Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá yfirstjórn Bandaríska hersins á svæðinu en þar kemur fram að almennir borgarar hafi ekki fallið í árásunum.
𝐔.𝐒. 𝐂𝐞𝐧𝐭𝐫𝐚𝐥 𝐂𝐨𝐦𝐦𝐚𝐧𝐝 𝐂𝐨𝐧𝐝𝐮𝐜𝐭𝐬 𝐃𝐨𝐳𝐞𝐧𝐬 𝐨𝐟 𝐀𝐢𝐫𝐬𝐭𝐫𝐢𝐤𝐞𝐬 𝐭𝐨 𝐄𝐥𝐢𝐦𝐢𝐧𝐚𝐭𝐞 𝐈𝐒𝐈𝐒 𝐂𝐚𝐦𝐩𝐬 𝐢𝐧 𝐂𝐞𝐧𝐭𝐫𝐚𝐥 𝐒𝐲𝐫𝐢𝐚
— U.S. Central Command (@CENTCOM) December 8, 2024
U.S. Central Command (CENTCOM) forces conducted dozens of precision airstrikes targeting known ISIS camps and… pic.twitter.com/E7CUPuPehf
Eins og greint hefur verið frá steyptu uppreisnarmenn í Sýrlandi Assad-stjórninni af stóli í morgun. Sýrlendingar víða um heim hafa fagnað falli stjórnarinnar en Assad Sýrlandsforseti hefur hlotið hæli í Rússlandi.
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sagði í ávarpi sínu fyrr í kvöld að Bashar al-Assad, fyrrverandi forseti Sýrlands sem var steypt af stóli í nótt, ætti að sæta ábyrgð eftir ár sín í valdastól í ríkinu. Fréttastofa BBC greinir frá.
Biden varaði Íslamska ríkið við því að reyna grípa völd í landinu nú þegar að mikið umrót væri í pólitísku landslagi í Sýrlandi. Íslamska ríkið ætti ekki að misnota aðstæður og nýta valdalegt tómarúm til að byggja sig upp að nýju.
Biden fangaði því að Assad væri ekki lengur við völd í Sýrlandi og sagði sýrlensku þjóðina hafa einstakt tækifæri til að mynda betri framtíð fyrir ríkið. Bandaríkjastjórn ætli að funda með uppreisnarmönnum um næstu skref. Sameinuðu þjóðirnar muni koma að því.