Vuk skrifaði undir tveggja ára samning við Fram sem endaði í 9. sæti Bestu deildarinnar á síðasta tímabili.
Hinn 23 ára Vuk er uppalinn hjá Leikni en gekk til liðs við FH fyrir tímabilið 2021. Hann hefur leikið 79 leiki í efstu deild og skorað tíu mörk. Á síðasta tímabili lék hann tuttugu leiki í Bestu deildinni og skoraði þrjú mörk.
Vuk lék á sínum tíma tíu leiki fyrir yngri landslið Íslands.
Auk Vuk hefur Fram fengið Arnar Daníel Aðalsteinsson frá Gróttu, Kristófer Inga Kristinsson og Sigurjón Rúnarsson frá Grindavík og Óliver Elís Hlynsson frá ÍR eftir að síðasta tímabili lauk.