Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Jón Þór Stefánsson skrifar 9. desember 2024 21:04 Mangione er 26 ára gamall og frá Maryland í Bandaríkjunum. Maður sem er grunaður um launmorð á götum New York-borgar í síðustu viku heitir Luigi Mangione. Hann var handtekinn í borginni Altoona í Pennsylvaníuríki í dag vegna meintra vopnalagabrota. Hann sást á skyndibitastaðnum McDonalds þar sem hann var með handskrifaða stefnuyfirlýsingu í fórum sér þar sem sjúkratryggingafyrirtæki eru harðlega gagnrýnd. Í síðustu viku var Brian Thompson, einn forstjóri UnitedHealthcare eins stærsta sjúkratryggingafélags Bandaríkjanna, skotinn til bana úti á götu í New York. Drápið náðist á upptöku öryggismyndavéla og þótti það benda til þess að morðinginn hefði beðið sérstaklega eftir hinum látna. Morðinginn flúði af vettvangi, en talið var að hann hefði komið sér á brott með strætisvagni og síðan flúið New York-ríki. Við tók gríðarlega umfangsmikil leit að viðkomandi. Sagður hafa látið undarlega Greint var frá því á blaðamannafundi í dag að lögreglu hefði borist ábending frá starfsmanni McDonalds um Mangione. Lögreglan hafi komið á vettvang og tekið skýrslu af honum. Hann er sagður hafa látið undarlega og verið með mörg fölsuð skilríki og vegabréf undir höndum. Mangione er sagður hafa verið með byssu og hljóðdeyfi, en grunur er um byssan hafi verið þrívíddarprentuð. „Þar að auki lögðum við hald á handskrifað skjal þar sem hvatningu og hugarástandi hans er lýst,“ sagði Jessica Tisch, talskona lögregluyfirvalda. Lögreglumenn frá New York eru sagðir á leið til Pennsylvaníu til að taka frekari skýrslur af Mangione. „Hann er undir sterkum grun,“ sagði Eric Adams, borgarstjóri New York. „Hann passar við lýsinguna á þeim sem við höfðum verið að leita að. Þar að auki var hann með ýmsa muni sem við teljum að tengi hann við málið.“ Háskólamenntaður dúx Luigi Mangione er 26 ára gamall. Hann var frá Maryland-ríkinu í Bandaríkjunum, en talið er að síðasti búsetustaður hans hafi verið í Honolulu í Hawaii. Hann hafði aldrei áður verið handtekinn í New York, eða annars staðar í Bandaríkjunum svo vitað sé til. Forbes segir að miðað við samfélagsmiðla Mangione hafi hann útskrifast úr Háskólanum í Pennsylvaníu árið 2020 með bachelor- og meistaragráðu í tölvunar- og upplýsingafræðum. Þá var greint frá því árið 2016 í New York Times að Mangione hefði dúxað úr einkaskóla í Maryland. The Daily Pennsylvanian, stúdentablað Háskólans í Pennsylvaníu, greindi frá því að Mangione hefði stofnað klúbb í skólanum sem snerist um rannsóknir og framleiðslu tölvuleikja. Samkvæmt LinkedIn-síðu í nafni Mangione hafði hann farið í starfsnám hjá John Hopkins-háskólanum og hjá tölvuleikjaframleiðandanum Firaxis Games. Þá hafði hann síðastliðinn fjögur ár starfað hjá TrueCar, bílasöluvefsíðu í Kaliforníuríki. Umsögn um Unabomberinn Síða í nafni Mangione á síðunni GoodReads hefur vakið athygli í kjölfar þess að nafn hans var gert opinbert. Þar má meðal annars finna bókadóm um Industrial Society and Its Future, stefnuyfirlýsingu hryðjuverkamannsins Ted Kaczynski, sem er þekktur undir nafninu Unabomber. Kaczynski, sem lést á síðasta ári, myrti þrjá og slasaði 23 á árunum 1978 til 1995 með bréfasprengjum. Árásir hans beindust að fólki sem hann taldi standa að tækniþróun, sem hann taldi slæma og auka eyðileggingu náttúrunnar. Í stuttum bókadómi Mangione, sem er frá janúar á þessu ári, segir hann að spádómar Kaczynski hafi margir hverjir ræst. „Hann var ofbeldisfullur einstaklingur, sem var réttilega fangelsaður, og réðst að saklausu fólki. Gjörðir hans eru oft sagðar á ábyrgð brjálaðs afturhaldssinna, en réttara er að skoða þær sem gjörðir byltingarsinna með öfgakenndar pólitískar skoðanir,“ skrifaði Mangione. Jafnframt vísaði hann í aðra umsögn um skrif Kaczynski þar sem því er haldið fram að ofbeldi sé nauðsynlegt. Erlend sakamál Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Forstjóri UnitedHealthcare myrtur Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Sjá meira
