn september birti aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna sína árlegu úttekt á innleiðingu ályktunar 1325 um konur, frið og öryggi. Þar er varað við því að dregið hefur úr jákvæðum áhrifum ályktunarinnar, meðal annars vegna “stigmagnandi bakslags gegn kvenréttindum og kynjajafnrétti.” Ályktunin, sem upprunalega var samþykkt árið 2000 af öryggisráði Sameinuðu Þjóðanna, hafði það markmið að viðurkenna sérstöðu kvenna þegar kemur að átökum og auka hlut þeirra í friðaruppbyggingu. Vanalega leiða karlmenn friðarsamræður, sem gjarnan veldur því að ekki er tekið tillit til þarfa kvenna í kjölfar átaka. Enn fremur skapa átök aðstæður þar sem kynbundið ofbeldi þrífst, bæði á vígvellinum og heima fyrir. Þar er ofbeldi í nánum samböndum ekki undanskilið, en rannsóknir hafa sýnt fram á skýra tengingu milli þess lags ofbeldis og stríðsátaka. Þessi tenging birtist á margvíslegan hátt en fyrst og fremst má nefna að stríðshrjáð samfélög leita gjarnan í stöðugleika hvar sem hann má finna. Það veldur því að hefðbundin viðhorf til kynjahlutverka styrkjast en það getur leitt til þess að kvenréttindi eru takmörkuð og konur festast frekar í hættulegum aðstæðum innan heimila sinna og utan. Enn fremur valda átök því að samfélög taka ofbeldi í meira mæli sem sjálfsögðum hlut og þannig fær ofbeldi í nánum samböndum að líðast án inngrips. Átök skapa þannig aðstæður þar sem konur eiga ekki einungis á hættu að verða fyrir árásum af hálfu átakaaðila, heldur þurfa margar þeirra einnig að þjást í samneyti við sína nánustu. Þetta er gjaldið sem þær greiða fyrir að vera konur á átakasvæðum. Í ljósi vaxandi átaka í heiminum er því mikilvægara nú en svo oft áður að upphefja raddir kvenna í baráttunni um frið. Markvissar árásir á konur og réttindi kvenna eru hins vegar ekki bundin við stríðshrjáð lönd, en eru banvænni í slíkum aðstæðum. Því er nauðsynlegt að ræða áhrif stríðs út frá kynjasjónarmiðum svo stefnumótun og alþjóðleg viðbrögð geti tryggt öllum nauðsynlega vernd. Fyrrnefnd úttekt á ályktun 1325 um konur, frið og öryggi málar upp ógnvænlega mynd af stöðu mála þegar kemur að réttindum kvenna í friði og átökum. Það er mikilvægt að við tökum henni alvarlega og setjum fót fyrir þá þróun sem er að eiga sér stað. Höfundar eru ungmennafulltrúar Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði kynjajafnréttis. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun