Var Kurt Cobain myrtur? Boði Logason skrifar 9. desember 2024 10:03 Kurt Cobain var á hátindi ferils síns þegar hann lést aðeins tuttugu og sjö ára gamall. Frank Micelotta/Getty Images Allt frá andláti Kurt Cobain, forsöngvara hinnar íkonísku grunge hljómsveitar, Nirvana, árið 1994, hafa þrálátar samsæriskenningar um að honum hafi verið komið fyrir kattarnef verið á kreiki. Opinbera og almennt viðtekna skýringin er að í kjölfar þunglyndis og langvarandi harðrar eiturlyfjaneyslu hafi Kurt stytt sér aldur. Tortryggnir ásakendur hafa á hinn bóginn einkum sakað eiginkonu hans, Courtney Love, um að hafa staðið að baki dauða hans vegna öfundar og erfðamála. Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is. Aðrir hafa haldið því fram að yfirvöldi hafi viljað þagga niður í rokkgoðinu til að koma í veg fyrir slæm áhrif hans á æsku landsins. Í nýjasta þætti Skuggavaldsins, sem nú er aðgengilegur í hlaðvarpsveitum, ræða prófessorarnir Hulda Þórisdóttir og Eiríkur Bergmann um þrálátar samsæriskenningarnar tengdar andláti Kurt Cobain. Segja má að þessar samsæriskenningarnar séu eins og spegilmyndir í myrkri, þar sem harmræn persónusaga Kurt Cobain blandast ógnvekjandi frásögnum af vafasömum atvikum og óræðum vísbendingum. Morfín í æðum Cobain, hagræðing haglabyssu á vettvangi og dulafull kona sem sást við hlið hans dögunum áður eru eins og táknræn brot sem vekja fleiri spurningar en svör – ráðgáta sem áratugum saman hefur kveikt elda tortryggni og sögusagna í heimi sem þrífst á hugmyndum um ósýnilegt vald sem stjórni öllu. Andófsaflið Cobain Kurt Cobain var einn áhrifamesti tónlistarmaður tíunda áratugarins og lykilmaður í Seattle-grunge-hreyfingunni. Sem forsprakki Nirvana átti hann stóran þátt í að breyta landslagi rokktónlistar með lögum eins og Smells Like Teen Spirit, Lithium og Come As You Are. Í þættinum ræða Eiríkur og Hulda hvernig Nirvana varð ein vinsælasta hljómsveit heims og hvernig Cobain sjálfur glímdi við togstreitu milli eigin and-kapítalískra gilda og óvæntrar heimsfrægðar. Einnig er fjallað um persónulega erfiðleika Cobains, þar á meðal langvarandi heilsufarsvandamál, sálræna vanlíðan og vímuefnafíkn. Þessir þættir hafa verið sagðir mynda bakgrunninn að andláti hans, en þeir eru einnig mikilvægur hluti af samsæriskenningum sem efast um opinbera skýringu á dauða hans. Andlátið Komið var að Kurt Cobain látnum þann 8. apríl 1994 á heimili sínu í Seattle með haglabyssu við hlið sér og sjálfsvígsbréf fannst á staðnum. Lögreglan úrskurðaði andlátið sem sjálfsvíg og tiltók sem rök magn morfíns í blóði hans, sem var þrefaldur dauðaskammtur. Hins vegar hafa ýmsir dregið þessa niðurstöðu í efa og bent á óvenjulegar aðstæður við andlátið. Ein algengasta kenningin er sú að eiginkona Cobains, Courtney Love, hafi átt aðild að morði hans. Kenningasmiðir benda á að hjónaband þeirra hafi verið í molum og að Courtney vissi að hún myndi fara fjárhagslega illa út úr skilnaði. Það var sökum kaupmála sem gerður hafði verið að hennar undirlagi þegar þau giftust því þá leit út fyrir að hennar frami yrði meiri en hans. Önnur kenning fjallar um mögulegt samsæri stjórnvalda sem ekki þoldu