Í síðustu viku var Brian Thompson, einn forstjóri UnitedHealthcare eins stærsta sjúkratryggingafélags Bandaríkjanna, skotinn til bana úti á götu í New York. Drápið náðist á upptöku öryggismyndavéla og þótti það benda til þess að morðinginn hefði beðið sérstaklega eftir hinum látna. Morðinginn flúði af vettvangi, en talið var að hann hefði komið sér á brott með strætisvagni og síðan flúið New York-ríki. Við tók gríðarlega umfangsmikil leit að viðkomandi. Sagður hafa látið undarlega Greint var frá því á blaðamannafundi í dag að lögreglu hefði borist ábending frá starfsmanni McDonalds um Mangione. Lögreglan hafi komið á vettvang og tekið skýrslu af honum. Hann er sagður hafa látið undarlega og verið með mörg fölsuð skilríki og vegabréf undir höndum. Mangione er sagður hafa verið með byssu og hljóðdeyfi, en grunur er um byssan hafi verið þrívíddarprentuð. „Þar að auki lögðum við hald á handskrifað skjal þar sem hvatningu og hugarástandi hans er lýst,“ sagði Jessica Tisch, talskona lögregluyfirvalda. Lögreglumenn frá New York eru sagðir á leið til Pennsylvaníu til að taka frekari skýrslur af Mangione. „Hann er undir sterkum grun,“ sagði Eric Adams, borgarstjóri New York. „Hann passar við lýsinguna á þeim sem við höfðum verið að leita að. Þar að auki var hann með ýmsa muni sem við teljum að tengi hann við málið.“ Háskólamenntaður dúx Luigi Mangione er 26 ára gamall. Hann var frá Maryland-ríkinu í Bandaríkjunum, en talið er að síðasti búsetustaður hans hafi verið í Honolulu í Hawaii. Hann hafði aldrei áður verið handtekinn í New York, eða annars staðar í Bandaríkjunum svo vitað sé til. Forbes segir að miðað við samfélagsmiðla Mangione hafi hann útskrifast úr Háskólanum í Pennsylvaníu árið 2020 með bachelor- og meistaragráðu í tölvunar- og upplýsingafræðum. Þá var greint frá því árið 2016 í New York Times að Mangione hefði dúxað úr einkaskóla í Maryland. The Daily Pennsylvanian, stúdentablað Háskólans í Pennsylvaníu, greindi frá því að Mangione hefði stofnað klúbb í skólanum sem snerist um rannsóknir og framleiðslu tölvuleikja. Samkvæmt LinkedIn-síðu í nafni Mangione hafði hann farið í starfsnám hjá John Hopkins-háskólanum og hjá tölvuleikjaframleiðandanum Firaxis Games. Þá hafði hann síðastliðinn fjögur ár starfað hjá TrueCar, bílasöluvefsíðu í Kaliforníuríki. Umsögn um Unabomberinn Síða í nafni Mangione á síðunni GoodReads hefur vakið athygli í kjölfar þess að nafn hans var gert opinbert. Þar má meðal annars finna bókadóm um Industrial Society and Its Future, stefnuyfirlýsingu hryðjuverkamannsins Ted Kaczynski, sem er þekktur undir nafninu Unabomber. Kaczynski, sem lést á síðasta ári, myrti þrjá og slasaði 23 á árunum 1978 til 1995 með bréfasprengjum. Árásir hans beindust að fólki sem hann taldi standa að tækniþróun, sem hann taldi slæma og auka eyðileggingu náttúrunnar. Í stuttum bókadómi Mangione, sem er frá janúar á þessu ári, segir hann að spádómar Kaczynski hafi margir hverjir ræst. „Hann var ofbeldisfullur einstaklingur, sem var réttilega fangelsaður, og réðst að saklausu fólki. Gjörðir hans eru oft sagðar á ábyrgð brjálaðs afturhaldssinna, en réttara er að skoða þær sem gjörðir byltingarsinna með öfgakenndar pólitískar skoðanir,“ skrifaði Mangione. Jafnframt vísaði hann í aðra umsögn um skrif Kaczynski þar sem því er haldið fram að ofbeldi sé nauðsynlegt.
Erlend sakamál Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Forstjóri UnitedHealthcare myrtur Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Sjá meira