Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Samúel Karl Ólason skrifar 10. desember 2024 13:02 Frá höfninni í Latakia þar sem Ísraelar hafa grandað nokkrum herskipum. EPA/BILAL AL HAMMOUD Ísraelar hafa á undanförnum dögum, eða frá því ríkisstjórn Bashar al-Assads féll, gert hundruð loftárása í Sýrlandi. Markmið þessara árása virðist vera að draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands takist yfir höfuð að mynda hana. Árásirnar hafa beinst að vopnageymslum í Sýrlandi, herskipum, herflugvöllum, rannsóknarstöðvum stjórnarhersins og öðrum hernaðarlegum skotmörkum. Samkvæmt samtökunum Syrian Observatory for Human Rights, sem hafa um árabil vaktað átökin í Sýrlandi, höfðu Ísraelar í morgun gert að minnsta kosti 310 loftárásir þar. Samtökin segja árásirnar beinast gegn vopnabúrum gamla stjórnarhersins. Meðal annars hafi loftvörnum Sýrlands verði svo gott sem útrýmt. Þá hafa Ísraelar einnig gert árásir á efnavopnageymslur og rannsóknarstöðvar tengdar slíkum vopnum. Sjá einnig: Vörpuðu sprengjum á hergögn og efnavopn í Sýrlandi Forsvarsmenn ísraelska hersins hafa sagt að markmiðið sé að koma í veg fyrir að vopn og hergögn falli í hendur öfgamanna. Ísraelskir hermenn nærri Gólanhæðum.AP/Matias Delacroix Heimildarmenn ísraelska miðilsins Times of Israel í hernum segja að vopnabúr stjórnarhers Sýrlands hafi verið þurrkað út. Árásirnar eiga þó að halda áfram næstu daga, samkvæmt miðlinum. Uppreisnarmenn reyna að mynda ríkisstjórn Eins og áður hefur komið fram ríkir töluverð óreiða í Sýrlandi en uppreisnarhópar vinna nú að því að mynda ný stjórnvöld. Valdamesti hópurinn í Sýrlandi, sem kallast Hayat Tahrir al-Sham, eða HTS, var á árum áður nátengdur al-Qaeda og meðlimir hans eru mjög íhaldssamir. Ísraelar hafa einnig sent hermenn inn í Sýrland og eru að styrkja varnir sínar í Gólanhæðum, sem Ísraelar hertóku í Sex daga stríðinu árið 1967. Þessir hermenn eru sagðir hafa sótt fram norður með landamærum Sýrlands og Líbanon og segja Ísraelar að markmiðið sé að skapa einhverskonar herlaust svæði. Í frétt Reuters segir að fregnir hafi borist af ísraelskum hermönnum í um 25 kílómetra fjarlægð frá Damaskus, höfuðborg Sýrlands. Talsmenn hersins neita því þó að hermenn sæki í átt að höfuðborginni. Hér að neðan má sjá myndbönd af árásum Ísraela í Latakia í nótt, þær bendust að herskipum stjórnarhers Sýrlands. Tartus 🇸🇾🛳️🔥 pic.twitter.com/o3QTR7997v— MAKS 24 🇺🇦👀 (@Maks_NAFO_FELLA) December 9, 2024 ***UPDATE***Images of sunken Syrian navy ships following last night’s Israeli Navy strike on Latakia, Syria. 6 x vintage OSA-II class missile boats. pic.twitter.com/Izi2JbM8ah— H I Sutton (@CovertShores) December 10, 2024 Sýrland Ísrael Hernaður Tengdar fréttir Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Þegar ríkisstjórn Bashar al-Assad, fyrrverandi forseta Sýrlands, féll streymdu þúsundir manna til hins alræmda fangelsis Saydnaya norður af Damaskus, höfuðborg landsins. Þar reyndi fólkið að finna fjölskyldumeðlimi sína sem hafa horfið á undanförnum áratugum eða upplýsingar um örlög þeirra. 10. desember 2024 10:35 Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, settist í vitnastúku í fyrsta skipti í réttarhöldum í spillingarmáli á hendur honum í morgun. Vitnisburði forsætisráðherrans hafði verið frestað vegna stríðsins gegn Hamas-samtökunum. 10. desember 2024 08:52 Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Atburðarásin í Sýrlandi hefur verið hröð eftir að uppreisnarmenn létu til skarar skríða gegn stjórn Bashar al-Assad á dögunum, sem nú er flúinn til Rússlands. Enn ríkir algjör óvissa um framhaldið en erlend ríki keppast að því að tryggja hagsmuni sína. 10. desember 2024 07:05 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Grunnskólakennarar felldu kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Árásirnar hafa beinst að vopnageymslum í Sýrlandi, herskipum, herflugvöllum, rannsóknarstöðvum stjórnarhersins og öðrum hernaðarlegum skotmörkum. Samkvæmt samtökunum Syrian Observatory for Human Rights, sem hafa um árabil vaktað