áhrifamátt hans sem andófsafl gegn hinu kapítalíska samfélagi. Sumir líta einnig til valdaafla í tónlistarheiminum sem höfðu hag af því að þagga niður í Cobain. Aðdragandinn Í þessum þætti Skuggavaldsins er rýnt í aðdraganda andlátsins, þar á meðal innlagnir á sjúkrahús og meðferðarstofnanir í vikunum áður. Cobain var lagður inn á sjúkrahús í Róm í mars 1994 eftir að hafa tekið of stóran skammt af róandi lyfjum og áfengi, atvik sem sumir telja hafa verið sjálfsvígstilraun. Hann var síðar lagður inn í afeitrun en flúði meðferðarstofnunina aðeins tveimur dögum eftir innlögn, keypti haglabyssu og sást víðsvegar um Seattle áður en hann fannst látinn. Courtney Love Courtney Love, eiginkona Cobains, gegnir lykilhlutverki í flestum kenningunum um andlátið. Þáttastjórnendur ræða hvernig Love, sem sjálf var tónlistarkona og forsprakki hljómsveitarinnar Hole, var oft talin metnaðargjörn og stjórnsöm. Hún er sökuð um að hafa nýtt sér sambandið við Cobain í eigin þágu, og það hefur verið fullyrt að hún hafi kynnt hann fyrir heróíni. Þátturinn greinir líka frá því hvernig Courtney reyndi að halda heimilinu saman en var jafnframt gagnrýnd fyrir hegðun sína, sem ýtti undir tortryggni. Í þættinum er fjallað um þá menningarlega arfleifð Cobains, ekki aðeins í tónlist heldur einnig sem tákn andófs gegn kapítalisma og almennum gildum. Cobain, sem var aðeins 27 ára við andlát sitt, fellur í svokallaðan „27 ára klúbb“ ásamt öðrum tónlistargoðsögnum á borð við Jimi Hendrix, Janis Joplin, Jim Morrison og Amy Winehouse sem öll létust aðeins 27 ára gömul. Fleiri þætti af Skuggavaldinu má nálgast á hlaðvarpsveitunni Tal. Skuggavaldið Einu sinni var... Tónlist Bandaríkin Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
Opinbera og almennt viðtekna skýringin er að í kjölfar þunglyndis og langvarandi harðrar eiturlyfjaneyslu hafi Kurt stytt sér aldur. Tortryggnir ásakendur hafa á hinn bóginn einkum sakað eiginkonu hans, Courtney Love, um að hafa staðið að baki dauða hans vegna öfundar og erfðamála. Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is. Aðrir hafa haldið því fram að yfirvöldi hafi viljað þagga niður í rokkgoðinu til að koma í veg fyrir slæm áhrif hans á æsku landsins. Í nýjasta þætti Skuggavaldsins, sem nú er aðgengilegur í hlaðvarpsveitum, ræða prófessorarnir Hulda Þórisdóttir og Eiríkur Bergmann um þrálátar samsæriskenningarnar tengdar andláti Kurt Cobain. Segja má að þessar samsæriskenningarnar séu eins og spegilmyndir í myrkri, þar sem harmræn persónusaga Kurt Cobain blandast ógnvekjandi frásögnum af vafasömum atvikum og óræðum vísbendingum. Morfín í æðum Cobain, hagræðing haglabyssu á vettvangi og dulafull kona sem sást við hlið hans dögunum áður eru eins og táknræn brot sem vekja fleiri spurningar en svör – ráðgáta sem áratugum saman hefur kveikt elda tortryggni og sögusagna í heimi sem þrífst á hugmyndum um ósýnilegt vald sem stjórni öllu. Andófsaflið Cobain Kurt Cobain var einn áhrifamesti tónlistarmaður tíunda áratugarins og lykilmaður í Seattle-grunge-hreyfingunni. Sem forsprakki Nirvana átti hann stóran þátt í að breyta landslagi rokktónlistar með lögum eins og Smells