Fær 2,6 milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. desember 2024 06:32 Matt Eberflus hleypur hér brosandi til búningsklefa í síðasta leik sínum með Chicago Bears. Getty/Jorge Lemus Matt Eberflus er atvinnulaus en hann þarf þó ekki að hafa mikla áhyggjur af peningamálum næstu tvö árin. Eberflus var þjálfari Chicago Bears í NFL deildinni þar til að liðið hans tapaði fyrir Detriot Lions á Þakkargjörðarhátíðardeginum. Eberflus var rekinn daginn eftir og þótti sumum vera löngu kominn tími til þess. Þetta var samt í fyrsta sinn í yfir hundrað ára sögu félagsins þar sem Bears ráku þjálfara sinn á miðju tímabili. Það fylgir þó sögunni að Eberflus var með skotheldan samning. Þegar hann samdi í janúar 2022 þá skrifaði hann undir fimm ára samning eða út 2026 tímabilið. Eberflus fær því meira en nítján þúsund dollara á dag næstu tvö árin en það eru um 2,6 milljónir í íslenskum krónum á hverjum degi inn á reikninginn. Eberflus samdi um 4,5 milljónir dollara í árslaun en það eru 624 milljónir í íslenskum krónum. Menn hafa leikið sér með þessa tölur enda fær Eberflus hreinlega borgað fyrir að mæta ekki í vinnuna. Hann er því að fá í íslenskum krónum 1800 krónur á mínútu, 110 þúsund krónur á klukkutímann, 2,6 milljónir á dag, 18,6 milljónir á viku og 80,8 milljónir á mánuði. Ekki slæm laun fyrir að mæta ekki til vinnu. View this post on Instagram A post shared by APCFootball (@apcfootball) NFL Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Fleiri fréttir Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Sjá meira
Eberflus var þjálfari Chicago Bears í NFL deildinni þar til að liðið hans tapaði fyrir Detriot Lions á Þakkargjörðarhátíðardeginum. Eberflus var rekinn daginn eftir og þótti sumum vera löngu kominn tími til þess. Þetta var samt í fyrsta sinn í yfir hundrað ára sögu félagsins þar sem Bears ráku þjálfara sinn á miðju tímabili. Það fylgir þó sögunni að Eberflus var með skotheldan samning. Þegar hann samdi í janúar 2022 þá skrifaði hann undir fimm ára samning eða út 2026 tímabilið. Eberflus fær því meira en nítján þúsund dollara á dag næstu tvö árin en það eru um 2,6 milljónir í íslenskum krónum á hverjum degi inn á reikninginn. Eberflus samdi um 4,5 milljónir dollara í árslaun en það eru 624 milljónir í íslenskum krónum. Menn hafa leikið sér með þessa tölur enda fær Eberflus hreinlega borgað fyrir að mæta ekki í vinnuna. Hann er því að fá í íslenskum krónum 1800 krónur á mínútu, 110 þúsund krónur á klukkutímann, 2,6 milljónir á dag, 18,6 milljónir á viku og 80,8 milljónir á mánuði. Ekki slæm laun fyrir að mæta ekki til vinnu. View this post on Instagram A post shared by APCFootball (@apcfootball)
NFL Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Fleiri fréttir Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Sjá meira