átökin í Sýrlandi, höfðu Ísraelar í morgun gert að minnsta kosti 310 loftárásir þar. Samtökin segja árásirnar beinast gegn vopnabúrum gamla stjórnarhersins. Meðal annars hafi loftvörnum Sýrlands verði svo gott sem útrýmt. Þá hafa Ísraelar einnig gert árásir á efnavopnageymslur og rannsóknarstöðvar tengdar slíkum vopnum. Sjá einnig: Vörpuðu sprengjum á hergögn og efnavopn í Sýrlandi Forsvarsmenn ísraelska hersins hafa sagt að markmiðið sé að koma í veg fyrir að vopn og hergögn falli í hendur öfgamanna. Ísraelskir hermenn nærri Gólanhæðum.AP/Matias Delacroix Heimildarmenn ísraelska miðilsins Times of Israel í hernum segja að vopnabúr stjórnarhers Sýrlands hafi verið þurrkað út. Árásirnar eiga þó að halda áfram næstu daga, samkvæmt miðlinum. Uppreisnarmenn reyna að mynda ríkisstjórn Eins og áður hefur komið fram ríkir töluverð óreiða í Sýrlandi en uppreisnarhópar vinna nú að því að mynda ný stjórnvöld. Valdamesti hópurinn í Sýrlandi, sem kallast Hayat Tahrir al-Sham, eða HTS, var á árum áður nátengdur al-Qaeda og meðlimir hans eru mjög íhaldssamir. Ísraelar hafa einnig sent hermenn inn í Sýrland og eru að styrkja varnir sínar í Gólanhæðum, sem Ísraelar hertóku í Sex daga stríðinu árið 1967. Þessir hermenn eru sagðir hafa sótt fram norður með landamærum Sýrlands og Líbanon og segja Ísraelar að markmiðið sé að skapa einhverskonar herlaust svæði. Í frétt Reuters segir að fregnir hafi borist af ísraelskum hermönnum í um 25 kílómetra fjarlægð frá Damaskus, höfuðborg Sýrlands. Talsmenn hersins neita því þó að hermenn sæki í átt að höfuðborginni. Hér að neðan má sjá myndbönd af árásum Ísraela í Latakia í nótt, þær bendust að herskipum stjórnarhers Sýrlands. Tartus 🇸🇾🛳️🔥 pic.twitter.com/o3QTR7997v— MAKS 24 🇺🇦👀 (@Maks_NAFO_FELLA) December 9, 2024 ***UPDATE***Images of sunken Syrian navy ships following last night’s Israeli Navy strike on Latakia, Syria. 6 x vintage OSA-II class missile boats. pic.twitter.com/Izi2JbM8ah— H I Sutton (@CovertShores) December 10, 2024
Sýrland Ísrael Hernaður Tengdar fréttir Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Þegar ríkisstjórn Bashar al-Assad, fyrrverandi forseta Sýrlands, féll streymdu þúsundir manna til hins alræmda fangelsis Saydnaya norður af Damaskus, höfuðborg landsins. Þar reyndi fólkið að finna fjölskyldumeðlimi sína sem hafa horfið á undanförnum áratugum eða upplýsingar um örlög þeirra. 10. desember 2024 10:35 Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, settist í vitnastúku í fyrsta skipti í réttarhöldum í spillingarmáli á hendur honum í morgun. Vitnisburði forsætisráðherrans hafði verið frestað vegna stríðsins gegn Hamas-samtökunum. 10. desember 2024 08:52 Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Atburðarásin í Sýrlandi hefur verið hröð eftir að uppreisnarmenn létu til skarar skríða gegn stjórn Bashar al-Assad á dögunum, sem nú er flúinn til Rússlands. Enn ríkir algjör óvissa um framhaldið en erlend ríki keppast að því að tryggja hagsmuni sína. 10. desember 2024 07:05 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Grunnskólakennarar felldu kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Þegar ríkisstjórn Bashar al-Assad, fyrrverandi forseta Sýrlands, féll streymdu þúsundir manna til hins alræmda fangelsis Saydnaya norður af Damaskus, höfuðborg landsins. Þar reyndi fólkið að finna fjölskyldumeðlimi sína sem hafa horfið á undanförnum áratugum eða upplýsingar um örlög þeirra. 10. desember 2024 10:35
Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, settist í vitnastúku í fyrsta skipti í réttarhöldum í spillingarmáli á hendur honum í morgun. Vitnisburði forsætisráðherrans hafði verið frestað vegna stríðsins gegn Hamas-samtökunum. 10. desember 2024 08:52
Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Atburðarásin í Sýrlandi hefur verið hröð eftir að uppreisnarmenn létu til skarar skríða gegn stjórn Bashar al-Assad á dögunum, sem nú er flúinn til Rússlands. Enn ríkir algjör óvissa um framhaldið en erlend ríki keppast að því að tryggja hagsmuni sína. 10. desember 2024 07:05