Like Teen Spirit, Lithium og Come As You Are. Í þættinum ræða Eiríkur og Hulda hvernig Nirvana varð ein vinsælasta hljómsveit heims og hvernig Cobain sjálfur glímdi við togstreitu milli eigin and-kapítalískra gilda og óvæntrar heimsfrægðar. Einnig er fjallað um persónulega erfiðleika Cobains, þar á meðal langvarandi heilsufarsvandamál, sálræna vanlíðan og vímuefnafíkn. Þessir þættir hafa verið sagðir mynda bakgrunninn að andláti hans, en þeir eru einnig mikilvægur hluti af samsæriskenningum sem efast um opinbera skýringu á dauða hans. Andlátið Komið var að Kurt Cobain látnum þann 8. apríl 1994 á heimili sínu í Seattle með haglabyssu við hlið sér og sjálfsvígsbréf fannst á staðnum. Lögreglan úrskurðaði andlátið sem sjálfsvíg og tiltók sem rök magn morfíns í blóði hans, sem var þrefaldur dauðaskammtur. Hins vegar hafa ýmsir dregið þessa niðurstöðu í efa og bent á óvenjulegar aðstæður við andlátið. Ein algengasta kenningin er sú að eiginkona Cobains, Courtney Love, hafi átt aðild að morði hans. Kenningasmiðir benda á að hjónaband þeirra hafi verið í molum og að Courtney vissi að hún myndi fara fjárhagslega illa út úr skilnaði. Það var sökum kaupmála sem gerður hafði verið að hennar undirlagi þegar þau giftust því þá leit út fyrir að hennar frami yrði meiri en hans. Önnur kenning fjallar um mögulegt samsæri stjórnvalda sem ekki þoldu áhrifamátt hans sem andófsafl gegn hinu kapítalíska samfélagi. Sumir líta einnig til valdaafla í tónlistarheiminum sem höfðu hag af því að þagga niður í Cobain. Aðdragandinn Í þessum þætti Skuggavaldsins er rýnt í aðdraganda andlátsins, þar á meðal innlagnir á sjúkrahús og meðferðarstofnanir í vikunum áður. Cobain var lagður inn á sjúkrahús í Róm í mars 1994 eftir að hafa tekið of stóran skammt af róandi lyfjum og áfengi, atvik sem sumir telja hafa verið sjálfsvígstilraun. Hann var síðar lagður inn í afeitrun en flúði meðferðarstofnunina aðeins tveimur dögum eftir innlögn, keypti haglabyssu og sást víðsvegar um Seattle áður en hann fannst látinn. Courtney Love Courtney Love, eiginkona Cobains, gegnir lykilhlutverki í flestum kenningunum um andlátið. Þáttastjórnendur ræða hvernig Love, sem sjálf var tónlistarkona og forsprakki hljómsveitarinnar Hole, var oft talin metnaðargjörn og stjórnsöm. Hún er sökuð um að hafa nýtt sér sambandið við Cobain í eigin þágu, og það hefur verið fullyrt að hún hafi kynnt hann fyrir heróíni. Þátturinn greinir líka frá því hvernig Courtney reyndi að halda heimilinu saman en var jafnframt gagnrýnd fyrir hegðun sína, sem ýtti undir tortryggni. Í þættinum er fjallað um þá menningarlega arfleifð Cobains, ekki aðeins í tónlist heldur einnig sem tákn andófs gegn kapítalisma og almennum gildum. Cobain, sem var aðeins 27 ára við andlát sitt, fellur í svokallaðan „27 ára klúbb“ ásamt öðrum tónlistargoðsögnum á borð við Jimi Hendrix, Janis Joplin, Jim Morrison og Amy Winehouse sem öll létust aðeins 27 ára gömul. Fleiri þætti af Skuggavaldinu má nálgast á hlaðvarpsveitunni Tal.
Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Skuggavaldið Einu sinni var... Tónlist Bandaríkin Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira