Fékk framlengdan samning hjá Malmö eftir þrennuna Ágúst Orri Arnarson skrifar 8. desember 2024 08:03 Daníel Tristan Guðjohnsen gerði sér lítið fyrir síðustu helgi og setti þrennu. malmö Eftir að hafa skorað þrennu í bikarleik í vikunni hefur Daníel Tristan Guðjohnsen framlengt samning sinn við sænska félagið Malmö. Samningurinn gildir nú til næstu fjögurra ára, eða til ársloka 2028. Daníel er 18 ára gamall, fæddur 1. mars 2006. Hann gekk til liðs við Malmö árið 2022 úr akademíu Real Madrid, þar áður var hann í akademíu Barcelona. Hann stóð sig vel með unglingaliðinu og gerði samning við aðallið félagsins í apríl 2023. Vegna meiðsla í baki hefur spiltími hans verið af mjög skornum skammti. Undanfarið hefur Daníel hins vegar verið að stíga upp úr meiðslunum og spilað nokkra leiki með unglingaliðinu. Hann fékk svo tækifæri með aðalliðinu síðastliðinn sunnudag og nýtti það vel. Daníel skoraði þrennu í 5-2 sigri gegn Torslanda IK og stuðningsmenn sungu nafn hans í leikslok. Þetta voru fyrstu þrjú mörk hans fyrir aðallið Malmö. ✍️ Malmö FF förlänger kontraktet med Daniel Gudjohnsen.➡️ https://t.co/eXlIW01IjA pic.twitter.com/uMXHL8QT5z— Malmö FF (@Malmo_FF) December 7, 2024 „Það er frábært að vera búinn að framlengja við Malmö og ég finn að félagið hefur mikla trú á mér. Þetta hefur verið erfitt ár en nú er ég mættur aftur og líður vel. Ég lærði mikið af meiðslunum og umhverfinu sem ég hef verið í hjá Malmö sem býr yfir mörgum reynslumiklum leikmönnum.“ „Ég myndi að segja að ég sé teknískur leikmaður, þrátt fyrir hæð mína. Ég er alltaf hungraður í að skora mörk eða að hjálpa liðinu að skora. Leikurinn gegn Torlslanda fannst mér nánast óraunveruleg upplifun. Fyrsta markið var fallegast og það var mikill léttir að koma marki að fyrir Malmö. Öðru markinu trúði ég varla og það þriðja er ólýsanlegt. Ég á erfitt með að koma því í orð hversu glaður ég var. Mörkin gefa mér mikið sjálfstraust og ég hlakka til að halda áfram að vaxa sem leikmaður Malmö,“ sagði Daníel við undirritun samningsins. Ítarlega umfjöllun um feril og framtíðaráform Daníels má finna hér á heimasíðu Malmö. Sænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Fleiri fréttir Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Sjá meira
Daníel er 18 ára gamall, fæddur 1. mars 2006. Hann gekk til liðs við Malmö árið 2022 úr akademíu Real Madrid, þar áður var hann í akademíu Barcelona. Hann stóð sig vel með unglingaliðinu og gerði samning við aðallið félagsins í apríl 2023. Vegna meiðsla í baki hefur spiltími hans verið af mjög skornum skammti. Undanfarið hefur Daníel hins vegar verið að stíga upp úr meiðslunum og spilað nokkra leiki með unglingaliðinu. Hann fékk svo tækifæri með aðalliðinu síðastliðinn sunnudag og nýtti það vel. Daníel skoraði þrennu í 5-2 sigri gegn Torslanda IK og stuðningsmenn sungu nafn hans í leikslok. Þetta voru fyrstu þrjú mörk hans fyrir aðallið Malmö. ✍️ Malmö FF förlänger kontraktet med Daniel Gudjohnsen.➡️ https://t.co/eXlIW01IjA pic.twitter.com/uMXHL8QT5z— Malmö FF (@Malmo_FF) December 7, 2024 „Það er frábært að vera búinn að framlengja við Malmö og ég finn að félagið hefur mikla trú á mér. Þetta hefur verið erfitt ár en nú er ég mættur aftur og líður vel. Ég lærði mikið af meiðslunum og umhverfinu sem ég hef verið í hjá Malmö sem býr yfir mörgum reynslumiklum leikmönnum.“ „Ég myndi að segja að ég sé teknískur leikmaður, þrátt fyrir hæð mína. Ég er alltaf hungraður í að skora mörk eða að hjálpa liðinu að skora. Leikurinn gegn Torlslanda fannst mér nánast óraunveruleg upplifun. Fyrsta markið var fallegast og það var mikill léttir að koma marki að fyrir Malmö. Öðru markinu trúði ég varla og það þriðja er ólýsanlegt. Ég á erfitt með að koma því í orð hversu glaður ég var. Mörkin gefa mér mikið sjálfstraust og ég hlakka til að halda áfram að vaxa sem leikmaður Malmö,“ sagði Daníel við undirritun samningsins. Ítarlega umfjöllun um feril og framtíðaráform Daníels má finna hér á heimasíðu Malmö.
Sænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Fleiri fréttir Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Sjá meira